Vikan


Vikan - 28.09.1999, Síða 20

Vikan - 28.09.1999, Síða 20
Texti: Steingeróur Steinarsdóttir u að bypja Ertu að byrja i nýju starfi? Kannastu við kvíðatilfinn- inguna sem fylgir því að mæta fyrstu dagana? Öll erum við því marki brennd að vilja koma vel fyrir og flest viljum við að öðrum líki við okkur. Sjaldan reynir þó jafn mikið á að sýna sína bestu hlið eins og þegar byrjað er í nýju starfi. Flestir berjast við að ná tökum á starfinu sem fyrst og falla inn í hópinn eins fljótt og mögulegt er. En flas er aldrei til fagnaðar og stund- um borgar sig að fara sér hægar og öðlast skilning á aðstæðum áður en menn færast of mikið í fang. Hér eru nokkrar umhugsunar- verðar ábendingar um hvernig er best að búa sig undir og hegða sér fyrstu dagana í nýju starfi: • Þú þekkir ekki starfið en vilt gjarnan sýna hversu námsfús og fljót- ur til þú ert. Fáðu frekar ráð og upplýsingar frá samstarfsmönnum en reyndu ekki að gera hlutina upp á eigin spýt- ur. Það ætlast enginn til að þú verðir smiður í fyrsta höggi og fólk er yfirleitt þolinmótt og vingjarnlegt þegar það er beðið um að segja öðrum til. Flestir eiga erfiðara með að þola þann sem alltaf þykist vita allt best og ekki þurfa neina aðstoð eða hjálp. Líkurnar á að gera alvarleg mistök sem erfitt er að leiðrétta eru líka meiri þegar menn vita ekki alveg hvað þeir eru að gera. Einn vísasti vegurinn til þess að fá nýja sam- starfsmenn upp á móti þér er einmitt að koma þeim í þá aðstöðu að þurfa að laga eftir þig vitleysurnar. • Skrifaðu allt hjá þér sem þú mögulega getur og þú veist að muni korna sér vel að hafa við höndina. Flvernig á að framkvæma ákveðnar aðgerðir í tölvunni, hvernig flytja á símtal, hvert gula eyðublaðið fer og hvert það bleika, allt eru þetta atriði sem smátt og smátt komast upp í vana en geta verið ákaflega ruglingsleg til að byrja með og erfitt að muna nákvæmlega. Það er engin skömm að því að hengja tossamiða á tölvuna eða hafa plast- möppu með vandlega skráðri verklýsingu við höndina. Vinnan sem þú leggur í þetta segir bæði samstarfsmönnum þín- um og yfirmönnum að þú sért samviskusöm, nákvæm og útsjónar- söm. • Hafðu verkefni með þér heim á kvöldin og lestu í gegnum gögn sem geta

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.