Vikan


Vikan - 07.06.1999, Blaðsíða 60

Vikan - 07.06.1999, Blaðsíða 60
KRIMMAR í STJÖRNUSKÓLA Leikarinn smávaxni, Michael J. Fox, held- ur ótrauður áfram að leika í þáttunum Ó, ráðhús (Spin City) þrátt fyrir að vera með Parkinson-hrörnunarsjúkdóminn. Fox er þriggja barna faðir og honum stóð ekki á sama þegar hann frétti að fyrrverandi fangar væru í vinnu í einkaskóla þar sem sonur hans er nemandi. Bandarísk blöð komust á snoðir um það að menn sem höfðu veriö dæmdir fyrir eiturlyfjamis- ferli, kynferðisafbrot og byssueign væru að vinna sem ræstitæknar við Friends Seminary skólann þar sem skólagjöld- in eru um 1 milljón króna á ári. Fox er ekki eina foreldrið úr leikarastétt sem á börn í skólanum því Susan I Sarandon og Tim Robbins senda sín börn einnig í þennan skóla. Einn starfsmaður skólans var rekinn fyrir að vera dónalegur við Sarandon. TEXTI: S/EVAR HREIÐARSSON VERNDUÐ STJARNA Star Wars skvísan Natalie Portman er að verða ein sú vinsælasta í kvikmyndaheiminum en for eldrar hennar reyna að halda henni frá fjöl- miðlafárinu sem fylgir stjörnustríðsmyndinni. Mamma hennar keyrir hana á hverjum degi í skólann en Portman er fyrsta flokks nemandi og hefur þegar fengið jákvætt svar um inn- göngu í bæði Harvard og Yale. Leikkonan unga vill ekki gefa upp hvorn kostinn hún velur, af öryggisástæðum. Port- man-nafnið er bara sviðsnafn og í heimabæ hennar á Long Island gengur Natalie undir sínu rétta nafni, sem ekki fæst uppgefið. Foreldrarnir hafa líka fingurna í því hvaða myndum stúlkan leikur í. Næsta mynd hennar, sem verður frumsýnd í ágúst, heitir Anywhere But Here og þar leikur hún á móti Susan Sarandon. Minnstu munaði að Port- man hætti við að leika í myndinni vegna þess að foreldrarnir voru ekki sáttir við senu þar sem stúlkan átti að missa meydóminn. Leikstjóri myndarinnar, Wayne Wang, var í öngum sínum. "Mig langaði ekki að missa hana úr myndinni þannig að ég breytti handritinu. Það er ekki alveg jafn krassandi og kynlífinu er alveg sleppt," segir leik- stjórinn svekktur. BRUÐKAUP I BRETLANDI í Bretlandi eru farin að búa sig undir stjörnubrúðkaup sumarsins. David Beckham og kryddpían Victoria Adams ætla að láta pússa sig saman á írlandi sama dag og Játvarður prins geng- ur að eiga Sophie Rhys-Jones, hinn 19. júní. Nú berast einnig þær fréttir að Elizabeth Hurley og Hugh Grant ætli loksins að boðatil brúðkaups. Heimildir herma að hún hafi pantað brúðarkjól frá Ver- sace sem kostar litlar 4,5 milljónir króna. Hurley vonast til að fá þær krónur og gott betur fyrir einkarétt- inn af myndum úr brúðkaupinu og telur að jafnvel sé hægt að nota brúðkaupsmynd- irnar í auglýsingar fyrir Estee Lauder snyrtivöru- fyrirtækið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.