Vikan


Vikan - 07.06.1999, Blaðsíða 55

Vikan - 07.06.1999, Blaðsíða 55
Stum aði að gera ei róttækj inu, ófrísj ham hvernig það yrði ef við mynd- um í sameiningu þurfa að fást við gráan hversdagsleikann; heimilishaldið, reikningana og uppeldi á börnum. Því við höfðum alltaf verið ein í heim- inum þegar við áttum stundir saman og ekkert hafði trufl- andi áhrif. En þetta ástand var langt frá því að vera tóm sæla. Það komu nokkuð mörg kvöld sem ég grét mig í svefn og bað til guðs um styrk til að hætta þessu. Svona sveiflaðist ég tilfinn- ingalega fram og til baka. Jólin voru sér- staklega erfið. Sá árstími er svo há- tíðlegur og jólin auðvitað og fyrst og fremst fjöl- skylduhátíð. Ég átti bágt með að hlusta á tregafulla tónlist á þessu tíma- bili án þess að tárast og þegar klukkan sló sex á aðfanga- dagskvöld herptist maginn saman. Ég sá hann stöðugt fyrir mér halda heilög jól með fjölskyldu sinni. Mér leið mjög illa alltaf þegar við kvödd- umst því við vorum búin að vera svo náin og mig lang- aði að hvíla í örmum hans áfram. Hann skildi eftir sig þunga rakspíralykt og stórt tómarúm í sálu minni. Stund- um hvarflaði að mér að gera eitthvað róttækt í málinu, t.d. verða ófrísk eftir hann. Sem betur fer gerði ég aldrei al- vöru úr því en velti oft fyrir mér hvernig hann þyrði að treysta mér að þessu leyti og túlkaði ég það á þann veg að hann ætlaði bara að láta skeika sköpuðu. Ég gerði mér grein fyrir að þessu sambandi yrði að ljúka fyrr en síðar og prófaði að fara út með vin- konum mínum á skemmtistaði og ýmis mannamót. En ég sá bara enga aðra menn og hélt tryggð við hann þótt það hljómi kannski fáránlega. Ég hélt tryggð við mann sem var konunni sinni ótrúr! Þrátt fyrir að ég væri mjög hrifin af manninum þá fóru loks að renna á mig tvær grím- ur. Hann var eitthvað svo frjáls og hafði það besta af öllu. Hann hafði tvær konur til að njóta. Ég varð stundum reið þegar ég hugsaði um hann sitjandi inni í stofu með konunni sinni að horfa á góða mynd eða það sem var öllu verri tilhugsun; með henni í rúminu. Mér fannst ég vera kúguð en vissi jafnframt að það var í mínum verkahring að slíta mig út úr þessu. Og loks kom að því. Ég gerði það með einu símtali. Við höfum hvorki hist né talað saman síðan ég sleit sambandinu og eftir á að hyggja var það mun auðveld- ara en ég hafði búist við. Að- eins tæpum tveimur mánuðum seinna kynntist ég yndislegum manni og við erum gift í dag. Það er ólýsalega góð tilfinning að geta gengið um götur bæj- arins með manninum sem ég elska og að geta notið saman alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. í því er hin raun- verulega ást fólgin; að deila lífinu saman bæði í blíðu og stríðu." lesandi segir Hrund Hauksdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okk- ar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. Meimilisf'an}>ih er: \'ikan „Lífsrcvnslusaga", Scljavej>ur 2, 1111 Rcykjavík, Netl'ang: vikan@frodi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.