Vikan


Vikan - 12.04.1999, Page 55

Vikan - 12.04.1999, Page 55
mark sitt á allt mitt líf verslaði allt sem hönd á festi. Ég, sem alla tíð hef verið frekar reglusamur á vín, lagðist í sukk og rugl og var lengi í ákaflega skraut- legum félagsskap. Á þessum tíma bjó ég einn úti í bæ en sem betur fer endaði man- íukastið þegar ég var lagður inn á sjúkrahúsið enn einu sinni. NYTT LIF MEÐ NYJU LYFI Læknirinn minn sá nú að þetta lyf gerði mér allt annað en gott og ákvað að gera eina tilraun enn. Lyfið sem ég reyndi nú var í raun og veru flogaveikislyf en það undar- lega gerðist að það hentaði mér fullkomlega og smám saman fór líðan mín að batna. í framhaldi af því fór ég í áfengismeðferð og nú fannst mér ég geta farið að lifa eðlilegu lífi á nýjan leik. Ég þurfti eiginlega að byrja lífið alveg upp á nýtt. Allar eigur mínar voru farn- ar veg allrar veraldar og ég var með tveggja milljón króna skuld á bakinu. Sú skuld var aðallega tilkomin eftir maníuna. Á þeim tíma hafði ég eytt og sóað í allar áttir og haldið alls kyns „vinum" og drykkjufélögum uppi. Á næstu árum tókst mér að greiða skuldina upp, smátt og smátt með hjálp góðra manna. Nú eru liðin 13 ár frá því að ég byrjaði að taka floga- veikislyfin sem breyttu lífi mínu til batnaðar. Éyrir 5 árum giftist ég á nýjan leik og við eignuðumst son. Sú kona skildi einnig við mig eftir að sjúkdómurinn tók sig upp aftur fyrir tæpum tveimur árum. Ég kenni því um að ég varð að hætta að taka lyfin um tíma, vegna þess að þau voru farin að valda miklum og hættuleg- um aukaverkunum. Fyrir nokkrum mánuðum varð ég rnikið veikur enn á ný og þá var ég aftur settur á gömlu lyfin og fór mér þá strax að líða betur. í dag stend ég einn uppi. Ég er þess meðvitaður að ég verð að gæta mín á öllum ytri áreitum og lifa rólegu og heilbrigðu lífi. Ég vona að ég geti haldið áfram að taka lyfin sem halda mér gangandi því ég get ekki hugsað mér að veikjast aft- ur. Það er hræðilegt að verða fórnarlamb þessa sjúkdóms. Honum fylgja miklar andlegar þjáningar og ekki bætir úr skák hversu mikla fordóma fólk hefur al- mennt gagnvart þunglyndu fólki. Oft spurði ég Guð í vanmætti mínum hvers vegna hann legði þetta á mig. En auðvitað veit ég að það þýðir ekkert að gefast upp. Ég veit líka að ef Guð gæti svarað mér myndi hann svara sem svo að hann leggi aldrei þyngri byrðar á bök okkar en við getum ráðið við.“ ~ lesandi segir Þórunni Stefánsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okk- ar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. I leimilisláiij»ið er: Vikan • „Lífsrevnsliisa}»a“, Seljavej’iir 2. 101 Reykjavík, k Nellanj>: vikan@frodi.is Vikan 55

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.