Vikan


Vikan - 12.04.1999, Qupperneq 32

Vikan - 12.04.1999, Qupperneq 32
Texti: Steingeröur Steinarsdóttir Myndir: Björn Blöndal o.fl. Edda Björnsdóttir Lyberth er búsett á Suöuestur-Græn- landi í litlum bæ sem heitir Qaqortoq eða Hvítanes í ís- lenskri þýðingu. Danir kalla bæinn Julianneháb. Þar bjuggu fyrr á öldum íslendingar sem fylgdu Eiríki rauða svo Edda segist hafa fetað í fótspor for- feðranna. Hún var að hluta alin upp við Breiðafjörð þannig að hún kemur af sömu slóðum og Ei- ríkur bjó á áður en hann lagði upp í Grænlandsför sína. En hvers vegna fór ung kona ofan af ís- landi til Grænlands? cj - r “ T 1/ / Oi/ ariPTíi a \ 'tó.v m ■" Edda Björnsdóttir Lyberth á briíAkaupsdaginii ásamt nni og tveimur elstu börnuni Mörtn iMaríii og Jonna. nianni sin- Þ! egar ég var unglingur (flutti pabbi til Grænlands ,, ■ og ég vandist á aö fara í sumarheimsóknirtil hans. Hann bjó fyrst á Austurströndinni, í Kulusuuk, og þar er mun eyði- legra en hér. [ einni sumarheim- sókninni ferðuðumst við hingað til Suðvestur-Grænlands og þá heillaðist ég. Hér er landslagið svo spennandi, magnað og allt öðruvísi en annars staðar í heiminum. Mér fannst ég vera komin heim. Það má segja að ég hafi orðið ástfangin af land- inu. Ég ákvað svo eitt sumarið að verða eftir og dvelja eitt ár. Sig- ríður systir mín bjó hér þá líka svo það má segja að næstum öll fjölskyldan hafi verið búsett hér. Þennan vetur kynntist ég mann- inum mínum, Kaj Lyberth, en það kom ekki til af góðu. Ég var vægast sagt ekki sleip í dönsk- unni og hann var eini maðurinn sem gat talað ensku. Hann er einn af sonum þessa lands og það var ekki erfitt að heillast af honum. Ef við gefum okkur það að íbúar beri nokkurn keim af landinu sem þeir búa í þá gustar stöðugt um fsland. Þar eru einnig eldgos og hverir og geng- ur alltaf óskaplega mikið á. Þannig eru íslendingar að vissu leyti líka. Hér á Grænlandi eru þessar miklu stillur og frost. Allt er frosið og kyrrt allan veturinn og stillt og bjart á sumrin. En það má ekki vanmeta fólkið frek- ar en kraftinn sem býr í landinu. Á vorin þegar snjóa tekur að leysa brotna geysistór ísstykki úr skriðjöklunum á Austurströndinni og berast með hafstraumi hing- að til okkar. Það er magnaður kraftur sem leysist úr læðingi þegar ísinn er að ryðja sig en þetta er í hugum Grænlendinga Ijúfur vorboði." Qaqortoq er 3.500 manna skólabær. Þar er verslunarskóli, menntaskóli, lýðháskóli og iðn- skóli. Atvinnulíf í bænum snýst að mestu leyti um skólana sem kona tómstundaheimilis fyrir börn. „Þetta er líkt og á litlum stöð- um á íslandi. Hér eru allir allt í öllu. Kaj rekur litla staðbundna sjónvarpsstöð og við gerum þætti og vinnum fréttir. Stundum birtist efni frá okkur í ríkissjón- varpi Grænlands. Kaj er í hljóm- sveit hér á staðnum og í bæjar- stjórninni en sjálf er ég meira í menningarmálunum. Ég kem oft að skipulagningu menningarhá- tíðar Sólstöðuhátíðarinnar sem haldin er hér einu sinni á ári að jafnaði í kringum 17. júní. Á hana koma alltaf margir lista- menn frá Norðurlöndunum, þeirra á meðal íslenskir. Bubbi Mortens hefur komið hingað, Bergþóra Árnadóttir og Kormák- ur Geirharðsson sem kom hing- að með hljómsveit sína. Nýlega kom hingað Gunnar Marel skip- stjóri en hann er að byggja vík- ingaskip. Hér eru miklir menningarstraumar og hingað kemurfólk alls staðar að úr heim- inum svo sem kónga- fólk og listafólk og einnig er verið að byggja upp ferðamannaiðnað hér. Við höfum jafnvel tekið á móti fólki sem komið hefur alla leið frá Japan. Listafólk og aðrir sem eru „heimsþekktir" í Danmörku koma hingað mjög gjarnan, þeirra í meðal má nefna Birgitte Grim- stad. Félagslífið hér er fjörugt og alltaf eitthvað að gerast, veislur, listsýningar, gjörningar og aðrar uppákomur. Það má því segja að hér sé alltaf eitthvað að ger- ast þótt það gerist aldrei neitt. Ég tek fullan þátt í lífinu hér og mér hefur verið vel tekið af fólk- inu. Mér finnst ég ekki ein- angruð, enda lífið svipað og úti á landi á íslandi. Staðurinn minnir mig oft á Stykkishólm. En er það ekki háttur íslendinga að aðlag- ast aðstæðum á hverjum stað og finnast þeir aldrei vera út- lendingar neins staðar? Henrik Lund, ræðismaður íslands á Grænlandi, býr hér og hann flaggar íslenska fánanum á sunnudögum. Hann er jafnframt borgarstjórinn okkar í Qaqortoq og mikill íslandsvinur." Edda á fimm börn og tvö þeirra búa á íslandi. Elsta dóttir hennar, Marta María Jónasdóttir er fatahönnuður og stílisti. Jonni Jónasson er sjómaður á íslandi en þrettán ára sonur hennar, Emil Lyberth, er nú að læra handtökin við búskap í Vatna- hverfi á Grænlandi. Heima hjá Eddu í Qaqortoq eru því aðeins tvær yngstu dæturnar, þær Mar- ía níu ára, og Thelma, þriggja ára. Thelma var skírð (höfuðið á Thelmu Ingvarsdótturfegurðar- drottningu sem passaði Eddu heima í Skerjafirði þegar Edda var lítil. Hún man vel Ijúf- mennsku Thelmu og hlýju og því þjóna öllu Suður-Grænlandi. Kaj; maður Eddu, kennir við mennta- skólann og sjálf er hún forstöðu- Þaft er augljóslcga lílill vandi að verða ástfang- inn af þessu landi. 32 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.