Vikan


Vikan - 28.09.1999, Side 30

Vikan - 28.09.1999, Side 30
Þórunn Stefánsdóttir þýddi. Teikning: Pepe Otal KRAFTAVERK Hin frjálslega vaxna frú Larsen kom með mann- inn sinn með sér í fyrstu meðferðina hjá QUICK- MEO. Storkmo forstjóri rétti henni megrun- arpillu og bað hana um að taka hana strax. Hann gat ekki áttað sig á því hvers vegna hann var á verði gagnvart henni. Það var eitthvað við þessa konu sem hann ekki treysti. Gamla konan stóð á miðri gangstéttinni, æpti og öskraði, baðaði út öllum öngum og var greinilega alveg miður sín „Hann stal tösk- unni minni," hrópaði hún og benti niður göt- una. Fólk stoppaði á göngu sinni og horfði á hana, meðal annars maður á fertugsaldri með skjalatösku í hendi. Gamla konan greip í hann. „Þú verður að hjálpa mér", sagði hún með grátstafinn í kverkunum. „Hann hljóp í þessa átt. Ungur maður, klæddur í gallabuxur og hvítan bol hljóp íburtu með töskuna mína." Maður- inn með skjalatöskuna klappaði henni á öxlina og sagði afsakandi: „Ég er hræddur um að það þýði ekkert að reyna að elta hann. En ég skal koma með þér á lögreglustöðina. Við getum tekið leigubíl. Varð eitthvert ykkar vitni að þjófnaðnum?" spurði hann svo og leit í kringum sig. Þeir sem höfðu safnast saman í kringum gömlu kon- una hristu höfuðið. Enginn hafði orðið vitni að þessum leiðinda at- burði. „Þetta gerðist svo hratt," sagði gamla konan hálfgrátandi. „Hann bara þreif af mér töskuna og hljóp á brott með alla pening- ana mína." „Svona, svona," sagði maðurinn með skjalatöskuna. „Ég heiti Larsen og ég skal gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að hjálpa þér.Varstu með mikla peninga á þér?" Gamla konan andvarpaði. „Ég var að koma úr bankanum og tók út fimmtán þúsund krónur út af reikningnum mínum. Ég ætlaði að gefa dóttursyni mínum peningana í brúðargjöf. Hann ætlar að gifta sig á laugardaginn. Þetta var svo að segja aleiga mín." Samúðarandvarp barst frá fólkinu á gangstéttinni. „Hvað segið þið um að að leggjum saman nokkrar krónur í púkk?" sagði Larsen. Ef við gefum öll, þó ekki væru nema hundrað krónur á mann, getum við safnað saman a.m.k. þúsund krónum." Allir voru reiðubúnir til þess að opna peningaveskið og stuttu seinna höfðu þau safnað saman tólfhundruð krónum. Gamla konan þakkaði þeim hrærðum rómi. Þessi sorgaratburður átti sér stað fyrir utan glæsibygginguna þar sem QUICKMED hafði bækistöðvar sínar. Fyrirtækið framleiddi meðal annars með hinar þekktu og eftirsóttu Multimix Minus megrunarpillur og nýtískuleg skrifstofa Hálfdáns Storkmo for- stjóra var á annarri hæð. Stórir gluggarnir sneru að götunni. Hann var að fara að loka og koma sér heim þegar hann tók eftir því að eitthvað var að gerast úti á gangstéttinni. Storkmo var vanur að fylgjast með því hvort einhver stæði og biði hans fyrir utan. Ein- hver sem hann kærði sig ekki um að hitta; t.d. öfundssjúkur keppi- nautur eða einhver fyrrum starfsmaður sem hann hafði rekið vegna þess að sá hafði efast um starfsemi fyrirtækisins. Nokkrir starfsmannanna höfðu meira að segja leyft sér að gagnrýna fram- leiðsluna og gátu ekki skilið galdurinn á bak við pillurnar. En hvernig í ósköpunum er hægt að ætlast til þess að hægt sé að efna- greina galdra? Það var ekki langt síðan hann hafði rekið Berit Horn. Hún var óþolandi hugsjónakona, þjóðfélagslega sinnuð og talaði út í eitt um hungrið í heiminum. Hún hafði spurt óþægilegra spurninga um Multimix Minus og hafði eitthvað minnst á svik og pretti. Þessi óforskammaða kerling rótaði í skúffum og skápum og grunaði að reynslupillurnar innihéldu amfetamín. Að sjálfsögðu hafði hún rétt fyrir sér en amfetamínið var eingöngu til þess að hjálpa viðskipta- vinunum til þess að komast yfir byrjunarerfiðleikana, sýna þeim fram á ágæti megrunarpillanna og fá þá til þess að bíta á agnið. Eftir það voru þeir meira en fúsir til þess að kaupa pillurnar sem voru án amfetamíns og seldar í heilsuvöruverslun fyrirtækisins á fyrstu hæð. Storkmo var sá eini sem gaf viðskiptavinunum amfetamínpill- urnar. Hann bauð upp á „ókeypis reynslumeðferð undir eftirliti" í vissan tíma og þegar kílóin byrjuðu að fjúka og viðskiptavinirnir fylltust áður óþekktri orku voru þeir meira en fúsir til þess að kaupa vitagagnslausar pillurnar í versluninni. Glas sem innihélt hundrað pillur kostaði fimrn þúsund krónur. Fólk er nú einu sinni svo auðtrúa. Það er hægt að selja því hvað sem er. Berit Horn hafði engar sannanir í höndunum og gat því ekki snúið sér til lögregl- unnar. Storkmo gætti þess vel að geyma amfetamínpillurnar á ör- uggum stað. Hann fór í frakkann. Þegar hann kom út var ennþá lítill hópur fólks á gangstéttinni og hann horfði forvitinn í átt til hans. Maður nokkur gekk í áttina til hans. „Er þetta ekki sjálfur Storkmo for- stjóri! Ég heiti Larsen. Hvað heldurðu að hafi gerst? Storkmo hlustaði með öðru eyranu. Hann nennti varla að hlusta á Larsen en var mjög upp með sér. Að hugsa sér að hann væri orð- inn svo þekktur að fólk kallaði hann „sjálfan Storkmo forstjóra". „Ja hérna," sagði hann. „Er það virkilega satt að einhver hafi stolið fimmtán þúsund krónum af gömlu konunni?" „Við erum búin að safna rúmlega þúsund krónum til þess að reyna að bæta henni tjónið. Þig langar kannski að bæta einhverju við?" „Ég veit nú ekki," sagði Storkmo treglega. Það mátti næstum heyra nískulegt brak og bresti frá seðlaveski forstjórans. Larsen leit á hann. „Vel á minnst. Konan mín og mágkona eru báðar í þéttari kantinum. Ég mætti ef til vill koma með þær í viðtal til þín? Þær létu skrá sig í megrunarklúbb en árangurinn lætur satt að segja á sér standa. Ég er handviss um að allir meðlimir klúbbs- ins hefðu gott af því að leita til þín. Pillurnar þínar eru þekktar fyr- ir að vera sérstaklega áhrifamiklar í baráttunni við aukakílóin." Þetta gerði útslagið. Storkmo fór aftur upp á skrifstofuna, sótti tólf þúsund krónur í pengingaskápinn og afhenti gömlu konunni peningana við mikinn fögnuð áhorfendanna. Morguninn eftir hringdi síminn á skrifstofunni. „Þetta er Henry Larsen. Þú manst kannski eftir mér síðan í gær. Töskuþjófnaðurinn og allt það." „Auðvitað!" Storkmo kom sér betur fyrir í leðurstólnum. „Þú minntist eitthvað á að konan þín og mágkona gætu þegið einhverja hjálp frá mér." „Mættum við kannski líta við hjá þér einhvern næstu daga?" 30 Vikíin

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.