Vikan - 28.09.1999, Side 52
Texti: Margrét V. Helgadóttir
Á haustin fyllast heilsuræktarstöðvarnar af fólki sem vill komast
í gott líkamlegt form. Heilsuræktarátakið rjátlar af mörgum eftir
nokkrar vikur og í staðinn fyrir vellíðan gýs upp sektarkennd yfir því að standa
sig ekki í líkamsræktinni. Ef þú ert á leiðinni í ræktina, mundu þá að hugurinn og
innri styrkur skiptir gífurlega miklu máli ef árangur á að nást. \
Fljótvirkasta og
áhrifamesta leið-
in til að takast á
við líkama sinn
er að vera and-
lega tilbúin og líta á líkams-
rækt með jákvæðu hugar-
fari. Það segir sig sjálft að sá
sem hugsar með sér: „Oh,
ég neyðist til að fara í lík-
amsrækt í kvöld" er ekki til
stórræðanna líklegur. Margir
gera líka þau rnistök að vera
sífellt að bera sig saman við
aðra, t.d. vinkonur sínar.
Mundu að þú getur einungis
borið þig og þinn árangur
saman við sjálfa þig. Þótt að
Stína eða Sigga hafi lést um
5 kíló í ræktinni en þú bara
um 3 kiló, hvað með það?
Kannski varst þú léttari en
þær í upphafi eða átt eftir að
taka meira af þér seinna.
Mundu bara að þótt árang-
urinn láti bíða eftir sér, þá
kemur að því að þú komist í
gömlu gallabuxurnar eða
fallega pilsið. Vilji er allt
sem þarf!
Hér á eftir koma nokkur
atriði og heilræði varðandi
umræðuna um gagnsemi lík-
amsræktar. Munið þó að á
vegum heilsuræktarstöðva
eru starfandi sérfræðingar
sem eiga að geta svarað
flestum þeim spurningum
sem brenna á vörum ykkar
varðandi heilsu og þjálfun.
ISund er besta
líkamsræktin
því þar er
minnsta
hættan á að
slasa sig.
Sund er mjög
góð alhliða
íþróttagrein
sem margir
eiga tök á að
stunda.
Áreynslan
við sundiðk-
un er þó
best fyrir
hjartað.
Margir velja
sund vegna þess að þar er
lítil hætta á að togna eða
snúa sig auk þess sem sund
hentar vel fyrir þá sem
eiga við einhvers konar
meiðsl að stríða.
Heilræði
Þú reynir meira á
vöðva líkamans með
æfingum á þurru
landi.
Fyrir aðra vöðva en hjart-
að eru æfingar á þurru landi
mun hentugri. Hröð ganga,
hlaup og þrekstigar reyna
miklu meira á vöðvana og
geta komið í veg fyrir bein-
þynningu.
2
gam
Meiri sársauki -
betra form.
Ameríska orðatil-
tækið „no pain - no
er mikið notað í
íþrótta-
þjálfun. Mikill
sársauki og
erfiðleikar
eiga að leiða
til betra forms
samkvæmt
þessu en svo er
nú ekki í raun-
veruleikanum. Eftir
eðlilega áreynslu í
líkamsrækt er eðlilegt
að þú sért örlítið
þreytt en sú
þreyta ætti að
vera liðin hjá
eftir
^ J klukku-
- . w, 'Stund.
/ Það er full-
komlega eðli-
legt að þú finnir fyrir
áreynslu en þú átt ekki að
þjást. Ef þú finnur virkilega
til bæði á meðan þú stundar
líkamsrækt og eftir hana
ertu hugsanlega að ofreyna
þig eða átt við meiðsl að
stríða.
Heilræði
Meiri styrkur - aukin
vellíðan.
Til að komast í gott form
og viðhalda því er nauðsyn-
legt að bæta álagið smátt og
smátt. Ef þú ert komin í það
gott form að þú getir hlaup-
ið 20 mínútur í senn, skaltu
reyna að auka tímann í 22
mínútur næstu vikuna. Lík-
ami þinn ræður auðveldlega
við meira álag sé það aukið
hægt og rólega.
3
Líkamsrækt á
hverjum degi
skilar toppár-
angri.
í mörg ár hefur sá mis-
skilningur ríkt að dagleg lík-
amsrækt skili bestum ár-
angri. Hvfld er líkamanum
nauðsynleg og líkamsræktin
er þar hvergi undanskilin.
Fjögur skipti í viku er nóg til
að koma þér í form en þá
verður þú líka að passa upp
á að detta ekki út úr því
ferli.
Heilræði
Mundu að taka þér
hvíld.
Sinntu líkamsræktinni í
30-45 mínútur fjórum sinn-
um í viku og njóttu þess að
gera eitthvað annað
skemmtilegt hina dagana.
Sérfræðingar í heilsufræðum
52 Vikan