Vikan - 07.09.1999, Page 10
Texti: Steingerður Steinarsdóttir
Myndir: Baldur Bragason
uðrún
Lárus-
dóttir er
ekki göm-
ul. Hún
verður
nítján ára í desember en
samt þakkar þessi stúlka sín-
um sæla fyrir að hún skuli
vera á lífi og gleðst yfir
hverjum nýjum degi. Guð-
rún lenti í alvarlegu vinnu-
slysi á lyftara þegar hún
vann hjá Hagkaupum fyrir
nokkrum árum og var hætt
komin. Nú í vor fór bíll
hennar út af örstutt frá
Borgarnesi og mátti teljast
kraftaverk að hún slapp lítið
meidd úr þeim hildarleik.
Um tildrög slyssins á lager
Hagkaupsverslunarinnar
segir Guðrún:
„Ég ætlaði að taka mér far
með lyftaranum og stóð
milli stýrishúss lyftarans og
gálgans. Drengurinn sem
keyrði tók í ranga stöng svo
gálginn færðist aftur og
kramdi mig. Ég heyrði hvell
þegar mjaðmagrindin
brotnaði og ég missti
meðvitund af sárs-
auka. Þegar ég rank-
aði við mér lá ég á
hnjánum á gólfinu.
Sársaukinn var mikill
og ég varð mjög
hrædd, ég hélt ég
myndi aldrei aftur
stíga í fæturna.
Ég þurfti ekki að
fara í uppskurð, brot-
ið var það beint en ef
blætt hefði inn á brot-
ið væri ég ekki lifandi
í dag. Ég vissi reyndar
ekki fyrr en læknarnir
sögðu mér það seinna
hversu hætt ég var
komin en þegar
sjúkraflutningamenn-
irnir óku mér inn á
gjörgæsludeild var ég
dofin af morfíni. Eitt-
hvað fékk mig samt til að
spyrja: „Er ég að deyja? En
að sjálfsögðu segja þeir
manni það ekki svo þeir
svöruðu: Nei, nei það verður
allt í lagi með þig.“
Ég lá í fjórtán daga á spít-
alanum og einstaklega góð-
ur bróðir minn, Kristján
kom og heimsótti mig á
hverjum degi og reyndist
mér mikil stoð og stytta. Ég
met enn við hann hversu
frábærlega vel hann reyndist
mér þennan tíma.
Eftir slysið þjáist ég af
bakverkjum og verkjum í
rófubeini. Ég má ekki vinna
mikið eða reyna á mig á
annan hátt án þess að fá
verki. Ef ég vinn lengi fæ ég
einnig í bakið. Ég er í raun
öryrki eftir þetta.“