Vikan


Vikan - 07.06.1999, Blaðsíða 51

Vikan - 07.06.1999, Blaðsíða 51
Eg var sprautufíkill „Það er litið niður á sprautufíkla í dópheiminum.“ „Eg var 17 ára þegar ég gekk í gildru sprautunnar en það eru tvö ár síðan. Ég var góður námsmaður, vinsæll i skólan- um og allt gekk mér í haginn. Fjölskylda mín er ósköp venjuleg og langt frá því að vera einhver vandamálafjölskylda. Því er erfitt fyrir mig að leita orsakanna á þeim slóðum en ég hugsa oft um hvað hafi orðið þess valdandi að ég fór á kaf í neyslu. Ég held að þetta hafi byrjað af hreinni forvitni. Töluvert margir vina minna voru eitthvað að fikta við hass- reykingar og amfetamín og mér fannst það spennandi. Það var samt hræðslu- bundin spenna, það verð ég að viður- kenna. En fljótlega henti ég mér blind- andi út í neysluna með þeim og fannst þetta fyrst og fremst vera krydd í tilver- una og gera lífið meira spennandi. Ég fór svakalega geyst. Ég reykti hass, sniffaði amfetamín og bruddi E- töflur. Svo drakk ég áfengi ofan í þetta allt. Ég gerði mér enga grein fyrir hvert ég stefndi, fannst þetta bara töff og skemmtilegt. Svo kom að sprautunni en það var eitthvað sem ég ætlaði aldrei að gera, enda get ég sagt þér að það er litið niður á sprautufíkla í dópheiminum. Það er endastöðin. Ég var sprautaður af sölumanni þegar ég var í annarlegu ástandi fyrir og hafði varla hugmynd um hvað var að gerast. Mér fannst víman æðisleg og þar með var ég strax orðinn þræll sprautunnar. Upp frá þessu fór heilsu minni að hraka og ég leit mjög illa út. Ég var rosalega grannur, hvítur og sljór til augnanna. Ég, sem hef alltaf verið mikið snyrtimenni, hætti nú að fara í bað og skeytti engu um skítug fötin mín. Smám saman týnd- ist ég og fjölskylda mín áttaði sig fyrst þá á því hvað væri að gerast. Mér hafði tekist að fela neysluna fyrir þeim í heilt ár. Þegar fjölskyldan gekk á mig harð- neitaði ég því að ég væri í dópinu og laug þau stútfull. Ég seldi græjurnar mínar og allt sem ég gat komið í verð því það er mjög kostnaðarsamt að vera sprautufíkill. Að lokum leiddist ég út í af- brot. Fjölskylda mín var auðvitað harmi slegin og gerði allt sem hún gat til að koma mér upp úr ræsinu. Við tölum að vísu aldrei um það en ég er sannfærður um að þetta hefur verið hræðilegt tímabil fyrir þau öll og kannski sérstaklega mömmu, sem upplifði niðurtúrana mína dauðhrædd og oft hélt hún að ég væri dáinn. Loks lét ég undan stöðugum þrýstingi og fór í afvötnun og meðferð. Ég á því fólki líf mitt að þakka, það er ekkert öðru- vísi. í dag horfi ég til baka með hryllingi og skömm, því verður ekki neitað. Og þessi upplifun mín varð til þess að ég fylltist miklu hatri gagnvart dópsölum og þeim menningar- og tískuáhrifum sem gera fíkniefnaneyslu hátt undir höfði. Stundum langar mig að gerast krossfari og hreinsa borgina af þessum viðbjóði sem eyðileggur líf unga fólksins og allra i kringum það. En þetta vandamál verð- ur víst ekki leyst á svo einfaldan hátt. Fíkniefnavandinn er kominn til að vera. Við verðum að viðurkenna það sem staðreynd svo við getum unnið ötullega og skipulega gegn honum. Við verðum að vera á verði og hafa nægilega þekk- ingu og skilning á samfélagi okkar til að sigrast á hættum fíkniefnaneyslunnar. Mér finnst frábært að fjallahjólaklúbb- urinn Óþokki ætli að hjóla til að safna áheitum til styrktar Virkinu og óska þeim alls hins besta. Vonandi safna þeir sem mestu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.