Vikan - 07.06.1999, Síða 60
KRIMMAR í STJÖRNUSKÓLA
Leikarinn smávaxni, Michael J. Fox, held-
ur ótrauður áfram að leika í þáttunum Ó,
ráðhús (Spin City) þrátt fyrir að vera með
Parkinson-hrörnunarsjúkdóminn. Fox er
þriggja barna faðir og honum stóð ekki á
sama þegar hann frétti að fyrrverandi
fangar væru í vinnu í einkaskóla þar sem
sonur hans er nemandi. Bandarísk blöð
komust á snoðir um það að menn sem
höfðu veriö dæmdir fyrir eiturlyfjamis-
ferli, kynferðisafbrot og byssueign væru
að vinna sem ræstitæknar við Friends
Seminary skólann þar sem skólagjöld-
in eru um 1 milljón króna á ári. Fox
er ekki eina foreldrið úr leikarastétt
sem á börn í skólanum því Susan I
Sarandon og Tim Robbins senda sín
börn einnig í þennan skóla. Einn
starfsmaður skólans var rekinn fyrir
að vera dónalegur við Sarandon.
TEXTI: S/EVAR HREIÐARSSON
VERNDUÐ STJARNA
Star Wars skvísan Natalie Portman er að verða
ein sú vinsælasta í kvikmyndaheiminum en for
eldrar hennar reyna að halda henni frá fjöl-
miðlafárinu sem fylgir stjörnustríðsmyndinni.
Mamma hennar keyrir hana á hverjum degi í
skólann en Portman er fyrsta flokks nemandi
og hefur þegar fengið jákvætt svar um inn-
göngu í bæði Harvard og Yale. Leikkonan
unga vill ekki gefa upp hvorn kostinn
hún velur, af öryggisástæðum. Port-
man-nafnið er bara sviðsnafn og í
heimabæ hennar á Long Island
gengur Natalie undir sínu rétta
nafni, sem ekki fæst uppgefið.
Foreldrarnir hafa líka fingurna
í því hvaða myndum stúlkan
leikur í. Næsta mynd hennar,
sem verður frumsýnd í
ágúst, heitir Anywhere But
Here og þar leikur hún á
móti Susan Sarandon.
Minnstu munaði að Port-
man hætti við að leika í
myndinni vegna þess að
foreldrarnir voru ekki
sáttir við senu þar sem
stúlkan átti að missa
meydóminn. Leikstjóri
myndarinnar, Wayne
Wang, var í öngum
sínum. "Mig langaði
ekki að missa hana úr
myndinni þannig að
ég breytti handritinu.
Það er ekki alveg
jafn krassandi og
kynlífinu er alveg
sleppt," segir leik-
stjórinn svekktur.
BRUÐKAUP
I BRETLANDI
í Bretlandi eru farin að
búa sig undir stjörnubrúðkaup
sumarsins. David Beckham og
kryddpían Victoria Adams ætla að
láta pússa sig saman á írlandi
sama dag og Játvarður prins geng-
ur að eiga Sophie Rhys-Jones, hinn
19. júní. Nú berast einnig þær fréttir
að Elizabeth Hurley og Hugh Grant
ætli loksins að boðatil brúðkaups.
Heimildir herma að hún hafi
pantað brúðarkjól frá Ver-
sace sem kostar litlar
4,5 milljónir króna.
Hurley vonast til að
fá þær krónur og gott
betur fyrir einkarétt-
inn af myndum úr
brúðkaupinu og telur
að jafnvel sé hægt að
nota brúðkaupsmynd-
irnar í auglýsingar fyrir
Estee Lauder snyrtivöru-
fyrirtækið.