Vikan


Vikan - 26.10.1999, Page 14

Vikan - 26.10.1999, Page 14
Texti: Vala Ósk Bergsveinsdóttir út yfir gröf og ínn ar tvær eru eintómt rugl og vitleysa. í mínum litla heimi, án GSM-síma, þyrfti maður aldrei að standa í Bónus við hliðina á konu sem er með símann sinn límdan við eyrað og segir við ein- hvern á hinum enda línunnar: „Það fylgja stuttermabolir með pylsupökk- unum í dag. Hvað viltu marga pakka? Og ef ætlunin er að hitta einhvern í fjölmenni niðri í bæ er auðveldlega hægt að segja, „Ég verð niðri á torgi, undir klukkunni, klukkan þrjú." Punktum basta." Það er miklu skárra að vera í strætó og hlusta á fólk svara í símann og segja, „Sko ég er í strætó" heldur en, horfa upp á fólk sem talar í síma og ekur bíl á sama tíma. Ég hef ekki leng ur tölu á öllum þeim skiptum þegar ég hef næstum því orðið fyrir bíl öku- manns sem er of upptekinn við að tala í símann til þess að geta keyrt. Ég verð nú samt að viðurkenna að þetta hefur skánað og æ fleiri eru komnir með handfrjálsan búnað í bíl- „Er á leiðinni í smíðastofuna“ Svo eru það öll skóla- börnin sem telja for- eldrum sínum trú um að það sé nauðsynlegt að vera með GSM- síma í skólanum. „Ég er að fara úr mynd- menntastofunni og er á leiðinni á klósettið. Hittu mig á fótboltavellinum". -jafnvel Eintóm vitleysa Ég á mér draum eins og fleiri. Draumurinn er að fá að lifa í samfélagi þar sem engir GSM-símar eru til. Fólki finnst ég nú vera hálf „halló" þegar ég einhverjum í stórverslun. Ég get nú líklegast ekki mótmælt því að í fyrsta tilvikinu væri síminn hentugur en þar fyrir utan á ég ekki einu sinni bíl. En hinar ástæðurn- segi því frá draumnum mínum og það horfir á mig eins og ég hafi sagst vera að hugsa um að breyta baðherberginu í setustofu og ætli þess í stað að koma upp kamri úti f garði og síðan fer fólk að telja upp kosti þess að eiga GSM- síma. Hvað ef bíl- inn bilar, eða ef maður ætlar að hitta kunningj- ann á stað sem maður veit ekki nákvæm- lega hvar er eða ef mað- ur Það er ekki lengur hægt að ganga niður Laugaveginn, fara út í búð eða í ræktina án þess að rekast á annan hvern mann með GSM-síma límdan við eyrað. Símarnir hringja í tíma og ótíma, í kennslustundum, á leiksýningum og jafnvel í jarð- arförum. Maður getur orðið brjálaður á þessu GSM æði! Hafið þið einhvern tím- ann lent í samræðum um það hvernig lífið væri án nútímaþæginda eins og til dæmis upp- þvottavéla eða skyndibitastaða? Ég var í strætó um daginn, sem er svo sem ekki frásögu færandi, nema hvað rétt hjá mér sat kona sem var í slíkum umræðum. Nútímaþægindin sem hún ræddi um voru GSM-símar og umræðan fór einmitt fram í slík- an síma. Ég fór sjálf að reyna að ímynda mér hvernig lífið væri án þessara síma. Ég hefði náttúrulega misst af þessu líka rosalega skemmtilega símtali sam- ferðarkonu minnar og leiðarlýsingum hennar ef þessir símar væru ekki til. „Við erum á leiðinni upp Hverfisgötu og vorum að fara fram hjá bílastæða- húsinu. Ne-ei, þú ert hugsa um bíla- stæðahúsið sem er á móti Þjóðleikhús- inu." Hver hefði viljað missa af þessu safaríka samtali? 14 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.