Vikan - 28.09.1999, Page 28
Spariskórnir léku mig grátt
Þetta byrjaði sem
hugguleg leik-
húsferð hjá okk-
ur hjónunum.
Við fórum frek-
ar sjaldan út að skemmta
okkur en það var aðallega
vegna þess að maðurinn
minn hvolfdi yfirleitt hressi-
lega í sig. Eins og vill verða
undir slíkum kringumstæð-
um þá varð oftast lítið úr
eiginlegri skemmtun. Hann
varð þvoglumæltur með víni
og engu líkara en hann væri
í öðrum heimi. Ég skamm-
aðist mín fyrir framkomu
hans. Mér fannst þetta af-
skaplega leiðinlegt því sjálfri
finnst mér mjög gaman að
lyfta glasi í góðra vina hópi
eða að njóta rauðvíns með
matnum. Við hjónin höfðum
margoft rætt þetta vandamál
og hann lofaði alltaf að
reyna að taka sig á og stilla
drykkjunni í hóf. Það tókst
honum hins vegar ekki.
Þessa umræddu leikhús-
ferð vorum við búin að
ákveða með löngum fyrir-
vara og ég hafði hlakkað
mikið til. Við vorum með
miða á Hellisbúann og
mættum í okkar fínasta
pússi í leikhúsið. Að sýningu
lokinni hittum við bestu vin-
konu mína á bar í miðbæn-
um en hún var einhleyp og
fór sjaldan út að skemmta
sér. Hún var mikill heimilis-
vinur og við tvær höfum
alltaf verið mjög nánar svo
að mér fannst gaman að
hafa hana með og maðurinn
minn var sama sinnis.
Nú, kvöldið leið frekar
hratt. Það var hljómsveit á
staðnum og heilmikið fjör.
Ég drakk sjálf frekar hratt.
Það var svo langt síðan ég
hafði farið út á lífið og ég
ætlaði að njóta þess út í ystu
æsar og vonaði að þetta
skemmtilega kvöld tæki
engan enda. Ég hafði líka
ákveðið fyrirfram að láta
drykkju hans ekki eyði-
leggja kvöldið fyrir mér. Ég
missti sjónar af manninum
mínum um tvöleytið en hitti
svo mikið af fólki sem ég
þekkti að ég spáði lítið í
það. Það var svo gaman hjá
mér. Ég hafði að vísu tekið
eftir því að hann var orðinn
ansi drukkinn en samkvæmt
áætlun minni ákvað ég að
leiða það hjá mér. Ég ætlaði
ekki að styðja hann blind-
fullan heim alltof snemma
og fara svekkt í háttinn eina
ferðina enn.
Árás í Hafnarstræti
Þegar klukkan var orðin
þrjú var ég vel við skál og
fór að leita að manninum
mínum. Vinkona mín var
eitthvað óhress og döpur í
bragði og fór heim á undan
okkur. Ég fann bóndann
hvergi svo ég gekk út á götu
til þess að leita að leigubíl.
Ég man óljóst hvað gerðist
næst. Ég man eftir umferð í
Hafnarstrætinu, rigningu og
mannfjölda. Skyndilega var
snúið harkalega upp á hand-
legginn á mér og mér hrint
niður í götuna af hávöxnum
manni og sársaukinn nísti í
gegnum merg og bein. Ég
barðist á móti en átti ekkert
í þennan sterka mann og allt
í einu komu tvær óeinkenn-
isklæddar lögreglukonur að-
vífandi sem áttu í mestu erf-
iðleikum með að rífa mann-
inn ofan af mér. Hann fór
hamförum, öskraði á mig og
reyndi að hjóla aftur í mig
þar sem við gengum í átt að
lögreglustöðinni, sem var á
næsta horni. Þegar við kom-
um þangað inn var ég illa á
mig komin. Ég var rennandi
blaut, fötin mín rifin og ég
var mjög hrædd. Maðurinn
hélt áfram að kalla mig
hræðilegum nöfnum og
hann titraði af reiði.
Ég var leidd afsíðis þar
Skyndilega var snúið
harkalega upp á
handiegginn á mér og
mér hrint niður í göt-
una af hávöxnum
manni og sársaukinn
nísti í gegnum merg
og bein. Ég barðist á
móti en átti ekkert í
þennan sterka mann.
sem skýrsla var tekin af mér
og mér var sagt að ég hefði
hent öðrum spariskónum
mínum í bíl þessa manns. Ég
var spurð hvort ég viður-
kenndi að hafa gert það. Ég
kom af fjöllum en sam-
þykkti að það gæti hafa
gerst þar sem ég var bara í
öðrum skónum. Hvers
vegna ég færi að gera eitt-
hvað svo furðulegt var hins
vegar alveg á huldu.
Ég var keyrð heim af lög-
reglukonunum tveimur.
Maðurinn minn var kominn
heim og þótt hann væri
drukkinn var hann mjög
óhress með hversu seint ég
kom en var jafnframt í
sjokki yfir útganginum á
mér. Ég hafði fengið lánaða
rándýra, síða skyrtu hjá vin-
konu minni en nú var hún
gauðrifin. Sokkabuxurnar
héngu vart utan á fótleggj-
um mínum og pilsið var út-
atað tjöru eftir að maðurinn
henti mér í götuna. Ég
skreið upp í rúm, vafði
sænginni þétt utan um mig
og kveið fyrir að vakna
næsta dag.
Lögreglan gaf
árásarmanninum
númerið mitt
Morguninn eftir vaknaði
ég helaum í líkamanum og
staulaðist fram á bað. Mað-
urinn hafði ráðist svo illilega
á mig að spöngin í brjósta-
haldaranum mínum hafði
brotnað og gengið aðeins
inn í brjóst mitt, auk þess
sem það var skrámað eins
og ég hefði verið klóruð.
Brjóstahaldarinn fór í ruslið
og öll fötin sem ég var í
þetta kvöld. Næstu daga
komu fram marblettir á
mörgum stöðum á líkama
mínum og mér leið líka
mjög illa andlega. Ég skildi
hvorki upp né niður í neinu.
Hvers vegna ætti ég að hafa
hent skónum mínum í bíl
hjá bláókunnum manni?
Hvers vegna réðst hann á
mig?
Ég fór á lögreglustöðina
strax eftir helgina til þess að
fá nánari upplýsingar um
þetta atvik. Þar á bæ voru
allir mjög elskulegir við mig
þótt enginn gæti gefið
28 Vikan