Vikan


Vikan - 07.09.1999, Page 11

Vikan - 07.09.1999, Page 11
Lætur sársauka ekki á sig fá Guðrún hefur enn engar bætur hlotið eftir slysið en hún segir að það taki ein- faldlega tíma að ganga frá þeim hlutum. Þessi unga stúlka virðist hafa tekið sér til fyrirmyndar viðhorf sæ- hetja fyrri tíma því hún bítur á jaxlinn, bölvar í hljóði og lætur ekki sára verki stjórna lífi sínu. Hún vinnur við af- greiðslustörf af miklum dugnaði. Hún er í vakta- vinnu hjá Aktu - taktu og þarf oft að standa langtím- um saman. Hún segist sjálf vera hálfgerður hrakfalla- bálkur sem þurfi alloft að heimsækja spítala. „Einu sinni festist á mér hnéð. Eg beygði það og í þeirri stellingu læstist liður- inn. Eg gat hreinlega ekkert hreyft hann. Eg fór upp á spítala og þar tók á móti mér sami læknir og hafði stuttu áður aðstoðað mig vegna smákvilla. Við skul- um segja að hann sé alla- vega ekki mjúkhentur lækn- ir því ég stundi þegar ég sá hann: „Nei, ekki þú aftur.“ Hann togaði síðan í fótinn og sneri einhvern veginn upp á svo liðurinn hrökk í sama farið. Þetta var gert al- veg án deyfingar og var alls ekki sársaukalaust.“ I vor lenti Guðrún svo í alvarlegu bílslysi. Hún var ein á ferð rétt fyrir utan Borgarnes þegar bílinn fór út af. „Eg var að koma frá Hrútafirði og á leið heim. Þetta var rétt eftir miðnætti og ég sofnaði undir stýri. Það síðasta sem ég man er að ég sá að ég var komin út í kant og ég rykkti í stýrið. Það eru röng viðbrögð við þessar aðstæður og bílinn hentist út af. Ég man næst eftir mér þar sem ég stóð á veginum og reyndi að veifa í bíla sem leið áttu framhjá. Tónlistarmaðurinn KK eða Kristján Kristjánsson, átti leið þarna um og hann stoppaði og fór að aðstoða mig. Hann var alveg sérstak- lega yndislegur og ég er honum óskaplega þakklát fyrir hjálpina. Ég veit ekki hvernig ég komst út úr bílnum eða upp á veginn. Ég var bólgin og marin í framan og annar handleggurinn úr lið. Ég var öll tandurhrein sem er ákaf- lega undarlegt því bílinn lá á hlið ofan í skurði og var eitt moldarflag. Rúðan bílstjóra megin var galopin en það var rafmagnsstýring á rúð- unum. Ég man hvorki eftir að hafa skrúfað hana niður né að hafa losað mig úr ör- Eq er fvrst og fremst þakklát fyrir ao vera á lífi. Serstak- lega eftir fyrra slysið því þá munaði svo litlu. Vikan 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.