Vikan - 07.06.1999, Blaðsíða 28
Lífsreynslusaga
Mér yar nauogað
meðan ég svaf
r
Ivetur fórum við saman út að
borða nokkrar úr vinnunni.
Ég var á bílnum og ætlaði
ekkert að drekka um kvöldið.
Eftir matinn færðum við okkur
yfir á krá hér í bænum og eftir
það man ég ekki neitt fyrr en
ég vaknaði daginn eftir liggj-
andi í húsasundi. Ég var
óskaplega eftir mig og aum í
höfðinu. Mér brá illa þegar ég
uppgötvaði að innan undir pils-
inu mínu var ég ekki í neinu.
Bæði nærbuxurnar og sokka-
buxurnar voru horfnar. Ég
staulaðist á fætur og var ansi
óstyrk á fótunum fyrst í stað.
Það var þó ekkert miðað við
andlega líðan mína. Þegar ég
komst út úr skotinu sá ég að
ég var stödd vestur í bæ. Það
er langt frá heimili mínu en svo
mundi ég að samstarfskona
mín bjó þarna í nágrenninu. Ég
staulaðist þangað og bankaði
upp á. Mér hafði alveg iáðst að
líta á klukkuna en þegar hún
opnaði dyrnar á náttkjólnum
með úfið hár áttaði ég mig á
því að sennilega væri enn
skammt liðið á morgun.
Ég reyndi að stynja einhverju
upp en gat ekkert sagt. Það
eina sem kom upp úr mér voru
ekkasog og svo brotnaði ég al-
gjörlega saman. Hún leiddi mig
inn og kom mér fyrir í sófanum,
sótti teppi og breiddi yfir mig.
Ég veit ekki hvað gerði það að
verkum að þessi kona virtist
nákvæmlega vita hvernig ætti
að bregðast við. Hún sagði
ekkert, strauk bara yfir hárið á
mér og iét mig gráta. Það var
ekki fyrr en gráturinn tók að
stillast að hún fór að tala við
mig. Ég stundi upp sögunni af
hvernig ég hefði vaknað og að
ég vissi ekki neitt. Þessi kona
var með mér kvöldið áður og
sagði að þær hefðu einmitt velt
mikið fyrir sér hvað orðið hefði
af mér en ég hefði horfið eins
og jörðin hefði gleypt mig um
leið og komið var inn á krána.
Að lokum höfðu þær komist að
þeirri niðurstöðu að ég hefði
orðið leið á þeim þar sem ég
var edrú en þær drukknar og
þess vegna farið heim.
Hún hélt áfram að strjúka
hár mitt og hugga mig með
blíðuorðum. Mig langaði mest
til að liggja þarna á sófanum
hennar til eilífðar. Ég vildi ekki
horfast í augu við manninn
minn, fjölskylduna eða yfirleitt
nokkurn mann. Eftir langa
stund spurði hún mig hvort hún
ætti ekki að hringja í einhvern.
Jú, ég taldi að best væri að
hún hringdi í manninn minn.
Hann kom eins fljótt og hann
gat. Hafði verið viti sínu fjær af
áhyggjum alla nóttina og ég sá
að hann var bæði dauðfeginn
að sjá mig lifandi og öskureiður
yfir því sem ég hafði á hann
lagt. Ég þorði ekki að minnast
á neitt annað. Það var ekki fyrr
en við vorum komin heim að
ég stundi upp atburðarásinni
frá byrjun til enda. Ég hef alltaf
haldið að það væri stílbragð af
hálfu rithöfunda þegar þeir
segja söguhetjur sínar hafa
fölnað upp við að heyra slæm-
ar fréttir en þarna sá ég að
þetta getur gerst.
Hann sagði ekkert lengi vel
en svo stakk hann upp á að við
færum á neyðarmóttöku vegna
nauðgunar á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur fyrst og fremst til
að fá staðfest hvort grunur okk-
ar ætti við rök að styðjast. Á
neyðarmóttökunni var tekið á
móti mér með mikilli alúð. Tek-
in voru sýni og ég spurð út í til-
drög þess að ég var þangað
komin. Þegar ég hafði sagt .
sögu mína spurði læknirinn
mig strax út í hvað ég hefði
drukkið daginn áður. Ég sagði
honum eins og var að ég hefði
einungis drukkið gosdrykki allt
kvöldið. Hann spurði mig þá
hvort ég hefði einhvern tíma
skilið glasið mitt eftir eftirlits-
laust og ég játaði að svo hefði
verið, enda tæplega ástæða til
að vakta kókglas inni á
skemmtistað.
Hann sagðist þá vilja fá að
taka úr mér blóðprufu til að at-
huga hvort leifar af lyfjum fynd-
ust í blóði mínu. Ég varð gap-
andi hissa og lafhrædd. Hann
sagði að grunur léki á að nokkr-
ar konur hér á landi hefðu orð-
ið fyrir nauðgun eftir að svefn-
lyfi hefði verið laumað í glös
þeirra á krá-hér í bæ, einmitt
þeirri sem ég var stödd á, en
fram að þessu hefði ekkert
sannast. Saga mín væri ekki
ósvipuð sögum þeirra og þess
vegna vildu þau gjarnan athuga
hvort eitthvað fyndist. Gallinn
væri sá að svefnlyfið sem um-
ræddi væri fljótt að hverfa úr
líkamanum og það þyrfti að
bregðast skjótt við.
Svefnlyf þetta heitir rohybnol
og inniheldur efni sem heitir
flunitrazsepam. Það tiltekna
efni veldur óminninu og mér
skilst að auk þess sé það flokk-
að sem ávana- eða fíkniefni. í
Bandaríkjunum hefur notkun
þess verið bönnuð í sumum
ríkjum og víða takmarkað mjög
í hvaða tilfellum megi ávísa því.
Þetta kvöld talaði ég einnig
við lögreglukonu og hún lagði
hart að mér að kæra. Ég benti
henni á að ég myndi ekki neitt
og gæti þar af leiðandi engan
kært. Hún svaraði því til að
þrátt fyrir það gæti skipt sköp-
um ef einhverjir næðust í svip-
uðu máli að mitt mál væri
skráð og gögn mín tiltæk lög-
reglu. Ég lofaði að hugsa málið
og er reyndar enn að bræða
það með mér hvort ég eigi að
kæra.
Eftir að umstanginu á sjúkra-
húsinu lauk héldum við heim.
Við vorum þögul þá nótt og
næstu daga forðuðumst við
bæði að ræða það sem fyrir
mig hafði komið. Ég vildi alls
ekki láta þetta hafa áhrif á og
eyðileggja líf mitt svo ég mann-
aði mig upp og fór í vinnuna.
Þar reyndi ég að láta sem ekk-
ert hefði gerst og bað konuna,
sem tók á móti mér morguninn
góða, að þegja yfir öllu. Hún
kvaðst myndi gera það en var-
aði mig við að sú leið, sem ég
hefði valið að fara, væri ekki sú
besta í tilfellum sem þessum.
Hún ráðlagði mér að fara heim,
taka veikindafrí og leita mér
hjálpar. Ég reiddist og bað
hana að skipta sér af því sem
henni kæmi við. Þá sneri hún
sér að mér og sagði nokkuð
sem ég gleymi aldrei. „Ég veit
meira en þig grunar. Dóttir mín
var sextán ára þegar besti vin-
ur hennar nauðgaði henni."
„Hættu að berja á sjálfri þér. Vertu ekki
að spyrja að því hvað þú hefðir getað
gert til að afstýra þessu. Spyrðu heldur
hversslags menn geta hugsað sér að
gera svona lagað.“
28 Vikan