Vikan


Vikan - 07.06.1999, Blaðsíða 29

Vikan - 07.06.1999, Blaðsíða 29
Svo gekk hún út. Ég sat eftir og iðraðist sáran að hafa látið þetta út úr mér. Maðurinn minn fór á krána, þar sem ég hafði verið þetta kvöld, og spurðist fyrir. Hann sagði að veskinu mínu hefði verið stolið en hið undarlega var að ég var með handtösk- una mína, skartgripi og önnur verðmæti þegar ég rankaði við mér sem sýnir að ekki var verið að sækjast eftir veraldlegum verðmætum. Einn dyravörður mundi eftir mér. Kannaðist bæði við lýsingu mannsins míns og mynd af mér. Hann sagðist hafa séð mig fara með tveimur mönnum. Ég hefði ver- ið máttleysisleg og reikul í spori og annar mannanna sagst vera maðurinn minn á leið með mig heim þar sem ég hefði drukkið full mikið. Hann taldi ekkert óeðlilegt við þetta þá, enda sjón sem þessi ekkert óalgeng á íslenskum skemmti- stöðum. Nokkru síðar frétti ég frá neyðarmóttökunni að leifar af sæði fleiri en eins manns hefðu fundist í leggöngum mínum og þá var eins og eitthvað brysti. Ég brotnaði algjörlega saman. Allan daginn lá ég fyrir og grét. Um nóttina gat ég ekki sofið, reikaði eins og svefngengill um íbúðina, með harðan kvíðahnút í maganum og gat ekki með nokkru móti slakað á. Maður- inn minn svaf í stuttum dúrum. Hann sofnaði en hrökk svo upp á milli og kom niður til að at- huga hvar ég væri en fór upp aftur þegar ég sagði honum að það væri allt í lagi með mig. Ég væri bara andvaka og kæmi eftir andartak. Ég þakkaði guði hvað eftir annað, þessa nótt, fyrir það að börnin mín voru að heiman og ekkert þeirra vissi hvað mamma þeirra var að ganga í gegnum. Þegar það tók að morgna vissi ég að ég kæmist ekki í vinnuna. Maðurinn minn neit- aði að fara í sína vinnu þótt ég legði hart að honum. Hann sagði að hann teldi okkur Lesandi segirfrá verða að ræða hvað hefði gerst og viðbrögð okkar við því. Ég sagðist ekki vilja ræða það og margítrekaði að ég teldi hann betur kominn í vinnunni en yfir mér. Hann kvaðst, líkt og Gunnarforðum, fara hvergi og hringdi til geðlæknis og fékk tíma fyrir okkur bæði. Þetta kom mér mjög á óvart. Maðurinn minn hefur ævinlega verið mikið á móti bæði sálfræðingum og vel ekki áður að væru til og þyrfti að leysa. Hann játaði það fyrir mér að hann hefði í fyrstu trúað því að ég hefði drukkið mig fulla og lent í einhverri vitleysu sem ég hefði ekki ráðið við svona dauðadrukkin. Svefnlyf í kók hljómaði svo ótrúlega að þegar læknirinn nefndi það að fyrra bragði lá honum við að hlæja. Ég á hinn bóginn hef þurft að hversslags menn geta hugsað sér að gera svona lagað." Enn er mikil vinna fram undan en ég vona að einhvern tíma verð- um við líkari því sem við vorum fyrir þetta kvöld. Fyrir örskömmu varð ég áheyrandi að samtali milli fólks sem allt taldi þessar svefnlyfja- nauðganir lygi og uppspuna kvenna sem væru að afsaka eigin drykkjuskap. Konur, sem geðlæknum. Talað mikið um vandamálasérfræðingana sem skapi fleiri flækjur en þeir leysi svo það að hann skyldi kjósa þessa leið sannfærði mig um að meiri alvara væri hér á ferð en ég hefði hingað til haldið. Seinna sagði hann mér að einhver starfsmaður á sjúkra- húsinu hefði ráðlagt honum þetta og bent honum á þennan ákveðna geðlækni. Af einhverj- um ástæðum sat það í honum og nægilega mikið hafði hann séð og heyrt um nauðganir í fjölmiðlum til að vita að við svo búið mátti ekki standa - við gætum ekki leyst málin sjálf. Við erum bæði búin að vera í meðferð nú í nokkurn tíma og það hefur hjálpað okkur til að ræða ekki bara það sem fyrir mig kom heldur ýmis önnur vandamál í hjónabandinu. Vandamál sem við vissum jafn- takast á við það að finnast ég saurug og að persóna mín hafi verið dregin djúpt í svaðið og eigi sér tæpast viðreisnarvon. Við höfum bæði tekið miklum framförum frá því við byrjuðum fyrst okkar meðferð en enn er langt í land. Innst inni veit ég að ég mun aldrei fyllilega kom- ast yfir það sem þarna gerðist og stundum þrái ég það heitast að vita það nákvæmlega og þess á milli óska ég þess helst að komast aldrei að því. Ég berst stöðugt við þá til- finningu að ég hefði átt að geta komið í veg fyrir þetta með ein- hverju móti, að þetta hafi ég kallað yfir mig á einhvern hátt. Þegar ég orða hugsanir á borð við þessar segir maðurinn minn: „Hættu að berja á sjálfri þér. Vertu ekki að spyrja að því hvað þú hefðir getað gert til að afstýra þessu. Spyrðu heldur um helgar drykkju frá sér ráð og rænu, gætu sjálfum sér um kennt kæmi eitthvað fyrir þær. Ég vildi að fólk sem er svo hart í dómum sínum vissi hvernig manni líður eftir atburð eins og þann sem ég gekk í gegnum." Vikan hefur fengið staðfest hjá lög- reglu og Neyðarmóttöku vegna nauðgunar að grunur leiki á að konur hafi orðið fyrir nauðgun eftir að svefn- lyfi hafi verið laumað í drykki þeirra. lesandi segir Steingerdi Steinarsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okk- ar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. Hviniilisfunj'ið vr: Vikun - „Lífsrvynslusaga", Svljavvgur 2, 101 Kvykjavík, Nvlfang: vikan@frodi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.