Vikan - 28.09.1999, Side 15
einnig væri hægt að taka
minni hópa í mat og mögu-
leiki væri á að leigja bátinn
út fyrir ýmsar uppákomur. I
því sambandi má nefna
veislur, fundi og jafnvel
brúðkaup og nú þegar hafa
brúðhjón eytt brúðkaups-
nóttinni sinni í svítu snekkj-
unnar úti fyrir mynni Hellis-
fjarðar.
í Eldingu er öll aðstaða
upp á það besta, vægast
sagt. Fyrir utan svítu, sem er
með klósetti og sturtu, er
annað herbergi með rúmum
fyrir tvo og önnur snyrting,
Svítan setur óneitanlega svip á snekkjuna og gerir hana "ekta".
Þar hafa brúðhjón nú þegar eytt brúðkaupsnóttinni sinni.
þá góð eldunaraðstaða og
matsalur. Gott rými er fyrir
farþega, bekkir og borð, og
á "efra dekki” er hægt að
njóta útiverunnar. Astæða
þess að eigendur Fjarðar-
ferða hf völdu það að kaupa
Eldingu var að báturinn
uppfyllir allar kröfur Sigl-
ingamálastofnunar og meira
til. Báturinn er byggður sem
úthafsbátur, hann er stöðug-
ur á sjó og sterkbyggður,
með kraftmiklum vélum og
vel búinn siglingatækjum.
Hann er 750 hestöfl, með
tvær aðalvélar og ljósavél
sem framleiðir 220 volta raf-
magn. Hann er með hitara
og landtengingu við raf-
magn, hefur leyfi til siglinga
um Norðfjörð með 43 far-
þega en til langsiglinga með
20 farþega.
Óskasiglingin uppfyllt
Fjarðaferðir hf hafa ávallt
boðið upp á fastar siglingar
um Norðfjörð ásamt
sjóstangaveiðiferðum. Hin
hefðbundna sigling er farin
frá Neskaupstað, siglt fram í
Hellisfjörð, kíkt inn í nokkr-
ar víkur og inn undir helli
sem er við Viðfjarðarnes.
Fyrir minni Viðfjarðar eru
rifjaðar upp nokkrar
draugasögur, þá siglt út með
Barðsnesi, farið í víkur og
voga, út með Rauðubjörg-
um og undir fuglabjargið. Þá
er siglt þvert yfir flóann, upp
að Nípu sem er hæsta stand-
berg úr sjó á íslandi 813,
metrar á hæð, og þaðan er
siglt til baka.
Þessar ferðir eru farnar
tvisvar sinnum í viku en eins
og Hlífar tekur fram þá er
möguleiki á að uppfylla nán-
ast allar óskir sem berast og
fara í ýmss konar hópferðir.
Töluvert er um að siglt sé til
Seyðisfjarðar og eins til
Mjóafjarðar að Dalatanga
en þegar þangað er komið
sést norður að Glettingi og
suður að Gerpi. I vetur er
stefnt að því að bjóða upp á
veiðiferðir.
Þegar Hlífar er spurður að
því hvort þeir félagarnir hjá
Fjarðaferðum hf hafi ekki
þótt djarfir og fremur stór-
huga að kaupa 50 feta
snekkju játar hann og segir
..."sjálfsagt erum við það.
Þetta er mikil fjárfesting en
við fundum þörfina á að
eignast stærri bát og geta
sinnt ferðamönnum og öðr- 2 ^
um ennþá betur en við höf- 3 5.
um getað gert hingað til. jj' ^
Einnig vildum við fjölga O 51
möguleikum í ferðaþjónustu 3 w
og því slógum við til." SJ
Það er enginn vafi á því að </>81
sigling á Eldingu er mönn- 5 »
um mikil skemmtun. Bátur- «
inn líður um hafið og, eins o §;
og Hlífar segir, að lokum 2;
standa menn gapandi af
undrun yfir glæsifleyinu og
njóta siglingar með henni
fram í fingurgóma.
Elding er
óneitanlega
Hún er
stærsta
snekkja á
Islandi, 50
fet, og eig-
hcnnar
þykja f'rein-
ur djarfír
og stórhuga
að hafa
Horósalur
Eldingar er
nokkuð
riinigóður
fyrir litla
annars eru
bckkir og
borð víða
11111 snekkj-
Hlífar eru
snekkjuna
og segja
bjóða upp
á uiarga
niöguleika
|)j óniistn.