Vikan - 12.04.1999, Page 19
Púsluspil
Vikunnar!
Klipptu út alla þrjá bitana sem birtast
neðst á síðunum og sendu okkur.
Fjöldi stórglæsilegra
sumarvinninga í boði!
Þetta er ósköp einfalt: Þú klippir út miðann hér
neðst á síðunni og geymir hann. í næstu tveim
tölublöðum birtast hinir tveir bitarnir úr púsluspil-
inu og þegar þú hefur safnað þeim öllum sendir þú
okkur miðana ásamt nafni þínu og heimlisfangi og
ert þar með dottinn í lukkupottinn.
Dregið verður úr lukkupottinum og hinir heppnu
hljóta glæsilega vinninga:
50.000 kr.
vöruúttekt hjá Fálkanum á útivistar-
fatnaði og skóm að eigin vali.
30.000 kr.
vöruúttekt hjá Fálkanum
á útivistar-fatnaði að eigin vali.
5.000 kr.
vöruúttektir hjá Fálkanum
á viðlegu-búnaði að eigin vali.
Klippið út og geymið! Síðasti
bitinn birtist í næsta tölublaði!
Á leið í brúðkaupsferð. Ástfangin leiddust þau í upphafi en
ferðin hefur snúist upp í martröð.
svölunum og Greg eyðir
dögunum við sundlaugina
og horfir á fallegar konur.
Greg segir þau ákaflega
ólík hjón með ólíkan bak-
grunn. „Ég hef áhyggjur af
því að geta ekki veitt henni
það sem hún er vön að fá.
Pabbi hennar á bensínstöðv-
ar og fjölskyldan býr í ein-
býlishúsi í hverfi efnafólks í
Birmingham. Pabbi minn er
námuverkamaður og ég er
alinn upp við lítil þægindi.“
Carla hefur sagt Greg að
hún elski hann ekki, a.m.k.
ekki ennþá. „Það er ekki
þar með sagt að hún eigi
aldrei eftir að elska mig,“
segir hann bjartsýnn. „Ég er
ákveðinn í að láta hjóna-
bandið ganga. Ég get ekki
hugsað mér að hlusta á fólk
segja eftir á að þetta hafi
verið vonlaust frá upphafi.
Ég treysti því að allt fari á
betri veg þegar við komum
aftur heim til Englands og
förum að búa saman og lifa
venjulegu lífi.
Carla er ekki eins bjart-
sýn á framtíðina. „Ég sakna
mömmu og fjölskyldunnar,“
segir hún. „Ég hlakka til að
komast heim til Englands og
fara út að skemmta mér
með vinkonum mínum eins
og ég er vön að gera. Greg
segist sætta sig við það og
það er líka eins gott fyrir
hann. Nú hef ég verið með
honum, allan daginn, alla
daga, í tvær vikur. Mér þykir
það leiðinlegt, en ég hef
komist að því að ég er ekki
ástfangin af honum. Ég geri
mér grein fyrir því að brúð-
kaupið vakti mikla athygli
og veit um skoðanir fólks á
því að það sé brjálæði að
æða í hjónaband ef ástin er
ekki til staðar. Ég bið fólk
einfaldlega um að sýna okk-
ur þolinmæði, það er enginn
kominn til með að segja að
ég geti ekki elskað Greg
með tímanum.“
Þrátt fyrir þessar yfirlýs-
ingar er helst að heyra á
Cörlu að hún sé enn ekki
búin að átta sig á því að hún
sé í raun og veru gift Greg.
„Enn sem komið er treyst-
um við hvort öðru ekki full-
komlega. Og stuttu seinna
segir hún:- „Hvers vegna ætti
ég ekki að líta í kringum
mig, ég er ennþá ung. Samt
sem áður er ég ánægð með
að hafa „unnið“ Greg í
keppninni í stað þess að
hitta hann á einhverjum
barnum. Þá skærum við
okkur ekki úr fjöldanum.“
Lokaorð Cörlu eru ekki til
þess að fylla Greg bjartsýni:
„Mér var í raun alveg sama
hvaða keppandi varð fyrir
valinu. Ég hefði gifst þeim
öllum, eingöngu til þess að
fá alla þessa athygli."
BIG
Big pack útivistar-
fatnaður er þýsk
gæðavara. Falleg-
ur og vandaður
klæðnaður með
góðri vatnsvörn og
mikilli útöndun.
Fisléttur og fínn.
Nú er tækífærið fyrir lesendur Vikunnar að
verða sér úti um frábæran útivistarbúnað
frá Fálkanum við Suðurlandsbraut.
Glæsilegir vinningar