Vikan


Vikan - 12.04.1999, Side 22

Vikan - 12.04.1999, Side 22
Þórunn Stefánsdóttir tók saman. JJ5JTÍ i3J\U r'/JJJ j'/'ríJJjJjJ Þaö er engin goösögn aö heitt baö fyrir háttinn fái Óla lokbrá til þess aö mæta með regnhlífina sína. Um þaö bil einni klukkustund fyrir venjulegan háttatíma fellur líkams- hitinn um eina gráöu. Þaö eru boö til heilans aö nú sé kominn háttatími. Á sama hátt fellur líkamshitinn eftir heitt baö og heilinn skynjar sem svo aö viö séum orðin þreytt og tími sé kominn til þess aö skríöa undir sængina. BJARTSYNIR REYKINGAMENN Allir vita aö þaö er óhollt aö reykja en reykinga- fólk lokar augunum fyrir afleiöingunum. I banda- rískri könnun voru 7000 manns beðnir aö meta líkurnar á því aö ná 75 ára aldri. Þeir sem aldrei höföu reykt, fyrrverandi reykingamenn og þeir sem reyktu einstöku sinnum reyndust raunsæir í spám sínum. Þaö var aftur á móti annað uppi á teningnum þegar kom að reykingamönnunum. Þeir voru óraunsæir og bjartsýnir í spám sínum. Staðreyndirnar segja aö þeir sem byrja aö reykja ungir og halda því áfram fram á efri ár stytti lífaldur sinn aö meðaltali um 10-15 ár. ERTU ALLTAF í MEGRUN? Ertu óánægö meö líkama þinn? Mundu þá aö þaö eru e.t.v. átta konur í öllum heiminum sem eru „Súpermódel". Aörar konur þessa heims, u.þ.b. þrír millj- aröar, hafa alls ekki svona líkama. • 90 prósent kvenna f hinum vestræna heimi óska þess aö þær væru grennri. • 75 prósent eru stööugt aö reyna nýja megrunarkúra. • 96 prósent megrunarkúranna virka ekki. • Fyrir 25 árum voru sýningarstúlkur 8% léttari en „venjulegar" konur. í dag eru þær 23% léttari. • Jafnvel þær konur sem haldnar eru anorexfu eru grennri nú en þær sem til heyra næstu kynslóð á undan. Þetta kemur fram í upplýsingum sem enska Body Shop verslanakeðjan hefur safnað saman í viöleitni sinni til aö auka sjálfsálit kvenna. RAUÐEYGÐ I LAUGUNUM? Veröur þú rauðeygð þegar þú ert búin aö fara í laugarn- ar. Þá er hugsanlegt aö þú sért meðal þeirra sem hafa of- næmi fyrir gasinu sem myndast þegar klór blandast svita og þvagi. Þetta gas, nitrogen trichlorin, getur myndaö ofnæmiseinkenni sem koma fram sem særindi í hálsi, hósti og sviöi í augum FARÐU SADDUR I PR0FIÐ Eru prófin fram undan? Þá skaltu þiggja þessi góöu ráö frá næringarfræðingum. Boröaöu staögóöan morg- unmat, en gættu þess aö boröa ekki of mikið. • Haföu meö þér nesti (ekki of fituríkt). • Boröaöu á þriggja tíma fresti. • Taktu mér þér eitthvað gott aö drekka. Ef þú ert van- ur/vön aö drekka kaffi eru prófdagarnir ekki rétti tím- inn til þess aö hætta því. Þaö getur valdið því aö þú færö höfuðverk. ' • Ekki boröa mikinn sykur. Það veldur 1 sveiflum í blóösykrin- um. En þaö er í lagi aö boröa sykur ef þú borðar hann um leiö og staðgóðan mat. FL0TTIR SKALLAR Sköllóttir karlar hafa orð á sér aö vera ,,töff“ og kynþokkafullir og þaö leynist sannleiks- korn í því orðspori. Aöalkarlhormóniö testó- sterón örvar hárvöxt í húðinni, og það gerir suma karlmenn óvenju loðna á skrokknum. En í rótum hársins er enzým sem breytir testósteróninu í enn sterkara hormón og þaö veldur því aö karlmenn missa hárin á höfö- inu. Þaö er því alls engin ástæöa til þess að skammast sín yfir skallanum. Þvert á móti er skallinn ótvírætt tákn um karlmennsku. SAKLAUS HÖFUÐVERKUR Þegar við fáum sáran höfuöverk höfum viö áhyggjur af því aö eitt- hvaö alvarlegt geti amaö aö okkur, svo sem æxli í höföi eöa lé- legar blóðæðar. En höfuðverkur er sjaldnast hættulegur. Al- gengastu orsakir hans er aö finna í matarvenjum okkar. Ein- k staka matur, svo sem jarðarber og súkkulaöi, geta orsakaö höfuðverk. Prófaöu þig áfram og reyndu aö komast aö því hvort þú fáir höfuðverk af þessu eða öörum matvörum. Stíflur í nefi og ennisholum geta einnig valdiö höfuöverk og í einstöku tilfellum p-pillan.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.