Vikan


Vikan - 12.04.1999, Page 57

Vikan - 12.04.1999, Page 57
basalfrumukrabbameini hafi verið greind á árinu 1997en líklegt er að þau séu enn fleiri því sennilega senda ekki allir meinafræðingar inn sínar tölur, enda vita þeir að þær eru ekki taldar með í heildartölunni. Á árinu 1997 greindust 70 önnur húðkrabbamein en inni í þeirri tölu eru ekki þau mein sem greinast á byrjunarstigi. Sortuæxli eru alvarlegustu húðkrabba- meinin; þau eiga upptök sín í litfrumum húðarinnar. Sortuæxli byrja í yfirhúðinni en dreifa sér niður í leður- húðina. Eftir því sem æxlin verða þykkari eykst hættan á því að þau dreifi sér um líkamann. Sortuæxli sem kemur sér fyrir í einhverjum innri líffærum, eins og t.d. lifur, er sérlega erfitt viður- eignar. Basalfrumukrabbamein eru oftast bundin við húðina en við augnkróka, á nefrót, í hársverði og víðar geta þau grafið sig mjög djúpt. Þess eru dæmi, þótt sjaldgæf séu, að á þeim stöðum nái krabbameinið að grafa sig alveg inn að heilahimnu en bllen Moonej, liiiosjiik dúiiialæknir: „IMcðfæddir lilctlir sem ltii injög slúrir crii líka varasamir." eigi frekar á hættu að fá sortuæxli. Meðfædd- ir blettir sem eru mjög stórir eru líka vara- samir.“ 11Iit Berg (iisladottir það er einungis ef þau fá að vaxa án meðferðar í mörg ár. Þótt basalfrumukrabba- mein geti verið erfið við- fangs í þessum tilfellum eru þau oftast mjög auðlæknan- leg. Basalfrumukrabbamein geta skapað útlitslýti. Flögu- þekjukrabbamein er þriðja gerð húðkrabbameina. Þau myndast í yfirhúð og á þeim og basalfrumukrabbamein- um er útlitsmunur. Þau geta dreift sér en það er þó sjald- gæft. Húðkrabbamein eru yfir- leitt meðhöndluð með skurðaðgerð, blettirnir eru numdir burt. Það þekkist að basalfrumu- og flöguþekju- krabbamein séu meðhöndl- uð með geislum en það er undantekning. Um húð- krabbamein, eins og aðrar tegundir krabbameina, gild- ir að því fyrr sem þau grein- ast því læknanlegri eru þau. Fólk ætti að fylgjast vel með blettum á líkamanum og láta skoða þá ef breytinga verður vart. Það hefur verið sýnt fram á að þeir sem eru með óreglulega fæðingar- bletti, þ.e. bletti sem eru óreglulegir að lögun og lit, Hlíf Berg Gísladóttir Hlíf fór til Ellenar Mooney þegar hún varð vör við að fæðingarblettur sem hún var með var tekinn að breytast. „Ég var búin að vera með þennan blett í mörg ár en tók eftir að hann fór stækk- andi. Ellen byrjaði á að skera blettinn af og senda hann í greiningu. Þá kom í Ijós að hann var illkynja og ég fór í röntgenmyndatöku, skann og blóðprufur því hugsanlegt var að meinið hefði dreift sér inn í lík- amann. Ég fór það tímanlega að krabbameinið hafði ekki náð að breiða úr sér. í mínu tilfelli varð algjör bati. Þrátt fyrir það er ég komin í áhættuhóp og fer reglulega í skoðun. Mér skilst að næstu þrjú árin skeri líklega úr um hvort eitthvað verður meira úr þessu, en engu að síður mun ég fara reglulega í eftir- lit í 5 ár. „ Hæftumerki Flest sortuæxli eru orðin a.m.k. 5 mm í þvermál þegar þau eru greind. Þau eru oft litskrúðug og í þeim geta blandast saman brúnir litir, hvítt, bleikt og svart. Oregluleg lögun og upphækkað svæði í blettinum en sjaldnar kláði, særindi eða verkur á staðnum geta ver- ið vísbending um sortuæxli. Ef litur blettsins dreifir sér út í húðina umhverfis hann, eða hún orðin rauð eða litlaus, gæti verið um sortuæxli að ræða.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.