Vikan - 28.09.1999, Page 63
... Mall of America. Það er þess virði að heimsækja þessa risavöxnu og heimsþekktu verslunarsamstæðu þó ekki væri nema til að skoða mannvirkið sem
slíkt. Þar eru rúmlega 500 verslanir, fjöldi veitingahúsa, næturklúbba og kvikmyndahúsa. Planet Hollywood ert.d. í byggingunni. f Mall of America er líka
að finna stóran skemmtigarð fyrir börn með rússíbana og öllu tilheyrandi. Það er hægt að kaupa allt sem hugurinn girnist innan veggja þessarar hallar
Mammons. Ótrúlegan fjölda sérverslana er þar að finna, ásamt risum á borð við Bloomingdale's, Nordstrom, Macy's og Sears. Það er ráðlegt að fara vel
úthvíldur og í mjög góðum gönguskóm ef ætlunin er að eyða deginum í Mall of America. Stærð byggingarinnar er yfirgengileg og mannfjöldinn er óskap-
legur. Það getur tekið bæði á taugarnar og þrekið að vera þarna á rölti. Einnig skyldi fólk hafa á bak við eyrað að verslanir í Mall of America eru með hátt
verðlag að mati Minneapolisbúa og því verður heldur ekki neitað að fyrirbærið hefur yfirbragð „túristagildru." Það er skynsamlegra að versla annars stað-
ar og líka mun skemmtilegra.
... The Loon Café. Þetta er mjög vinsæll staður
meðal borgarbúa og orðspor hans hefur borist
víða um Bandaríkin. Fólk hittist gjarnan á The
Loon Café eftir vinnu til þess að fá sér
hressandi drykk eða til að snæða einhvern af
hinum fjölmörgu réttum sem eru á matseðlinum. Chíli sem þar
fæst er margverðlaunað og einnig mælum við með súpunni
sem er eitt af aðalsmerkjum staðarins, villihrísgrjónasúpu. Hún
er afar bragðgóð og er eins konar „þjóðarréttur" Minnesotabúa.
Einnig er hægt að fá úrval af pizzum, mexíkóskum mat og girni-
legum salötum. Það er heilmikið fjör á The Loon Café þegar líða
tekur á kvöldin og þar er opið til eitt eftir miðnætti eins og
tíðkast á öllum vínveitingahúsum í Minneapolis. íslendingar
sem eru vanir öllu lengri opnunartíma skemmtistaða skyldu
hafa það í huga og fara fyrr en ella út að skemmta sér. The
Loon Café er á 500 First Avenue North.
banks
—
... Bank's. Þessi
óhefðbundna og
svolítið skrýtna
verslun lætur ekki mikið yfir sér og fer oftast fram hjá ferðamönnum sem heim-
sækja borgina og eru í þeirri góðu trú að Mall of America sé besti kosturinn til
innkaupa. Það er nú öðru nær. Bank's er frábær kostur fyrir þá sem hafa gaman
af að gramsa og leita uppi frábær kjör á merkjavöru eða eru einfaldlega að leita
sér að flippuðum fötum eða hlutum fyrir heimilið. Bank's er sennilega eitt af best
geymdu leyndarmálum Minneapolis en þar eru meiriháttar tilboð í gangi. Stund-
um taka þeir sig til og eru með 90% afslátt af t.d. skóm. Þá mæta konur í hrönn-
um og fylla heilu innkaupakörfurnar af skóm og þeir eru ekkert slor. Sumar kauþa
40-50 pör enda er erfitt að standast freistinguna þegar parið af Etienne Aigner,
Kenneth Cole eða Bruno Magli fæst á 700 krónur, íslenskar. Eflaust geta ekki allir
hugsað sér að versla í svona búð þar sem skipulQniA Q --
mjög fátækt fólk á sveimi eftir ódýrum nauðsynji Amtsbókasafnið á Akureyri
svona verslunarmáti getur verið mjög skemmtile
kaup með smávegis þolinmæði og fyrirhöfn.
03 591 168