Vikan


Vikan - 07.06.1999, Blaðsíða 58

Vikan - 07.06.1999, Blaðsíða 58
Hverju svarar læknirinn ? Þorstcinn Njálsson hciinilislæknir Kœri lœknir, Upp á síðkastið hef ég öðru hverju fengið óstjórn- legan kláða í fót- og hand- leggi. Þetta lýsir sér þannig að þegar kláðinn byrjar er húðin heil á yfirborðinu, en undir henni hafa myndast litlir nabbar eins og stíflaðir fitukirtlar í hnapp. Eg klóra náttúrulega rosalega (stund- um óafvitandi) og svæðið breytist á u.þ.b. 2 dögum, kláðinn hættir en eftir sitja lítil ör eða rauð göt í húð- inni. Þetta endurtekur sig síðan annars staðar á út- limunum. Mér datt fyrst í hug starrafló, en þetta er á mjög afmörkuðum stöðum og í „klösum". Er ástæða til að gera eitthvað í málinu (annað en að klóra sér? Jóa. Sœl Jóa mín, Kláði og kláðablettir, eins og þú lýsir, eru dul- arfullt fyrirbæri sem ekki finnst alltaf ein- hver skýring á. Stund- um eru þeir merki um ofnæmi, m.a. fyrir lyfj- um, en líka getur verið um að ræða sjaldgæf efnaskiptavandamál (s.s. lifrarvandamál) í mörgum tilvikum virð- ast ekki vera neinar lík- amlegar ástæður til staðar, en mjög oft hafa einstaklingar tengt þetta álagi og virðist þetta hverfa við að tek- ið sé á því. Algengt er að læknar ávísi ofnæm- islyfjum (andhistamín- um) til inntöku við kláða, en þessi lyf geta verið varasöm. Einnig er oft ávísað steraá- burði sem einungis á að nota í hófi. Hægt er að fá í apótekum og heilsubúðum áburði við kláða. Það hefur reynst vel að nota feit smyrsli eins vaselín, en einnig er hægt að fá kælandi smyrsli, oft blönduð mentóli, en vandamálið er að þau þurrka oft húðina og til lengri tíma geta því vandamálin orðið meiri. Gott er líka að kæla niður húðina, fara í bað, ylvolga sturtu eða leggja á kláða- blettina kalt handklæði eða kaldan klút. Ég hef séð góð- an árangur nást með smá- skammtalyfjum, en vísa á heilsubúðir með þær leið- beiningar og annað sem þær kunna að hafa upp á að bjóða. Gangi þér vel Þorsteinn Kœri Vikuiœknir Ég er 18 ára og er alltaf með útferð sem ég skil ekki af hverju stafar. Ég hef mjög reglulegar blæðingar þótt þær séu frekar miklar, en út- ferðin er eiginlega allan mánuðinn. Stundum fylgir henni sviði, stundum ekki. Það er aldrei nein vond lykt, en stundum er útferðin svo- lítið gulleit. Ég finn ekkert til fyrir utan sviðann stund- um, en ég bara veit ekki hvort þetta á að vera svona og hef ekki þorað að tala um þetta við neinn. P.S. Ég fæ þó alltaf mikla verki með blæðingum. Ein 18 ára. Sœl kœra 18 ára Útferð eða slímfram- leiðsla í leggöngum er út af fyrir sig eðlilegur hluti af lífi konu sem er frjósöm. Eðli- leg útferð er glær, með ein- staka hvítum rákum eða al- veg hvítleit og henni fylgir hvorki kláði eða vond lykt. Sumum konum finnst út- ferðin óþægilega nrikil með- an öðrum finnst þær ekki hafa nægilega mikla slím- framleiðslu til að geta stund- að kynlíf án þess að þurfa að nota mýkjandi smyrsli, hvort sem það er vaselín eða hið vinsæla KY-gel. Þegar þú finnur vonda lykt, færð kláða eða litur kemur á út- ferðina er hins vegar rétt að láta skoða málið nánar. Hvað við læknar finnum fer náttúrlega eftir mörgu, en flest svör ráðast af kynlífi þínu, þ.e. hvort þú sért í föstu sambandi eða hversu varlega þú ferð ef þú ert það ekki. Eftir því fer það hversu nrikil hætta er á sýk- ingum. Vissulega er hægt að fá sérstök lyf í apótekum við útferð af völdum sveppa, en það er oft fleira á ferðinni en sveppir og því rétt að láta taka sýni úr útferðinni a.m.k. á meðan þú ert að finna út hvað einkenni þín tákni og hvort þú teljir þig í hættu að fá kynsjúkdóma, aðallega klamýdíu, eða ekki. Það eru hins vegar margar konur eins og þú sem eru feimnar að tala um þessa hluti. En mundu bara að þetta er eðlilegur hluti af líf- inu og það má alltaf finna einhvern lækni sem þú treystir til að ræða við um þessa hluti. Bæði kvensjúk- dóma- og heimilislæknar fást við svona vandamál í miklum mæli. Mörgum kon- um finnst betra að ræða við konur um þessa hluti og þá er bara að panta tíma hjá konu sem er læknir, öðrum er alveg sama bara ef þær treysta sínum lækni og þá fara þær til hans. Mundu ávallt að kynlíf og kynfæri eru eðlilegur hluti af lífi þínu og líkama sem þú átt að kynnast og leyfa að vera hluti af sjálfri þér. Þú nefnir líka miklar blæðingar og verki samfara þeim, en því ætla ég að svara í næsta blaði. Þorsteinn Spurningar má senda til „Hverju svarar læknirinn?“ Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál og þau birt undir dulnefni. 58 Vikan Netfang: vikan@frodi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.