Vikan


Vikan - 07.06.1999, Blaðsíða 15

Vikan - 07.06.1999, Blaðsíða 15
Meðal þess sem netið opnaði mér var þátttaka á ljóðahátíð í Kólumbíu. Par komu saman skáld alls staðar að úr heimin- um. Hátíðinni lauk með þriggja klukkustunda dagskrá í stóru útileikhúsi sem ríflega fimm þúsund manns sóttu. Skáldin fluttu ljóðin á eigin máli en kól- umbískur leikari stóð við hlið þeirra og flutti þau jafnóðum á spænsku. Fólkið sat og hlustaði og var ekki feimið við að sýna bæði velþóknun og vanþóknun. I sumar tek ég svo þátt í list- sýningu í Portúgal sem hlotið hefur nafnið Jörð án landamæra. Það er mjög í anda ljóðs sem ég orti og var notað til að opna fjölþjóðlega sýningu í New York sem hét, Cities wit- hout borders, Borgir án landamæra. Þar komu saman á haustjafndægri skáld frá tuttugu og fjórum löndum og fluttu tvö hundruð og fimmtíu ljóð. Fyrir tæpu ári var mér boðið að vera með í að skipuleggja minningarhátfð um Allan Gins- berg í Central Park í New York. Þar hitti ég loks bandaríska skáldið, útgefandann og at- hafnamanninn Ron Whitehead en vinur minn Mike Pollock hafði lengi haft orð á því að við yrðum að kynnast. Afrakstur þeirrar viðkynningar kemur út í surnar en það er geisladiskur sem ég vann í samvinnu við þá Pollock-bræður og Ron Whitehead. Við ákváðum að stofna „grúbbu" sem heitir Voices wit- hout restraint eða óheftar raddir og erum að gefa út disk sem heitir From Louisville to Reykjavík & Beyond. Okkur hefur nú þegar verið boðið að spila og koma fram á stærstu Spoken Word tónlistarhátíð í Evrópu og munum víst vera talin með aðalnúmerum hátíðarinnar ásamt Nick Cave, Henry Rollins og Gabríel Garcia Marques og fleiri góðum gestum. Fyrsta ljóðabókin mín kemur svo út í Bandaríkjunum síðla sumars. Hún heitir Wake up! og er með Ijóðum sem ég hef skrif- að á ensku og myndskreytt með tíu myndum eftir mig." Málaði eftir föðurmiss- inn en kvaddi eigin- manninn með ijóði Birgitta hefur greinilega í nógu að snúast á næstunni en allir sem kynnast þessari ungu konu geta ekki annað en dáðst að dugnaði hennar og sköpun- argleði. Samt á hún að baki erf- iða lífsreynslu þvf bæði faðir hennar og eiginmaður sviptu sig lífi. Eftir að faðir hennar dó lokaði Birgitta sig af í níu mán- uði á afskekktum bæ á Jótlandi en hún var þá búsett í Dan- mörku ásamt móður sinni Berg- þóru Arnadóttur. Þar vann hún að list sinni og lagðist í djúpa naflaskoðun og hafði ákaflega lítil samskipti við annað fólk. Að þessum „meðgöngutíma" loknum kom hún til Kaup- mannahafnar með ótal listaverk í farteskinu og hélt sína fyrstu éinkasýningu í Jónshúsi. Hún segist hafa þurft ákaflega rnikið á félagsskap að halda eftir þessa löngu einangrun og nán- ast ekki þagnað fyrstu vikurnar. Þrátt fyrir þessa samskiptaþörf þá segist Birgitta vera mikill einfari. Helst segist hún vilja hafa frelsi til að vera ein þegar hún hafi þörf fyrir einveru og innan um fólk þegar hún finni hjá sér hvöt til að leita eftir fé- lagskap. Samt sé hún opin og eigi ákaflega auðvelt með að tjá sig og hún elski að umgangast aðra. Eiginmaður hennar var týnd- ur í fimm ár áður en bein hans fundust og lýsir Birgitta tilfinn- ingum sínum þann dag í ljóði sem birtist í safnbók ungra skálda víðs vegar að úr heimin- um. Ljóðið er ákaflega áhrifa- mikið og fallegt. Það lýsir líf- speki þessarar stúlku og hvern- ig hún hefur ákveðið að takast á við sorgina og sigrast á henni. Beinadagur Þann dag sem dauði þinn varð raunverulegur snertanlegtir eins og mín eigin tilvera Þann dag grétu skýin Sorgfimm langra ára sprakk út sló mig aftur og aftur Hvaðan kom þessi sorg frá tómleika mímtm frá söknuði mínum Get ekki flúið hrollkaldan óttann ég tek homtm með þökkum elska hann á hámarki tilfinningarinnar Þann dagsem þeir fundit þig klœddist ég Itvítii svört táir mín hrynjandi krækiber uns gagnsœ þá vissi ég að ég var heil Losun afneitaðra tilfinninga gerðu mig léttari sterkari meðan ég söng nöfn þín í samofnum bylgjum sorgar og gleði Þann dag sem þeir fundu þig klœddist ég livítu augu mín Ijómuðu öllum tilfinningaskalamim rödd mín umbreyttist úrsársauka í gleði Þann dag sem þeirfundu veðruð bein þín klæddist ég hvítu vökvaði blóm sorgar minnar með tárum gleðinnar Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.