Vikan - 07.09.1999, Page 19
sem hefur það áhugamál að gleðja ferðamenn.
Meira metinn á
fámennum stað
„Hérna fæ ég miklu meiri
útrás fyrir sköpunargleðina
en ef ég byggi í Reykjavík.
Það réði töluverðu um það
að ég flutti aftur heim.
Einnig það að á þetta fá-
mennum stað er maður
miklu meira metinn, maður
týnist ekki í fjöldanum. Hér
er rólegt og fallegt og stutt í
allt.“ Albert vill vera laus
við skarkalann en hann tek-
ur það jafnframt fram að
hann sæki nokkuð til
Reykjavíkur. „Eftir að ég
flutti er ég duglegri en áður
að sækja ákveðna viðburði í
Reykjavík. Ég fer miklu
meira á listsýningar og læt
hlutina ekki fara fram hjá
mér eins og kom gjarna fyrir
þó maður vissi af þeim.“
Hann lætur hlutina heldur
ekki fara fram hjá sér á Fá-
skrúðsfirði. Fyrir utan það
að skreyta fjörðinn með lit-
ríkum og öðruvísi listaverk-
um hefur hann tekið sér
ýmislegt fyrir hendur.
M.a. hefur hann skipu-
lagt vinsælar gönguferð-
ir upp á nokkur fjalla
Fáskrúðsfjarðar á 17.
júní ,staðið fyrir Is-
landsmeistara-
Við vinnu á Alberti frænda.
Það er nóg að gera í liár-
greiðslunni hjá Alberti og
kemur fólk hvaðanæva að til
að setjast í stólinn hjá honuin.
keppni í sveskju-
steinaspýtingum
og hann hefur
tekið þátt í und-
irbúningi
Franskra daga
j,--,
sem haldnir eru árlega og
miða að því að fá brottflutta
Fáskrúðsfirðinga og ferða-
fólk til að heimsækja fjörð-
inn.
Þó Albert hafi mikið að
gera er framtíð hans ekki
falin í því að búa á Fá-
skrúðsfirði. „Nei, alls ekki,“
segir hann þegar komið er
inn á hárgreiðslustofu Al-
berts frænda og búið er að
skoða klósettið og regn-
bogasteininn á leiðinni inn í
kaup-
staðinn. „Þetta er tímabund-
in búseta. Ég lít þannig á að
gott sé að reyna ýmsa hluti,
prófa reglulega eitthvað
nýtt. Ég ætla mér þó að vera
hérna eitthvað áfram
en annars er fram-
haldið óráðið eins
og með listaverk-
in. Það má ekk-
ertláta
uppi.“
Þær eru brosmildar og ja-
kvæðar þessar. Albert hef-
ur málað á heyrúllur í fjög
ur sumur og segir það ein-
göngu gert til að gleðja
augu ferðamanna.
Texti: Halla Bára Gestsdóttir Myndir: Gunnar Sverrisson