Vikan


Vikan - 07.09.1999, Qupperneq 19

Vikan - 07.09.1999, Qupperneq 19
sem hefur það áhugamál að gleðja ferðamenn. Meira metinn á fámennum stað „Hérna fæ ég miklu meiri útrás fyrir sköpunargleðina en ef ég byggi í Reykjavík. Það réði töluverðu um það að ég flutti aftur heim. Einnig það að á þetta fá- mennum stað er maður miklu meira metinn, maður týnist ekki í fjöldanum. Hér er rólegt og fallegt og stutt í allt.“ Albert vill vera laus við skarkalann en hann tek- ur það jafnframt fram að hann sæki nokkuð til Reykjavíkur. „Eftir að ég flutti er ég duglegri en áður að sækja ákveðna viðburði í Reykjavík. Ég fer miklu meira á listsýningar og læt hlutina ekki fara fram hjá mér eins og kom gjarna fyrir þó maður vissi af þeim.“ Hann lætur hlutina heldur ekki fara fram hjá sér á Fá- skrúðsfirði. Fyrir utan það að skreyta fjörðinn með lit- ríkum og öðruvísi listaverk- um hefur hann tekið sér ýmislegt fyrir hendur. M.a. hefur hann skipu- lagt vinsælar gönguferð- ir upp á nokkur fjalla Fáskrúðsfjarðar á 17. júní ,staðið fyrir Is- landsmeistara- Við vinnu á Alberti frænda. Það er nóg að gera í liár- greiðslunni hjá Alberti og kemur fólk hvaðanæva að til að setjast í stólinn hjá honuin. keppni í sveskju- steinaspýtingum og hann hefur tekið þátt í und- irbúningi Franskra daga j,--, sem haldnir eru árlega og miða að því að fá brottflutta Fáskrúðsfirðinga og ferða- fólk til að heimsækja fjörð- inn. Þó Albert hafi mikið að gera er framtíð hans ekki falin í því að búa á Fá- skrúðsfirði. „Nei, alls ekki,“ segir hann þegar komið er inn á hárgreiðslustofu Al- berts frænda og búið er að skoða klósettið og regn- bogasteininn á leiðinni inn í kaup- staðinn. „Þetta er tímabund- in búseta. Ég lít þannig á að gott sé að reyna ýmsa hluti, prófa reglulega eitthvað nýtt. Ég ætla mér þó að vera hérna eitthvað áfram en annars er fram- haldið óráðið eins og með listaverk- in. Það má ekk- ertláta uppi.“ Þær eru brosmildar og ja- kvæðar þessar. Albert hef- ur málað á heyrúllur í fjög ur sumur og segir það ein- göngu gert til að gleðja augu ferðamanna. Texti: Halla Bára Gestsdóttir Myndir: Gunnar Sverrisson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.