Vikan


Vikan - 12.04.1999, Qupperneq 52

Vikan - 12.04.1999, Qupperneq 52
Leikhússpjall Svölu Arnardóltur og Arthúrs Björgvins Fegurðardrottningin frá Línakri í Borgarleikhúsinu Fegurðar- drottningin frá Linakri cftir Martin McDonagh; ís- lensk þýðing; Karl Guð- mundsson; lcikstjóri: Mar- ía Sigurðar- dóttir; lcik- hljóð: Baldur Már Arngríms- son; Lýsing: Kári Gíslason; Leikmynd og búningar; Stcinþór Sig- urðsson; lcikar- ar: Margrét Helga Jó- hannsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Ellcrt A. Ingi- mundarson, Jóhann G. Jó- hannsson □ Það er gaman að því, hvað forráðamenn ís- lensku leikhúsanna hafa verið naskir að finna ný og spennandi verk á seinni árum. Með þessari þefvísi sinni hafa þeir gefið Mörlandanum færi á að fylgjast með því sem er að gerast í alþjóðlega leikhúsheim- inum. Og enn einu sinni hafa þeir dottið niður á forvitnilegt verk sem á svo sannarlega erindi við áhorfendur. □ Já, að þessu sinni er okkur boðið inn á írskt sveitaheimili, þar sem er þó ekki hægt að segja að mikil sveitasæla sé ríkjandi. Þvert á móti er loftið á þessu írska heimili vægast sagt lævi blandið. Þarna búa mæðgur sem eyða tímanum aðallega í að pynda hvor aðra. □ Og það er ekki nóg með að þær reyni að vera sem kvikindislegastar hvor við aðra, heldur beita þær líka beinlínis líkamlegu ofbeldi. B Þetta samband Folan-mæðgnanna er sá ás sem verkið snýst að mestu um. Móðirin er gamalt og eigingjarnt fól sem beitir öllum brögðum til að kviksetja dóttur sína á heimilinu. Hún er svo hrædd við að verða ein að hún gerir allt sem hún getur til að halda dóttur sinni frá eðlilegu lífi, svo að það sé öruggt að hún komist ekki í burtu. Dóttirin er orðin fertug og á góðri leið með að pipra. Henni tekst að vísu ekki að brjótast undan valdi móður sinnar; aftur á móti er hún ötul við að ná sér niðri á kerlingunni, og þar svífst hún einskis. □ Nú er þetta auðvitað nöturleg mynd af sambandi mæðgna. Hins veg- ar er að mínu viti þarna verið að fjalla um vanda sem er mjög almennur í mannlegum samskiptum. Eg hef á til- finningunni að höfundur hafi beint eða óbeint orðið fyrir áhrifum af þeirri umræðu sem menn hafa kennt við „tilvistarspeki". Það er einmitt haft eftir einum fræg- asta talsmanni þeirra fræða, heimspekingnum og leikskáld- inu Sartre, að mennirnir séu hver um sig eins og egg og geti aldrei komist inn fyrir skurnina hver hjá öðrum. Þess vegna séu mannleg samskipti beinlfnis dæmd til þess að vera stöðug barátta. □ Æ, Arthúr minn, nú ertu kannski farinn að láta heimspekina teyma þig á villigötur. Eg held að þetta verk fjalli ekki um sambandsleysi fólks, heldur meira um eignarhald og það vald sem við höfum hvert yfir öðru, - eða jafnvel þetta grimma fangelsi sem við setjum hvert annað í, - oft án þess að vilja það. □ Það er einmitt það sem ég var að segja, enda er ein fleygasta setning sem höfð er eftir fyrrnefndum Sartre á þessa leið: „Augnaráð hinna, það er helvíti“. Þar er hann einmitt að vísa til þess hvernig við múrum hvert annað inni. H Þarna er ég reyndar alveg sam- mála honum Sartre þínum. Þennan anga af tilvistarspekinni er hægt að heimfæra upp á verkið. Annað sem mér finnst athyglisvert er það, hvernig höfundurinn lætur samband mæðgn- anna endurspegla samfélagsástandið á írlandi, ekki síst ofbeldið og niður- læginguna sem Irar hafa orðið að þola af Englendingum. □ Sem er jú eitt af einkennum góðs skáldskapar: Að láta það stóra birtast í því smáa. Svo er eitt enn sem er rétt að nefna. Mér finnst það áberandi í byggingu þessa verks að höfundurinn er af sjónvarps- og myndbandakyn- slóðinni. Leikritið er sett saman úr frekar stuttum atriðum sem eru klippt í sundur með ljósunum. Þetta minnir oft á klippingar í sjónvarpi eða bíó- myndum. Reyndar er vel hægt að hugsa sér þetta leikrit sem þáttaröð í sjónvarpi. 0 Eins fannst mér þessi ofbeldis- hætta, sem stöðugt vofir yfir í verkinu, minna mig á ofbeldismyndir samtím- ans, ekki síst þegar dóttirin brennir hendur móður sinnar. Þessar tilvísanir í kvikmyndir eru farnar að verða al- 52 Vikan gengar í nútímaleikritum. Ég held að leikskáld þurfi að fara varlega með þetta. Þó að þetta séu um margt skyldir miðlar, þá eru þeir líka ólíkir og í leikhúsi geta svona atriði orðið yfirborðskennd. □ Mikið fannst mér Margrét Helga andstyggileg í hlutverki móðurinnar. Það beinlínis lak af henni kvalalostinn þar sem hún sat, pírði augun og geifl- aði á sér andlitið í ruggustólnum. Það er ekki á Margréti logið, að hún er ein af okkar allra bestu karakterleikkon- um. □ Já, þetta er ótrúlega meitluð og flott karaktersköpun hjá henni. Ég gæti ímyndað mér að hún myndi sóma sér vel í þessu hlutverki í sjónvarpi, þar sem öll smáatriðin nytu sín til fulls. □ Sigrún Edda fer líka vel með sitt hlutverk. Maður skynjar oft og tíðum sársaukann, bælinguna og innibyrgða reiðina sem er búin að hrannast upp á löngum tíma í sálinni. Henni tekst að vekja mikla „samlíðan" hjá áhorfend- um. 0 Ellert A. Ingimundarson er þarna í hlutverki sem er eins og klæðskera- sniðið fyrir hann sem leikara. Hann er bæði einlægur og kraftmikill, en um leið óheflaður og dálítið umkomu- laus. Og nýliðinn Jóhann G. Jóhanns- son er eins og stokkinn út af írsku lág- stéttarheimili, þar sem menn eru með fótbolta í höfuðstað. Honum tekst að vera alveg einstaklega álappa- og þunnildislegur. Hann lofar góðu. □ Leikstjórinn María Sigurðardóttir veit augljóslega upp á hár hvað hún er að gera. Og ekki má gleyma þýðingu Karls Guðmundssonar, sem er á kjarngóðri íslensku, auk þess að vera lipurt talmál. Þar leggjast leikarinn og ljóðaþýðandinn á eitt. H Sviðsmyndin er vel útfærð og nostursamlega unnin. Bergfléttan í kringum subbulegt húsið, rigningin á gluggunum og draslið í íbúðinni, - allt hjálpar þetta til að mynda trúverðug- an ramma um andrúmsloftið á heimil- inu. Lýsingin átti líka sinn þátt í að draga fram kosti sviðsmyndarinnar. □ Sem sagt: Athyglisverð og vel heppnuð sýning sem vert er að mæla með.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.