Vikan


Vikan - 12.04.1999, Page 21

Vikan - 12.04.1999, Page 21
h e a rð heimavinnandi „húsfaðir“ Svcinbjörn við eldhúsgluggann,' það er hann sem ræður lögum o lofum innan heimilisins! mikið betur og allt heimilis- lífið er í betra jafnvægi Eg viðurkenni að það að hætta í krónubaslinu og fara yfir í starfsemi af þessu tagi var mikið átak, reyndar al- ger kúvending. Ég hafði alltaf verið í þessu dæmi- gerða karlmannshlutverki „skaffarans“ en núna er ég ekki bara heimavinnandi, heldur með kostnað af því að ég er í námi“. „Eg var búinn að starfa við pólunina hér heima í svolítinn tíma þegar ég sá auglýsingu um kynningu á fyrirhuguðu námi í hómópa- tíu og ég fór þangað. Það þarf ekkert að orðlengja það, ég fann strax að þar átti ég heima og ég ákvað að fara í þetta nám. Hómópa- tía, eða smáskammtalækn- ingar, er fjögurra ára nám og ég er að ljúka fyrsta árinu. I hómópatíunni er alltaf verið að leita að heildrænni lækn- ingu, þ.e.a.s. finna remedíu sem passar einstaklingnum og er lík honum. Þessi rem- edía er eins og lykill að ein- staklingnum. Rétt eins og þegar þú færð lyklakippu með fjölda lykla á, en að- jj eins einn þeirra passar að svissin- um á bílnum þínum og setur hann í gang. Þannig virkar rétta remedían á hvern ein- stakling, líkamanum er gefin uppskriftin að því að lækna sig sjálfur. Þetta eru aðferðir sem ég finn að ég á heima í - pólunin sem kemur jafnvægi á líkamlegt, andlegt og til- finningalegt heilbrigði mannsins og hómópatían sem gefur líkamanum upp- skrift að því sem hann þegar kann, en hefur gleymt hvernig á að nota. A Ssga þennan hátt _ er ' JJJ : • i S>_ tfiSS v, 'ZJ. ’rig hægt að leiða fólk frá van- heilsu til heilbrigðis og það er það sem ég vil gera við lif mitt. Ég hef ekkert auglýst eða kynnt mig eða þessa starf- semi nema hvað ég hef laumað boðsmiðum í með- ferð að þeim sem ég um- gengst. Svona starfsemi spyrst út meðal vina og kunningja og þeir sem hafa komið og fengið einhverja bót benda öðrum á að prófa. Sem betur fer eru það alltaf fleiri og fleiri sem vilja byggja upp líkama og sál á heilbrigðan hátt og lifa í ' fisg& sátt við sjálfa sig. » J titi! Vikan 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.