Vikan


Vikan - 28.09.1999, Blaðsíða 56

Vikan - 28.09.1999, Blaðsíða 56
Elskulegi póstur Vandamál mitt er að ég er alltaf að hugsa um dauðann. Stundum spyr ég sjálfa mig af hverju ég geri þetta, en það er fátt um svör. Stundum þegar ég er í vinn- unni grípur mig allt í einu hræðsla um að síminn hringi og ég fái tilkynningu um að börnin mín hafi dáið. Þá sekk ég alveg niður og fer að ímynda mér hvernig allt lífið yrði á eftir. Ég er líka rosalega hrædd um líf mitt, þá er hugs- unin sú hvað myndi verða um börnin mín þrjú sem eru lítil. Ég er ekki nema 26 ára og veit að ég á ekki að hugsa svona, en ég hugsa samt að það verði einmitt ég sem fái krabbamein eða aðra ban- væna sjúkdóma og fái ekki að njóta barnanna minna sem yrðu móðurlaus þegar ég væri farin. Stundum ímynda ég mér meira að segja fólkið mitt í minni eigin jarðarför og hvernig hún yrði. Ég þori ekki að segja neinum frá þessum hugsunum mínum því ég yrði álitin rugluð. Ég veit vel að ég á að breyta þessu og hugsa jákvætt, en ég get ekki að þessu gert. Við vit- um öll að dauðinn er stað- reynd, en ég ætti samt ekki að vera að hugsa um hann og hræðast það á kvöldin að sofna, af kvíða við að vakna ekki aftur næsta morgun. Vonandi áttu góð svör handa mér. 26 ára móðir Kæra unga móðir, Mikið væri gott að geta tekið utan um axlirnar á þér og létt af þér áhyggjunum því það er það sem þú þarft á að halda. Þú ert greinilega ein af þess- um samviskusömu og ábyrgu, ungu konum sem bera alltof þungar byrðar. Sennilega ertu einstæð móðir eða býrð við of miklar áhyggjur af afkomu þinni og barnanna þinna. Ekki láta hugsanir þínar buga þig. Þú ert ekki ein um þessar hugsanir og þú ert alls ekki rugluð. Það er reyndar mjög algengt að ungar mæður hræð ist dauðann, bæði sinn eigin og barnanna I sinna. Flestar konur finna einhvern tíma fyrir þessari hræðslu meðan þær eiga ung börn, og þær konur sem eru undir miklu álagi eða eiga við óöryggi að stríða finna oftar til þeirra en hinar. Hættu að hafa áhyggjur af hugsunum þínum, þær eru ekki óeðlilegar. Þær stafa af ábyrgðartilfinningu þinni og samviskusemi. Þú þarft ekki að segja nein- um frá þessum hugsunum, en kannski væri gott fyrir þig að byrja á að ræða aðrar áhyggjur þínar við einhvern sem þú treystir vel og leita styrks frá viðkomandi. Þú ættir líka að fara í krabbameinsskoðun og almenna læknisskoðun reglulega til að sannfæra sjálfa þig um að þú sért frísk og hraust og tilbúin að róa í lífsins ólgusjó. Þú átt örugglega skilið að þér líði vel og ef þessar hugs- anir dvína ekkert ættir þú að ræða þær við einhvern sem gæti veitt þér uppörvun og stuðning. Ef þú átt ekki vini sem þú treystir þér til að ræða við gætir þú t.d. talað við sál- fræðing eða fé- lagsfræðing. Gangi þér allt í haginn Elskulegi póstur Ég er þrettán ára stelpa og frekar feit. Ég er að reyna að vera í megrun, en vandamálið er að besta vinkona mín er dekruð með peningum og hún eyðir þeim í nammi og ógeð. Ég get ekki sagt henni að ég sé í megrun því þá yrði mér bara strítt í skólanum. Hvað á ég að gera? Fitubollan Kæra Fitubolla, Ekki hafa áhyggjur. Þú þarft ekkert að segja henni að þú sért í megrun þótt þú viljir ekki þiggja nammi hjá henni. Það er miklu betra að segja að þú viljir ekki láta sykur liggja á ’ tönnunum, viijir ekki fá bólur eða að þér finnist þetta ógeðslegt. Þú getur meira að segja sagt henni að þú sért með ofnæmi fyrir sykri. Það er allt (lagi að nota svoleiðis hvíta lygi þegar maður þarf-að.verja- sjálfan sig. Getur nokkuð verið að þú eigir erfitt með að afþakka af því að þig langar virkilega í nammið? Ef svo er þá skaltu reyna að fá hana til að kaupa eitthvað hollt og gott í staðinn fyrir nam- mið. Hvernig væri að kaupa frekar popp, sykurlaust tyggjó, vínber, diet drykki eða Trópí í staðinn fyrir nammið? Og mundu svo bara að þeg- ar maður fer í megrun þá gerir maður það af því að maður er svo frábær, - ekki af því að maður ætlar að verða það! Spurningar má senda til „Kæri Póstur“ Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál og þau birt undir dulnefni. Vá, þú ert eins og ■kvikmvndastjarna! © Ih l.LS 56 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.