Vikan


Vikan - 28.09.1999, Side 18

Vikan - 28.09.1999, Side 18
- wm iÆ kiðlingum i niepaisKn vr epal er fátækt land í Himalaja- fjallgarðinum. Það státar með- al annars af hæsta fjalli heims og er vin- sælt meðal fjall- gongumanna. En venjulegir skussar sem ekki klífa fjöll geta líka notið ferðar þang- að því að Nepal býður upp á fjölskrúðugt jurta- og dýralíf, iðandi mannlíf í döl- um og bæjum, stórbrotna náttúru og áhugaverða minjagripi. Ferðir um þrönga vegarslóða Himala- jafjalla eru hins vegar ekki hættulausar, jafnvel ekki á þjóðvegi eitt. Best er að fá far með litlum ferðamanna- rútum en ef það tekst ekki eru almenningsvagnar ódýr kostur. I besta falli má kalla slíka ferð eftirminnilega reynslu, í versta falli martröð og lífshættu og ég færi ekki ótilneydd aftur í almenningsvagni milli bæja í Nepal. En þetta vissi ég ekki, daginn sem ég keypti slíkan miða fyrir 206 km leið frá þjóðgarði við rætur fjall- anna upp að vatni og útsýn- issvæði þaðan sem greina mátti Everest á góðum degi. Miðann keypti ég með góð- um fyrirvara og bókaði sæti. Farardaginn fékk ég far með uxakerru að þjóðvegin- um og beið þar í gráu morg- unmistri eftir vagninum í hópi nokkurra ferðamanna á sama róli. Við höfðum beðið rúma klukkustund þegar hann kom skröltandi. Þetta var gamall, blár lang- ferðabíll með brotnar rúður og rifin, rykug sæti. Sætin voru í þokkabót allt of fá og þó þetta væri snemma morg- uns voru engin sæti laus. Þeir hugrökkustu klifruðu upp á farangursgrindina á þaki bílsins og komu sér fyr- ir innan um bakpoka, kassa og kistla. Mér var hins veg- ar nógu meinilla við að þurfa að aka þrönga vegar-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.