Vikan - 07.09.1999, Page 8
hvernig námið er uppbyggt.
Sumir skólar bjóða upp á
eins árs nám en aðrir lengra.
Ég vildi fara í lengra nám og
fannst ég hafa mikið gagn af
því. Ég sé það þegar ég horfi
til baka hvað ég þroskaðist á
þessu tímabili."
Skiptir ekki miklu máli
hvaða nafn maður ber í leik-
húsgeiranum?
„Jú það gerir það. Ég er
svo heppin að heita Asta
Sighvats Ólafsdóttir þannig
að ég breytti ekki nafninu
mínu, sleppi einungis Ólafs-
dóttir til að auðvelda hlut-
ina. Margir þurfa að taka
upp ný nöfn og óskyld sín-
um eigin en ég slapp við
það.
Ég er ekkert að fela það
að ég er útlending-
ur, reyni frekar að
nýta mér þá sérstöðu."
Hvernig stóð á því að þú
fórst að leika með „Theatre
de Complicite“ leikhópnum
sem þú heillaðist svo af á
listahátíðinni forðum?
Það er ævintýri líkast að
Ásta ásarnt
tónlistarinann-
inuni Eto en
þau störfuðu
sanian við sýn-
inguna í Japan.
hafa fengið tækifæri til þess.
Mér fannst ég heppnasta
kona í heimi þegar ég fékk
upphringinu frá leikhópnum
mánuði áður en ég útskrif-
aðist og mér bauðst að
ganga til liðs við hann. Hóp-
urinn samanstóð af tíu leik-
urum. Þau höfðu leikið
þessa sýningu saman í fjögur
ár og komu á þeim tíma til
íslands á listahátíðina. Síðan
tók hópurinn sér hlé en var
boðið að koma til Banda-
ríkjanna og fara að sýna aft-
ur. Einhverra hluta vegna
hafði ég kynnst fólki sem
starfaði í hópnum og málin
þróuðust á þann veg að
hann vantaði litla og kraft-
mikla leikkonu og ég var sú
heppna. Ég trúði ekki að
þetta væri að gerast í
alvörunni, hélt mig
væri að dreyma. Ég
stóð þarna úti í
Englandi og allt í einu
farin að uppskera eins
og ég sáði til. Það var
stórkostlegt. Hópur-
inn leikur rnjög sjón-
rænt, sem er einmitt
það sem mér finnst
svo frábært að leika.
Það er eiginlega ekki
hægt að lýsa leikform-
inu. Hljóð og tónlist
eru mikið notuð og
leikurinn er eilítið
frábrugðinn því sem
er venjulega hjá at-
vinnuleikhúsum.
Eftir að ég komst í hópinn
rættust mínir stærstu draum-
ar. Ég var að útskrifast sem
leikkona sem mér fannst
frábært og skrýtið og svo
fékk ég tækifæri til að vinna
með hópnum. Þegar ég
„Eftir að ég komst í hópinn rættust mínu stærstu
draumar. Þegar ég sagði leikstjóranum frá þessu þá
sagði hann að ég þyrfti að eignast nýja drauma.11
sagði leikstjóranum frá
þessu þá sagði hann að ég
þyrfti að eignast nýja
drauma. Við ferðuðumst
víða með sýninguna okkar
og þetta var stærsta stundin
í lífi mínu.“
Langar að leika á ís-
lensku
Hverjir eru nýju draum-
arnir?
„Ég veit það eiginlega
ekki. Auðvitað langar mig
að leika og fá góð hlutverk.
Það má segja að nýr draum-
ur hafi ræst þegar það var
hringt til mín og mér boðið
að leika í Royal National
Theatre. Nýútskrifaði út-
lendingurinn í Bretlandi var
frá sér numin að vera boðið
slíkt hlutverk. Þetta var
mikil viðurkenning fyrir
mig. Ég er ekki einu sinni
með umboðsmann. Ég
komst síðar að því að hlut-
verkastjórnandinn eða
„casting director“ frá leik-
húsinu hafði fylgst með mér
frá því ég útskrifaðist og þar
til hún hringdi til mín. Ég
var mjög hissa þegar ég upp-
götvaði það.“
Nú lékstu í japanska þjóð-
leikhúsinu á tímabili.
Hvernig upplifun var að
leika á japönsku?
„Það var mjög sérstakt.
Ég hafði áður farið með
leikhópnum „Theatre" og
leikið í Japan en reynslan að
leika á sviðinu í japanska
þjóðleikhúsinu var allt önn-
ur. Þegar ég var beðin um að
leika í Japan ákvað ég að slá
til. Mér fannst þetta freist-
andi tilboð. Þetta var hins
vegar erfitt. Ég var í Japan í
þrjá mánuði og þurfti að
leika mína rullu á japönsku.
Það var eina tungumálið
sem ég heyrði í kringum
mig. Ég gat ekki einu sinni
hlustað á ensku í útvarpinu.
Þetta var svolítið einangr-
andi tímabil. Geisladiskarnir
mínir komu a.m.k. að góð-
um notum þegar ég var farin
að sakna þess að heyra ekk-
ert annað en japönsku. A
tímabili var mér farið að
líða svolítið illa því mér
fannst þetta ekki eins spenn-
andi og ég hélt að það
myndi verða. Þetta var
skrýtið tímabil og sú hugsun
kom upp í huga mér hvort
ég vildi virkilega vera leik-
kona en hún rjátlaðist sem
betur fer fljótt af mér.
Mér fannst rnjög gott að
vinna með leikstjóranum og
margir samleikarar mínir
voru meðal fremstu leikara
Japans. Við sýndum „Góða
sálin í Sesúsan" eftir Brecht.
Japanir elta svolítið það sem
er í tísku á Vesturlöndum og
því held ég að Brecht hafi
orðið fyrir valinu.
Hvaða búsetuform sérðu
fyrir þér í framtíðinni?
„Mig langar að búa á báð-
um stöðum en ég mun hafa
aðsetur í London eitthvað
áfram. Ég kem reglulega
heim til íslands því hér á ég
fjölskyldu og vini sem ég vil
hitta reglulega. Ég er hins
vegar búin að mynda tengsl
við marga í London og farin
að hafa góð sambönd þar.
Ég hef líka flakkað mikið og
því búin að kynnast fólki
víða í heiminum. Mig langar
að leika á íslensku þótt ég sé
ekki tilbúin til að flytja heim
strax.“
Lesendur Vikunnar sem
eiga leið um London í vetur
geta kíkt á gríska harm-
leikinn Oresteia sem sýndur
er í Royal National
Theatre. Þar geta þeir séð
þessa frísku og fjörugu
leikkonu sem er að leita að
stærri draumum fyrir lífið.
8 Vikím