Vikan


Vikan - 07.06.1999, Blaðsíða 54

Vikan - 07.06.1999, Blaðsíða 54
Ég hélt tryggð við mann sem var konu sinni ótrúr. Þetta gerðist svo hratt allt saman. Ég, sem hef alltaf fyrirlitið framhjá- hald og litið á sjálfa mig sem mjög trygglynda konu, var skyndilega orðin þátttakandi í framhjáhaldi. Ég var ein af þeim sem hneyksluðust ávallt er þeir heyrðu sögur eða fréttu af framhjáhaldi og sagð- ist aldrei mundi geta tekið þátt í slíku siðleysi. En örlög- in gripu í taumana. Ég var fráskilin með tvær ungar dætur mínar og var að byrja á nýjum vinnustað. Ég var stressuð fyrstu vikurnar því þetta var fjölmennur vinnustaður og mikið sem ég þurfti að læra. Ég var samt ánægð því ég var kominn í draumastarfið mitt. Stelpurn- ar voru báðar á leikskóla, ég gat loksins keypt bíl og allt blómstraði í lífi okkar. Þá vægt tilfelli af „vinnustaða- rómans". Ég var búin að vinna þarna í tæpa tvo mánuði þegar einn starfsfélaganna átti afmæli og við fjölmenntum á bar niðri í bæ. Ég var full tilhlökkunar og klæddi mig í mitt fínasta púss. Til að gera langa sögu stutta þá tengdumst við tvö sterkum böndum þetta kvöld og kynntumst náið. Daginn eftir drukkum við morgun- kaffi saman og spjölluðum. Ég var í skýjunum með draumaprinsinn inni á gafli. Talið barst að dætrum mínum og þá spurði ég hann hvort hann ætti börn. „ Já, fjögur," sagði hann og andlitið datt af mér. Því næst sagði hann mér að hann væri giftur. Ég varð furðu lostin og fylltist síðan mikilli reiði. Með tárin í aug- unum jós ég yfir hann skömm- Þá gerðist það að ég varð ástfangin af samstarfsmanni mínum. Hrifningin læddist upp að mér smátt og smátt. Mér var alls ókunnugt um að hann væri giftur og fannst framkoma hans benda til þess að svo væri ekki. gerðist það að ég varð ást- fanginn af samstarfsmanni mínum. Hrifningin læddist upp að mér smátt og smátt. Mér var alls ókunnugt um að hann væri giftur og fannst framkoma hans benda til þess að svo væri ekki. Hann sendi mér oft dularfullt augnaráð og daðraði við mig á léttu nótun- um. Ég lét mér það vel líka þar sem ég var heilluð af hon- um og flokkaði þetta undir um því mér fannst ég vera illi- lega svikin og niðurlægð. Ég bað hann að drífa sig út af heimili mínu og þegar hann var farinn, brotnaði ég alveg saman og grét. Ég mætti samt hnarreist í vinnuna á mánudeginum og lífið hélt áfram. Ég var þó ekki eins ánægð og ég hafði verið áður. En það sem verra var; ég taldi mig enn vera ást- fangna af manninum. Tíminn græðir öll sár og fljótlega vor- um við farin að umgangast á eðlilegan hátt aftur. Ég fann straumana fara á milli okkar, við töluðum mikið saman og vorum í einu orði sagt hug- fangin hvort af öðru. Áður en ég vissi af var ég komin í fast samband með honum og orðin um um svo margt að tala að við ætluðum aldrei að koma okkur inn í blúndum prýtt rúmið mitt til að elskast! Við vorum sálufélagar og eftir nokkurn tíma vorum við kom- in á það stig að ræða fyrir al- vöru um samband okkar og hvað við værum í raun að Þessar stolnu stundir voru spennandi og rómantískar. Ég náði að ýta frá mér hugsuninni um konuna hans og börnin. Ég vildi bara fá að njóta hamingjunnar og láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Ég vildi ekki hugsa lengra, þorði því ekki. „hin konan", en það var hlut- skipti sem ég hefði aldrei trú- að að ætti eftir að verða mitt. Við vorum yfir okkur ástfang- in og notuðum hverja mögu- lega stund til að hittast. Þess- ar stolnu stundir voru spenn- andi og rómantískar. Ég náði að ýta frá mér hugsuninni um konuna hans og börnin. Ég vildi bara fá að njóta hamingj- unnar og láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Ég vildi ekki hugsa lengra, þorði því ekki. Það var of sárt og erfitt. Svona flutum við áfram á rós- rauðu skýi í hálft ár og urðum auðvitað í leiðinni sífellt háð- ari hvort öðru. Ég grenntist um ein tíu kíló og leit mjög vel út, ég hreinlega geislaði. Eðli málsins samkvæmt gát- um við ekki verið saman opin- berlega og því hittumst við alltaf heima hjá mér. Við drukkum góð rauðvín við kertaljós, hlustuðum á fallega blústónlist og töluðum saman fram á rauðanótt. Við höfð- gera. Hann sagðist elska kon- una sína á vissan hátt. Hún væri móðir barna hans og hann myndi aldrei fara frá henni. Ég yrði að gera mér það ljóst. Honum fannst þetta' ömurleg aðstaða fyrir mig og ft sagði sjálfan sig eigingjarnan að halda mér svona, vitandi það að hann færi aldrei frá konu sinni. Ég var sammála honum en samt héldum við áfram að hittast. Ég hef aldrei séð konuna hans eða börnin, ekki einu sinni húsið þeirra. Ég vildi ekki vera í tengslum við raunveruleikann, vildi halda áfram að lifa í mínum draumaheimi. Vinkonur mínar voru for- viða á hegðun minni og fannst ég eyða dýrmætum tíma og til- finningum til einskis. Ég verð víst að viðurkenna það að innst inni gældi ég við þá hug- mynd að hann myndi fara frá henni og að við myndum lifa hamingjusöm til æviloka. Samt hugsaði ég stundum urn 54 Vikaii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.