Vikan


Vikan - 07.09.1999, Qupperneq 16

Vikan - 07.09.1999, Qupperneq 16
Samantekt: Margrét V. Helgadóttir Vinkonan vinsæla Jennifer Aniston Sjónvarpsþættirnir um vinina skemmtilegu eöa „Friends" njóta mikilla vinsælda. Leikararnir sex, sem mynda þennan ágæta vinahóp, eru allir meira og minna hlaðnir verkefnum samhliða sjónvarpsþáttagerðinni. Jennifer Aniston, sem er í hlutverki Rachel, virðist njóta mestra vinsælda leikaranna þegar Ijósmyndarar og fjölmiðlafólk eru annars vegar. Ein megin- skýringin á miklum vinsældum Jennifer að undanförnu gæti verið ástarsamband hennar við kyntröllið sjálft, Brad Pitt. ennifer Aniston var óþekkt andlit áður en hún tók að sér að leika Rachel í hópi sexmenning- anna vinsælu. Hún var engu að síður töluvert reynd leik- kona áður en hún fékk hlut- verkið í Vinum. Jennifer Aniston er fædd í Kaliforníu þann 11. febrúar 1969 en fluttist ung að árum ásamt fjölskyldu sinni til New York þegar faðir hennar, leik- arinn, John Aniston, fékk hlutverk í sápuóperu. Foreldr- ar hennar skildu þegar hún var barn að aldri. Umhverfið Vinirnir og turtildúfurnar Rachel og Ross gegna niikil- vægu hlutverki í vinahópnum. 16 Vika n sem hún ólst upp í var allt tengt leiklist á einn eða annan hátt og því varð enginn undr- andi þegar hún hóf nám við Rudolf Steiner School Drama Club. Jennifer segir sjálf að hana hafi alltaf langað til að verða leikkona. Reynsla henn- ar úr leiklistarskólanum hafi lagt grunninn að leikferlinum. Hún útskrifaðist úr skólanum árið 1987 og fékk fljótlega hlutverk á Broadway. Fyrsta hlutverkið í sjónvarpsþætti var í þáttum sem báru nafnið Molloy. Jennfer fékk smáhlut- verk í þáttum og kvikmyndum og sem dæmi lék hún í Quant- um Leap sem voru sýndir í nokkur ár hérlendis. Hamingjusöm í Hollywood Samkeppnin í Hollywood er hörð og menn leggja mikið á sig til að fá rétta hlutverkið. Jennifer þótti of feit að mati Hollywood leikstjóra og var send heim með þau fyrirmæii að grenna sig ef hún vildi verða stjarna. Jennifer var ekki á sama máli en hún vó rúmlega sextíu kfló. Engu að síður ætlaði hún sér að næla í almennileg hlutverk og því fuku tæp fimmtán kíló á einu ári. Hún þurfti að hafa heil- mikið fyrir því að léttast og hafði sérfræðinga sér til að- stoðar. Hún æfði undir stjórn einkaþjálfara einu sinni á dag og var með næringarráðgjafa. Jennifer getur engan veginn litið á sjálfa sig sem kyntákn. I „í hvert skipti sem ég sé sjálfa Jennifer ásanit sínum heittelskaða, Brad Pitt. Vinahópurinn stendur þétt saman í blíðu og stríðu bæði í upptökusalnum og á öðrunr stundum. mig á forsíðu tímarits eða í sjónvarpsþætti er ég mikið förðuð og flott greidd. Mér finnst þetta ekki vera ég sjálf. Ég heyri oft að ég sé með svo fallegt hár. Það er kannski fal- legt núna en það hefur ekki alltaf verið svona. Þegar ég var yngri var það mjög liðað og stóð út í allar áttir. Á tíma- bili reyndi ég að herma eftir hárgreiðslu annarra leikkvenna en það var hræði- legt. Maður á aldrei að reyna að herma eftir stfl annarra." Þegar vigtin stóð í réttri tölu voru Jennifer allir vegir færir og hlutverk Rachel barst upp í hendurnar á henni. Eftir að Vinir urðu vinsælir fékk Jennifer betri kvikmyndahlut- verk og hefur hún leikið í hverri kvikmyndinni á fætur annarri. Þar má nefna Object of My Affection, She’s the one og Picture perfect. Fljótlega eftir að sýningar á Vinum hófust kom í ljós að þarna var fundin formúlan að fullkomnum þætti og þættirnir nutu strax gífurlegra vinsælda. í haust hefjast tökur á þátt- unum í sjötta sinn og hafa leikararnir sex sammælst um að halda áfram svo framarlega sem allir hinir halda áfram í þáttunum. Ástamál Jennifer hafa verið mikið í sviðsljósinu allt frá því hún varð þekkt andlit í Hollywood. Á tímabili var Jennifer með Adam Durirz, söngvaranum úr Counting Crowds. Eftir að hafa kynnst Tate Donovan við upptökur á þáttum um Vinina byrjuðu þau að rugla saman reitum sínum. Sambandið entist ekki lengi. Tate Donovan er ís- lenskum sjónvarpsáhorfend- um góðkunnur því hann leikur prestinn í þáttunum Þrenning- in, sem sýndur er í sjónvarp- inu um þessar mundir. Jennifer gerir greinilega
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.