Vikan


Vikan - 07.06.1999, Blaðsíða 52

Vikan - 07.06.1999, Blaðsíða 52
Texti: Ásgeir T. Ingólfsson Bíóið Notting Hill - eða Ekkert brúðkaup og ein kvikmyndastjarna Kenworthy) er sá hinn sami, Hugh Grant fær að stama sig gegnum myndina og það sem er líklega mest um vert, hand- ritshöfundurinn Richard Curtis semur brandarana á ný. Þessi snillingur sem samdi ekki bara handritið af áður- nefndri Four Weddings heldur einnig að sjónvarpsþáttunum Btack Adder og Mr. Bean, þannig að bæði Rowan Atkinson og Hugh Grant standa í þakkarskuld við Curtis - og eftir því sem fregnir herma, sömuleiðis Julia Roberts. Það er altalað í Hollywood að Ro- berts hafi aldrei verið betri en í Notting Hill - en þar leikur hún kvik- myndastjörnu sem fær fimmtán millj- ónir dala á hlut- verk, er hundelt af Ijósmyndurum og er ekki byggð á Juliu Roberts. Hver munurinn er ná- kvæmlega fáum við að sjá von bráðar en þessi ágæta snót ratar dag einn inn í bókabúð þar sem eigandinn er grun- samlega líkur Hugh Grant, hrífst nægilega mikið af stam- inu í honum til þess að papar- azzarnir taki eftir því - og í kjölfarið fær Grant greyið aukahlutverk í þessari slúður- blaðasápuóperu sem líf Ro- berts er. Hann ætti svo sem Ameðan Stjörnu- stríðsæðið stendur sem hæst mun lítil mynd læðast inn í bíóin þar vestra. Þessi litla mynd heitir Notting Hill og er sömuleiðis hálfgert framhald annarrar metsölumyndar, það er Four Weddings and a Funeral - sem á sínum tíma var vin- sælasta breska mynd sem gerð hafði verið. Það met var síðan slegið af The Full Montyen nú hafa aðstendur kirkjurómansins slegið saman í að gera nýja atlögu að met- inu - og fá að þessu sinni sjálfa Juliu Roberts til liðs við sig. Myndin fylgir svo sem ekki söguþræði brúð- kaupanna fjögurra, en fram- leiðandinn (Duncan að kannast við það eftir að hann fékk sér bíltúr hérna um árið og vakti svo mikla athygli að ekki ómerkari menn en Clinton Bandaríkjaforseti próf- uðu þennan rúnt líka. En í staðinn fyrir að velta sér upp úr þessu, eins og fréttamenn hafa verið að gera, þá slá Curtis og félagar öllu upp í grín eins og Bretum er einum lagið (þegar þeir eru ekki uppteknir af sinni elskuðu konungsfjölskyldu) - þó stundum hafi tökur jafnvel verið óþægilega nærri raun- veruleikanum. Til dæmis ger- ist það í atriði eftir að Grant eyðir nótt með Roberts og kemur til dyra að hann sér tvö hundruð Ijósmyndara fyrir utan hurðina - en aðeins helmingurinn er að leika, hinir hundrað eru að taka mynd af hinum Ijósmyndurunum - og einhverja hefur sjálfsagt grun- að að Grant og Roberts færðu sambandið út fyrir kvik- myndina, enda telst það víst náttúrulögmál hjá þeim. Allt gerist þetta í hinu nota- lega Notting Hill, úthverfi Lundúnaborgar, þar sem sumir íbúarnir óska myndinni alls hins versta svo hverfið þeirra verði ekki að túristaparadís rétt eins og barinn í Staupasteini og aðrir góðir staðir. Ekki er víst hvort íbúarnir eru jafn skrautlegir og þeir í myndinni, en Curtis hefur að venju bókað her skoplegra persóna til að stytta aðalleikurunum (og okkur) stundir. Þar á meðal er illþolanlegur herbergisfélagi 52 Vikan Grants sem hinn velski Rhys Ifans ku leika af snilld og svo kemur Gina McKee rúllandi inn í hjólastól til að leysa heyrnarlausa bróðurinn af. Svo má ekki gleyma því að Roberts fær tækifæri til að skáka kærastasögum Andie McDowell þannig að það er um að gera að munda popp- kornið og láta okkur svo líða virkilega vel í bíó - svo getum við þakkað okkar sæla á eftir fyrir að vera ekki kvikmynda- stjarna með fimmtán milljóna launatékka á eftir - það er miklu betra að lesa bara um þær í Vikunni! Molarnir: Þegar handritshöfundurinn þekkti William Goldman sá handrit Curtis sagði hann við Grant: "Ekki fá stjörnu til að leika kvikmyndastjörnuna, hún þarf að vera svo kvikindisleg - það mun engin stjarna þora að ganga alla leið." Roberts aftur á móti samþykkti ekki að leika í myndinni fyrr en hún fékk leyfi til að ganga lengra en handritið sagði til um. Bæði Roberts og Grant freista þess að slá tvisvar í gegn þetta sumarið. Grant fylg- ir Notthing Hill, sem er fyrsta mynd hans í þrjú ár, með Mickey Blue Eyes þar sem hann leikur á móti Jeannene Tripplehorn. Á meðan er Julia Roberts brúðarmey á flótta í The fíunamy Bride - þar sem hún tekur á nýjan leik saman við leikstjórann Gary Marshall og Richard Gere, samstarfs- menn hennar í Pretty Woman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.