Vikan - 07.09.1999, Side 20
Texti og myndir: Adda Steina Björnsdóttir
heiminn í höndunum
lukunum
Dagurinn var 26. nóvember
árið 1990. Staðurinnvar
hin helga borg Varanasi
við Ganges fljót á Indlandi. Var-
anasi er einn þeirra staða sem
gera tilkall til þess að vera nafli
alheimsins. Þangað hafa trúaðir
hindúar komið til að deyja í ár-
þúsundir og Búdda sjálfur fékk
uppljómun undir tré ekki langt þar
frá. Loftið er þrungið þeim krafti
sem maður finnur á stöðum þar
sem stanslaust er beðið til æðri
máttar og þrungið ýmsu öðru
líka: lykt af reykelsum, brenndu
holdi frá líkbrennslum, kúamykju,
svita, raka og kryddi. Það var
stanslaus ómur í lofti af söngli,
bjöllum, bflaflautum og reið-
hjólaflauti frá þríhjóla rikksjá
leigubflunum sem oft voru fótstig-
in upp á gamla mátann. Nafli al-
heimsins og þeir sem þar dvelja
hafa heiminn - eða það sem máli
skiptir af heiminum - í höndum
sér.
Við hjónin bjuggum á litlu hóteli
nálægt fljótinu. Þetta var ekki
ódýrasta gisting sem völ var á;
ekki farfuglaheimil eða subbulegt
flóabæli með gægjugötum á
veggjunum og blóðslettum upp
um alla veggi, slettum sem koma
þegar ferðalangar dreþa flugur
og flær en aðeins of seint. Við
höfðum oft gist á þannig hótelum
en þetta var ekki í eitt af þeim
skiþtum. í þetta sinn vorum við
fréttaritarar Ríkisútvarpsins,
Stöðvar tvö og Bylgjunnar á ferð
um Asíu og bárum ábyrgð á dýr-
um mynd- og hljóðupptökutækj-
um. Þess vegna völdum við jafn-
an miðstéttarhótel af þeirri gerð
sem yfirleitt voru sótt af indversk-
um kaupsýslumönnum og lágt
settum embættismönnum, hótel
þar sem herbergin höfðu salerni
með gati í gólfi og fötu til að
sturta vatni yfir sig; herbergi þar
sem rafmagnið virkaði.
Þennan tiltekna morgun var ég
veik. Við húktum því inni, skrifuð-
um pistla og reyndum að kokka
upp efni sem gæti geðjast ís-
lenskum hlustendum og áhorf-
endum. Upp úr hádegi fórum við
að heyra læti á ganginum fyrir
utan herbergið, hlaup og hróp en
þó ekki svo mikil að okkur þætti
ástæða til að kanna málið.
Um eittleytið vorum við orðin
svöng og ákváðum að fara út í
matarleit. Þegar við opnuðum
hurðina vall þéttur reykur inn í
herbergið. Það var kviknað í á
hæðinni. Við snérum við, lokuð-
um hurðinni og gripum í snarhasti
farangurinn og tækin dýru. Svo
opnuðum við aftur og brutumst
fram eftir ganginum og niður stig-
ann í afgreiðsluna. Á leiðinni tók
ég eftir því að eldurinn var mest-
ur í herberginu á móti okkar her-
bergi.
Enginn skipti sér af okkur.
Hótelstjórinn var að reyna að
hringja á slökkviliðið en náði
greinilega ekki sambandi. Hann
skellti niður símanum, hljóp út og
veifaði á rikksjá. Gamall maður
kom hjólandi í rikksjá og tók hann
upp í. Enginn á götunni virtist
kippa sér upp við lætin eða reykj-
arlyktina úr húsinu. Hnetusalinn
við innganginn leit ekki upp, helg-
ar kýr lágu áfram og jórtruðu á
götunni fyrir framan hótelið og
rakarar skófu skeggbrodda af
viðskiptavinum upp á gangstétt-
inni.
Starfsmenn hóteisins voru á
þönum með vatnsfötur og klúta
og við fengum okkur sæti niðri til
að sjá hverju fram yndi.
Korteri síðar kom slökkviliðið
og með þeim hóteleigandinn.
Eitthvað gekk þeim illa að koma
bílnum að. Fyrst þurfti að semja
við hnetusalann og svo þurfti að
stugga við kúnum. Hið sfðar-
nefnda gekk ekki áreynslulaust.
Ekki má sýna helgum kúm dóna-
skap og þær sinntu lítið kurteis-
legu þoti brunaliðsins. Myndar-
legur vatnabuffaló bættist í hóþ-
inn gerði sig líklegan til að leggja
- allt eftir því
hvernig á
það er litið.
til atlögu við brunabílinn en var
ýtt burt á síðustu stundu. Að lok-
um tókst að leggja bílnum og
þegar gild vatnsslangan var dreg-
in upp að hótelinu sáu fulltrúar
Ríkisútvarpsins, Stöðvar tvö og
Bylgjunnar þann kost vænstan að
koma dýrum tækjum út áður en
allt flyti í vatni. Við færðum okkur
út á götu og tókum okkur stöðu
milli rakaranna og hnetusalans.
Þá skynjaði hótelstjórinn að eitt-
hvað amaði að hjá gestum hans.
Hann kom hlaupandi á eftir okkur
og spurði með undrunarhreim:
Eru þið að bóka ykkur út?
Fulltrúum RÚV, Stöðvartvö og
Bylgjunnar varð fátt um svör í
fyrstu en sögðust loks ætla að
bíða átekta og sjá hvort eitthvert
hótel yrði eftir til að gista á. Hót-
elstjórinn tók skýringuna gilda og
bauð okkur að bíða inni í mat-
salnum, því þar væri enginn eld-
ur.
Hótelið brann ekki til kaldra
kola, við gistum þar aftur næstu
nótt en fengum nýtt herbergi þar
sem hið gamla bauð heim hættu
á reykeitrun.
Hnetusalinn fór aftur á sinn
stað, rakararnir héldu áfram starfi
sfnu á götunni og innan skamms
voru nokkrar heilagar kýr búnar
að leggja sig fyrir framan hótelið
að nýju.
20 Vikan