Vikan


Vikan - 07.06.1999, Blaðsíða 4

Vikan - 07.06.1999, Blaðsíða 4
Kæri lesandi... Tíska . , og vorhatiðir Sjómannadagurinn er liðinn. Þótt þeim sem starfa á sjó eða við sjávarútveg á íslandi hafi fœkkað nokkuð á síðastliðnum árum heldur þjóðin enn þeim skemmtilega sið að halda sjómannadaginn hátíðlegan um allt land. Margir klæða sig og börnin upp á, storma á mannamót, spóka sig innan um mann- fjöldann, skoða skipin í höfninni og skemmta sér við að horfa á koddaslag ogfleiri, hefðbundin skemmtiatriði dagsins. Og það er ekki langt í nœstu hátíð, þvíþjóðhátíðardagurinn, eða sautjándinn eins og flestir kalla hann, er skammt undan. Þegar ég var lítil fékk ég alltafný föt fyrir þessar útihátíðir. Nýir strigaskór, heimasaumaðar kápur og kjólar og skrautlegir borðar í fléttum og tíkarspenum voru einkennisbúningar lítiUa stelpna í skrúðgöngunum. Sem beturfer er þetta enn svona á íslandi, að því undanskildu að heimasaumuðu flíkurnar hafa nú vikið fyrir merkjavöru. Mœðurnar fá útrás fyrir vorfiðringinn og kaupgleðina í að kaupa falleg og litskrúðug föt á litlu englana sína fyrir sumarið og nota þessar íslensku vorhátíðir sem kjörið tilefni til að láta verða afþví. Búðirnar eru fullar af fallegum sumarfatnaði og skóm og við á Vikunni máttum til að fá útrás fyrir þessar vorhvatir okkar með því að gefa lesendum, sérstaklega mömmum og ömmum, sýnishorn afdýrðinni. Inni í blaðinu erfallegt úrval af sundfatnaði á þau minnstu og glæsilegum tískufatnaði á börnin. En það er ekki eina umfjöllunin um tískuna í Vikunni að þessu sinni, því María Solveig Héðinsdóttir skrifar um hinn harða húsbónda, tískuna. Að öðru leyti er Vikan rétt eins og hún á að sér, full af skemmtilegu lesefni, fróðleik og fallegum myndum. Við bjóð- um tneðal annars upp á smásögu í léttum dúr eftir Þórunni Stefánsdóttur: Fjöldamorð undir sólinni. Tvær alvarleg- ar lífsreynslusögur eru meðal efnis, viðtöl við þekktar konur, m.a. nýkjörinn þingmann austan aflandi, Þuríði Bachmann, sem nú þarfað flytjast búferlum, grein um breytingaskeið karla og svo mœtti lengi telja. Sem sagt enn ein góð Vikan í vœndum og ég er viss um að þessi Vika endist mörgum miklu lengttr en út vikuna. Jóhanna Harðardóttir Steingerður Hrund Margrét V. Steinars- Hauksdóttir Helgadóttir dóttir blaðamaður blaðamaður blaðamaður Kristín Anna B. Guðmundur Guðmunds- Þorsteins- Ragnar dóttir dóttir Steingrímsson auglýsinga- auglýsinga- Grafískur stjóri stjóri hönnuður Ritstjóri Sigríður Arnardóttir Útgefandi Fróði Seljavegur 2, Simi: 515 5500 Fax: 515 5599 Stjórnarformaður Magnús Hreggviðsson Aðalritstjóri Steinar J. Lúðviksson Sími: 515 5515 Framkvæmdarstjóri Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515 5512 Ritstjórafulltrúi Jóhanna Harðardóttir Sími: 515 5582 Vikan@frodi.is Blaðamaður Steingerður Steinarsdóttir Sími: 515 5569 Auglýsingastjóri Kristín Guðmundsdóttir Simi: 515 5628 Vikanaugl@frodi.is Grafískur hönnuður Guðmundur Ragnar Steingrimsson Verð i lausasölu Kr. 459,-. Verð í áskrift ef greitt er með greiðslukorti Kr. 344,-. Pr eintak . E1 greitt er með gíróseðli Kr. 389,-. Pr. eintak. Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.