Vikan


Vikan - 12.04.1999, Side 14

Vikan - 12.04.1999, Side 14
Guðmundur Oddsson var besti vinur Fannars, skólafélagi og jafnaldri. „Að missa Fannar er það voðalegasta sem fyrir mig hefur komið. Ég mun aldrei jafna mig á því. Að hann skyldi deyja í bílslysi fékk mig og skólafélaga okkar Fannars til að hugsa meira um umferðaröryggismál. Við héldum eftirminnilegan fund á 18 ára afmælisdegi Fannars þar sem kaldar staðreyndir komu fram, fund sem enginn gleymir. Við komum einnig upp skiltum þar sem minnt er á bílbeltanotkun og varað við hraðakstri. Ég er ekki frá því að ungt fólk nái betur til jafnaldra sinna en aðrir þegar kemur að fræðslu og umræðu um jafn mikilvæg mál. Slysið og dauði Fannars eru alltaf í huga mér.“ Anna með Jófríði, dóttur sinni, við heimili fjölskyldunnar að Þoru- stöðum 4 í Eyjafjarðarsveit. „Ég stend mig svo oft að því að hugsa um það að Jófríður fái ekki að alast upp með bróður sínum, hvað hefði orðið úr honum, hvernig lífshlaupið hans hefði orðið, hefði hann eignast konu og kannski börn og margt margt flcira! kenna börnum að borða holl- an mat en við notum þetta orð ekki yfir þá aðgerð. Orð- ið forvörn missir sig í þessu samhengi.“ Dauðaslys í umferðinni á síðastliðnu ári voru fleiri en mörg undanfarin ár. Fyrir móður sem missti barn í bílslysi eru slíkar fréttir erfið- ar og ýfa upp sár sem aldrei gróa. „Ég verð svo óskaplega reið þegar ég heyri af bflslys- um og að ungt fólk láti lífið. En mér þykir einnig gott að fjölmiðlar eru farnir að láta þess getið hvað olli slíku slysi. Viðkomandi var ölvaður, ekki í bflbelti, á allt of mikl- um hraða o.s.frv. eru hlutir sem við heyrum í fréttum, en við megum heldur ekki gleyma fréttunum af fólki sem sleppur lifandi og án teljandi meiðsla úr bílslysum vegna þess að notaði bílbelti! Að fá þessar staðreyndir beint í eyrað er hluti af því að minna fólk á að svona er raunveruleikinn," segir Anna og nefnir því til staðfestingar að vinir Fannars hafi haldið fund um umferðaröryggi 20. júní 1996, sama ár og Fannar lést og daginn sem hann hefði orðið átján ára, í þeim til- gangi að ná til ungs fólks og minna það á að aldrei sé of varlega farið í umferðinni. Unga fólkið geti sjálft haft mest áhrif í þessari baráttu því það nái best til jafnaldra sinna, þeirra sem séu í stærsta áhættuhópnum þegar komi að bflslysum. „Þau gerðu þetta þrátt fyrir að vera í miklum sárum svona stuttu eftir slysið og ég dáðist að þeim. Þetta var þó sennilega rétta augnablikið, meðan sár- in voru ennþá opin, því þá náðist svo vel til allra. A fundinn buðu krakkarnir Ragnheiði Davíðsdóttur og hún rak grófan, mikinn og harðan áróður. Hún sýndi myndir af illa leiknum og ónýtum bílum eftir árekstra og veltur og viðtöl við fólk sem hafði verið svipt öllu á einu andartaki og ég vona að þetta sitji ennþá í unga fólk- inu. Húsið var troðfullt af ungu fólki og eftir fundinn var slegið upp afmælisveislu. Þetta var óskaplega ljúft en mikið tók það á. Ég held að allir hafi haft gott af þessu.“ Það er erfitt að hugsa til þess að dauðaslys þurfi til svo fólk fari að velta bættu um- ferðaröryggi fyrir sér. „Að missa barnið sitt er það erfið- asta sem lagt er á nokkurn mann,“ segir Anna og sorg hennar er auðvelt að lesa úr andlitinu á henni. „I slíkum raunum hjálpar manni að hugsa sem svo að það hafi verið einhver tilgangur með dauða Fannars. Það blundaði í mér reiði eftir slysið sem ég vissi ekki alltaf að hverju beindist en auðvitað var ég reið út í Guð, þann sem okk- ur er sagt að öllu ráði. Ég spurði hvað Hann hefði með Fannar að gera, af hverju ég mætti ekki hafa hann hjá mér. Eftir því sem ég hugsaði meira um tilganginn þá veit ég að honum var ætlað annað hlutverk. Mér finnst afskap- lega gott að trúa því og minningarnar á maður, þær tekur engin frá manni.“ aukna löggæslu, það hefur sannað sig að með aukinni gæslu þá gæta menn frekar að sér og það kemst jafnvel upp í vana! En þar vantar fjár- magn. Bílafloti íslendinga hefur stækkað gífurlega, en hvað með þá með sem gæta eiga laga og réttar hefur þeim fjölgað í samræmi við það. Ég er ansi hrædd um ekki! Ég hef líka velt því fyrir mér hvort orðið - forvarnir - eigi nógu vel um hluti er snúa að umferð og öryggi, hvort það sé ekki of mikið notað. Ég ræddi þetta við Ragnheiði Davíðsdóttur hjá VÍS og nefndi að orðið fældi frá. Við ættum að sjálfsögðu að taka umræðu um umferðaröryggi sem eðlilegri fræðslu í upp- eldinu eins og það að borða hollan mat og klæða sig vel. Það er ákveðin forvörn að ur á bremsuna og hvað gerist þá? Ég var ánægð þegar punktakerfið var tekið upp en ég hefði viljað sjá tekið enn harðar á þessum málum. Það á tvímælalaust að sekta fólk sem brýtur af sér og hækka sektirnar. Fólk horfir alltaf í peningana. Ef fólk fer yfir leyfilegan hámarkshraða á að svipta það ökuréttindum á staðnum. Það eru margir ósammála mér og m.a. mað- urinn minn. Hann vill meina að hámarkshraði eigi að fara eftir aðstæðum sem krefst þess að vegi þyrfti að merkja mjög vel. Ég er hins vegar ekki sammála þessu. Það eru kindur og hross víða á veg- um, sem skapa skelfilega hættu. Við þurfum að miða við aðstæður eins og þær eru en áður en hægt er að breyta nokkru þyrfti að girða af all- an búfénað sem gengur laus með afleiðingum sem allir þekkja. Ég vil líka sjá stór- 14 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.