Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 43

Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 43
„Hvað á ég að gera kæra Jóna Rúna? Er hægt að losna undan tengslum eins og þessum? Getum við elsk- að tvær manneskjur á sama tíma? Er möguleiki á því að hún hati mig þó að ég haldi eða vilji að hún elski mig?“ ÞJÁNING í NAFNI ÁSTARINNAR Það er kannski ekki úr vegi að ræða lítillega þá staðreynd að ástin getur verið afstætt afl. Eins og ást Lilla er fyrirkomið þá er hún í öllum aðalatriðum þjáning fyrir hann. Það segir sig sjálft að það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að ganga langt í því að vanvirða tilfinn- ingar fólks. Eins eru líka tak- mörk fyrir því hvað við eigum að láta aðra komast lengi upp með að meiða okkur í tilfinn- ingamálum í nafni ástarinnar. TILFINNINGALEGA BRENGLUÐ Þó að við álítum okkur elska ákveðinn einstakling eigum við ekki að láta þann hin sama gera lítið úr tilfinningum okkar og þörfum. Við getum ekki neytt aðra til þess að elska okk- ur og umbera ef þeir óska ekki eftir því. Alla vega virðist faðir Lilla, þrátt fyrir að hann sé óþægilega afdráttarlaus í mati sínu á henni, hafa á einhvern hátt rétt fyrir sér. Hann heldur því fram að hún sé tilfinninga- lega brengluð. Það mat hans er trúlega rétt. ÞVERSAGNIR OG FALSKAR TILFINNINGAR Ekkert bendir til þess að kær- ustunni sé Ijóst hvers konar kvöl hún hefur þegar valdið Lilla. Hún er tilfinningalega óá- byrg og talar í þversögnum. Hún hegðar sér eins og hana varði lítið um afleiðingar gerða sinna. Við höfum engan sið- ferðislegan rétt til þess að tæla aðra til lags við okkur og fá þá til að trúa á falskar tilfinningar okkar til þeirra og snúa svo fyr- irvara- og skýringalaust við þeim bakinu. Hvað þá að það sé réttlætanlegt að við séum ítrekað eins og Lilli beitt órétti og misnotuð freklega af þeim sem við elskum. ÁBYRGÐARLEYSI OG TILFINNINGAKULDI Kærastan minnir stöðugt á sig og gefur honum lítið færi á að snúa endanlega við henni bakinu. Hringlandaháttur hennar og tilfinningakuldi valda Lilla vandræðum m. a. vegna þess að hún verður að því er virðist að vita af tilvist hans og tilfinningum til sín þó að hún beini sínum að öðrum. Ábyrgðarleysi hennar og til- finningar Lilla til hennar valda því að hún nær, því miður enn sem komið er, að draga Lilla hvað eftir annað á asnaeyrun- um og valda honum kvöl og pínu þegar minnst varir. SÁLFRÆÐINGUR OG FÓRNARLAMB Það sem væri hyggilegast fyrir Lilla að gera er að fara aft- ur til sálfræðings og fá hans hjálp til að losna undan þess- um óásættanlegu tilfinningum. Hann á ekki að sætta sig við það að láta hafna sér ítrekað og vera jafnframt varaskeifa fyrir konuna sem hann ann þegar henni þóknast að líta við honum. Lilli á ekki að velja að vera í hlutverki fórnarlambs fyrir konuna. Það er engin mannvera það mikils virði að hún eigi þann rétt að gera lítið úr viðkvæmum tilfinningum annarra til sín. ÞUNGLYNDUR OG LÍFSLEIÐUR Eðlilegast væri að leggja að- aláherslu á það að uppræta þessar ófullkomnu og sárs- aukafullu tilfinningar sem fyrst. Lilli getur ekki lifað eðlilegu lífi á meðan málum er háttað með þessum óheppilega hætti f lífi hans. Hann er þunglyndur og lífsleiður sem er ósköp eðlilegt með tilliti til þess sem á undan er gengið. Góður sálfræðingur eða geðlæknir getur einmitt leitt hann út úr því andlega öngþveiti. Þegar við förum að gæla við það að svipta okkur lífinu þá þurfum við strax fag- lega hjálp. ÁST Á MILLI TVEGGJA EINSTAKLINGA Hvað varðar þá spurningu Lilla hvort að hægt sé að elska tvær persónur á sama tíma er eitt og annað að athuga. Við getum auðvitað elskað fólk á ólíkan hátt. Við elskum t. d. flest börnin okkar og foreldra í sömu andrá. Þegar kemur aft- ur á móti að andlegri sem lík- amiegri ást á milli tveggja full- orðinna einstaklinga er óeðli- legt að hún tengist tveim persónum í sömu andrá. Okk- ur er fyrst og fremst eiginlegt að elska einn tiltekinn einstakl- ing á þennan hátt f einu. Við getum elskað oftar en einu sinni á lífsleiðinni en við elsk- um ekki á réttan hátt tvo ein- staklinga á sama tíma án ótrúmennsku. HEIÐARLEGA OG EINLÆGAR TILFINNINGAR Einmitt sökum þessarar staðreyndar er útilokað að þær tilfinningar, sem konan ber til Lilla, séu eðlilegar. Hún er greinilega tilfinningalega brengluð og það er ekkert sem segir að hún kunni eða geti elskað nokkurn nema sjálfa sig. Hún kann að bera hlýhug til þeirra sem hún tengist. En hún virðist alls ekki getað myndað dýpri tilfinningatengsl við aðra manneskju nema að stórskaða þann sem ann henni. Hún vanvirðir heiðarleg- ar og einlægar tilfinningar. Lilli verður að sjá þennan veikleika konunnar vegna þess að hún, miðað við fyrra atferli, mun halda áfram að toga í hann og bregðast honum trúlega. TILFINNINGALEG FÖTLUN Lilli veltir því fyrir sér hvort það geti verið að hún hati hann en elski ekki. Þessu er erfitt að svara. Heldur er það ósennilegt. Trúlega er skýringa á hegðun hennar að finna í til- finningalegri fötlun hennar. Hún getur að því er virðist ekki tengst annarri mannveru nema á yfirborðinu. Hún hefur aug- Ijóslega ekki haft getu til að rækta þau tengsl sem hún hef- ur gefið líf, auk þess sem hún hefur sært og þjakað þá sem hafa verið svo ógæfusamir að elska hana. Sennilega kemur hegðun hennar hvorki ást eða hatri við. Hún er á einhvern hátt ófær um að elska á sann- an hátt virðist vera. Það er ós- ennilegt að hún hati Lilla. Ef hún gerði það þá væri hegðun hennar sennilega ögn öðruvísi en hún er og hefur verið. VONIR OG VÆNTINGAR Hún leggur ekki beinlínis grjót í götu Lilla. Hún hefur hreinlega togað hann til sín ár- um saman og kveikt hjá hon- um vonir og væntingar um framtíð með sér og brugðist honum síðan fyrirvaralaust án sektarkenndar. Ef hann treystir sér ekki til þess að láta fara svona með sig þá er mál að linni. Betra seint en aldrei. Lilli ætti um tíma að snúa sér að eigin uppbyggingu og láta kon- una afskiptalausa. Eða, eins og hryggi maðurinn sagði: „Elskurnar mínar. Ég hef kynnst sjálfum mér og er það ánægður með mig að ég nenni ekki að vera að svekkja mig meira á þeim sem hafa hafnað mér. Ég álít að sá sem dregst að mér til- finningalega sé heppinn að finna fyrir slíkum tilfinning- um. Ég get nefnilega elskað á einlægan og heiðarlegan hátt án svika og ómaklegra hafnana. “ Með vinsemd, Jóna Rúna ■ „Hún virðist ekki vilja mig því hún fer alltaf frá mér ■ fangið á öðrum þrátt fyr- ir gefin loforð um annað og meira. Ég vil raunverulega ekki missa hana þrátt fyrir þetta." 1. TBl. 1996 VIKAN 43 SALRÆN SJONARMIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.