Vikan - 07.09.1999, Side 52
Molarnir:
Það er í raun viðeigandi að þessar hversdagshetjur hafi eitt sinn ver-
ið fastagestir heima í stofu - og staðreyndin er að stór hluti leikar-
anna hóf feril sinn í sjónvarpi - og eru margir þar að einhverju leyti
enn.
. Greg Kinnear var þekktur sem líflegur þáttastjórnandi blaðursúpunn-
ar „Talk Soup“ áður en Hollywood bankaði upp á.
Ben Stiller vakti fyrst athygli í hinum margfrægu gamanþáttum „Sat-
urday Night Life“, byrjaði svo með eigin þátt „The Ben Stiller Show“
og þar var þá óþekkt leikkona, Janeane Garofalo, einmitt fastagest-
ur, svo sló hún í gegn í fyrstu mynd Stillers, Reality Bites - spreytti
sig síðar í „Saturday Night Life“ eins og Stiller auk þess sem hún
heillaði áhorfendur MTV á milli myndbanda.
William H. Macy þekkja örugglega allir í sjón - ástæðan: Dr. David
Morgenstern, yfirlæknir á Bráðavaktinni. Hank Azaria þekkja aftur á
móti fæstir í sjón en röddin, eða raddirnar, er með þeim þekktari í
heiminum, enda koma búðarlokan Apu, barþjónninn Moe, lögreglu-
stjórinn Wiggum, erkikrimminn Snake, Dr. Nick Riviera og fleiri íbúar
Springfield úr barka Azaria.
Innan um þessa atvinnuleikara eru í minni hlutverkum hasarleikstjór-
inn Michael Bay (Armageddon, The Rock) og músíkantinn Tom Waits.
Geoffrey Rush) sökum þess
að helsta ofurhetja borgar-
innar, Captain Amazing
(Greg Kinnear) er í óvina-
höndum.
Þó er ástæða hetjanna
okkar fyrir því að berjast við
illmenni borgarinnar ekki
aðeins réttlætiskenndin. Þær
vilja einnig komast í fjöl-
miðlana og vekja athygli á
sér, enda var Captain
Amazing enginn fátækling-
ur, með umboðsmann,
styrktarsamning við Nike og
Budweiser auglýsingu á
skikkjunni. En að öllum lík-
indum mun þó samviskan
hafa betur að lokum enda
vilja þau öll fyrst og fremst
bara bjarga heiminum - á
meðan Cassanova Franken-
stein vill stjórna heiminn að
illmenna sið. En hvað eru
allir þessir leikarar að vilja?
Það sem vekur nefnilega at-
hygli er að þessar annars
flokks ofurhetjur eru leiknar
af nokkrum fyrsta llokks
leikurum. Geoffrey Rush
hefur tekið við af Gary Old-
man og leikur nú flest öll ill-
menni í kvikmyndum, nú
síðast í Elizabeth og Vesa-
Mystery Men heitir
hún nýjasta ofur-
hetjumyndin sem
kemur frá draumasmiðj-
unni. Það sem gerir ofur-
hetjur þessarar myndar sér-
stakar (eða í raun ekki sér-
stakar) er að þær hafa í raun
enga yfirnáttúrulega krafta.
Til að mynda leikur Janeane
Garofalo keiluspilarann The
Bowler og er ekki einu sinni
góð í keilu - aftur á móti er
höfuð föður hennar inni í
keilunni - og þó hann sé
dauður nöldrar hann enn!
Þá er það William H. Macy
sem leikur snjómoksturs-
manninn Shoveler hvers
„ofur“kraftar eru að moka
snjó, Hank Azaria sem Blái
Raja og Kel Mitchell sem
ósýnilegi drengurinn - sem
að vísu er bara ósýnilegur ef
enginn horfir á hann. For-
ingi þeirra er svo Mr. Furi-
ous, leikinn af Ben Stiller -
sem er reiður. En það er
engu að síður ljóst að þessar
hversdagslegu ofurhetjur
munu þó þurfa að bjarga
Meistaraborg frá hinum illa
Cassanova Frankenstein
(óskarsverðlaunahafinn
lingunum. Hank
Azaria hefur
stolið senunni í
litlum hlutverkum
í myndum á borð
við The Birdcage,
Janeane Garofalo
sló í gegn í The
Truth About Cats
and Dogs og hefur
síðan oft á tíðum
verið það besta
við allt of margar
lélegar myndir -
undantekning á
því er þó hin kol-
svarta Clay Pige-
ons og vonandi þessi. Vinur
hennar Ben Stiller var að
elta hana Maríu hérna í
fyrrasumar en hafði áður
vakið athygli fyrir hina
sjaldséðu perlu Zero Effect
og leikstjórn sína á Reality
Bites og The Cable Guy.
Greg Kinnear vakti upphaf-
lega athygli í Sabrina og
fékk svo óskarstilnefningu
fyrir As Good As It Gets. Þá
er það William H. Macy sem
fékk sína óskarstilnefningu
fyrir Fargo og hefur síðan
leikið í myndum á borð við
A Civil Action og Pleasant-
ville. Ástæðu þess að hann
tók að sér hlutverkið segir
hann vera þá að hann komst
að því að leikstjórinn, Kinka
Usher (sem hér leikstýrir
sinni fyrstu mynd), hafi gert
allar þær auglýsingar sem
hann hafi hlegið að. Auk
þeirra sem hér hafa verið
nefndir eru leikarar á borð
við þokkadísirnar Lenu Olin
hina sænsku og Claire Forl-
ani, samanþjappaði Bretinn
Eddie Izzard, indíáninn Wes
Studi, sem leikið hefur sjálf-
an Geronimo og Paul Reu-
bens, betur þekktur sem
Pee-Wee Herman. Sem sagt
fyrsta flokks leikarar, annars
flokks ofurhetjur - en í
hvaða flokki verður mynd-
in?
Vikan