Vikan


Vikan - 07.06.1999, Blaðsíða 56

Vikan - 07.06.1999, Blaðsíða 56
Texti: Steingeróur Steinarsdóttir Saman í saumaklúbbi þótt þær bui i sitt hvorri heimsalfunni Sjö konur halda upp á fimmtugsafmæli í Ástralíu tíma hinum megin á hnettin- um og sumir hinna búið tímabundið utanlands. í stelpubekk á handa- vinnubraut í gagnfræðaskóla í Reykjavík árið 1966 kom fljótlega í ljós að nokkrar stelpnanna áttu ákaflega vel skap saman og stofnuðu þær saumaklúbb. Seinna héldu þær sitt í hvora áttina en alltaf hélst samband- ið. Þær giftu sig, stofnuðu heimili og nokkrar þeirra fluttu úr i landi. Ein þeirra I var Guðrún | Ingimarsdóttir sem hélt alla leið til Perth í Ástralíu ásamt manni sínum Ásgeiri Helga- syni. I Ástralíu var þá skortur á iðnaðarmönn- um og bifvéla- virkjar, eins og Ásgeir er, voru eftirsóttir; svo eftirsóttir að __ Ástralir buðu þeim fríar ferðir út. Þau hjónin ætluðu aðeins að dvelja í tvö ár en þau urðu fimm. Þá komu þau heim aftur og dvöldu nokkur ár hér en fannst lífið auðveld- ara úti og Ástralía togaði í þau svo þau héldu út aftur. Saumaklúbbssystur Guð- rúnar eru sammála um að Meðal þess sem vek- ur athygli erlendra kvenna sem setjast hér að eru saumaklúbbarnir. Þær eru undrandi á hversu vel íslenskar konur rækta vináttuna og hvað böndin sem bundin eru í sauma- klúbbunum eru sterk og endingargóð. Þetta þekkja íslendingar mætavel og þyk- ir ekki mikið til um en það hlýtur að vera nokkuð sér- stakt að saumaklúbbur hafi haldist starfhæfur á fjórða áratug þrátt fyrir að einn meðlimur hans hafi verið búsettur nær allan þann 56 Vikan það sé fyrst og fremst hún sem haldið hafi lífi í glæðum klúbbsins þrátt fyrir fjar- lægðirnar öll þessi ár. I hvert sinn sem þau hjónin hafa komið í heimsóknir heim til Islands hefur klúbburinn hist. Önnur úr klúbbnum, Rannveig Ásbjörnsdóttir, bjó einnig utanlands, nánar tiltekið í Svíþjóð, meðan maður hennar lauk sérfræði- námi í læknisfræði en þrátt fyrir það rofnaði sambandið aldrei. Vildu vakna og sofna undir sama þaki I einum af fyrri heimsókn- um þeirra Guðrúnar og Ás- geirs til íslands var því sleg- ið fram meira í gamni en al- vöru að konurnar í sauma- klúbbnum ættu að halda upp á fimmtugsafmæli sín í Ástralíu hjá þeim. Guðrún tók þær á orð- inu og fór fljótt að skipu- leggja komu þeirra. Það er löng leið til Ástralíu og lengi vel voru þær ekki vissar um að þeim tækist þetta. Páskarnir féllu hins vegar ágætlega að ferðatímanum og þá gátu þær allar farið, ásamt mökum, nema ein sem var að láta ferma tvíbura, yngstu börnin sín, á sama tfma. Guðrún undirbjó komu vinkvenna sinna vel og skipulagði margar ferðir fyr- ir hópinn. Fyrst fóru þau í rútuferð og dvöldu tvo daga í sumarhúsum í nágrenni við vínekrur sem þau skoðuðu en næst var tekin á leigu skúta sem sigldi um með þau í heilan dag á Perthflóa. Meðal annars heimsóttu þau Rottnest Island, litla eyju þar sem pokadýr eru nánast einu íbúarnir. Þessi pokadýr eru staðbundin þarna í eynni og hafa aldrei flutt sig út fyrir hana. Fyrstu hvítu mennirnir sem þarna stigu á land héldu að þetta væru rottur en þetta eru fremur lítil pokadýr. Dýrin eru frið- uð og svo gæf að hægt er að Hópurinn uinkringdur dönsurununi sem svo niikiö var haft fyrir aft fá í veisluna. í liaksýn sést niálverk Þuríftar af Siuefellsjökli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.