Vikan


Vikan - 26.10.1999, Page 15

Vikan - 26.10.1999, Page 15
Mín tillaga er sú að þeir fáu sem eftir eru án GSM-síma hugsi sig tvisvar um áður en þeir æða út í búð til að kaupa síma. Er virkilega nauðsynlegt að hægt sé að ná í alla, alls staðar, alltaf? Og svona að lokum...ó,ó, síminn minn er byrjaður að hringja, ég get ekki haldið áfram! byggingunni nú til dags, ekki satt? GSM-síma sölumenn halda því fram að símarnir bæti samskipti fólks í þessu tækniþjóðfélagi okkar en það er hreint ekki satt. Nú eru bara fleiri númer sem fólk reynir að komast hjá að hringja í. Ef ekki væru til GSM-símar þyrfti maður ekki að horfa upp á vesalings stelpurnar og strákana á skemmtistöð- unum sem endalaust eru að athuga skilaboðin á símanum sínum til að sjá hvort kærastinn eða kærastan hafi hringt. Og eru síðan ekki viðmælandi allt kvöld- ið af reiði ef viðkomandi hefur ekki haft samband. Ég lenti nú líka einu sinni í því að hringja í vinkonu mína til að fá hana með mér á kaffihús til að drekka cappuchino og þá var hún þegar stödd á kaffihúsi og að drekka cappuchino...bara í París! Þegar ég læt mig dreyma um GSM- símalaust samfélag þá dreymir mig um að þurfa aldrei aftur að heyra í mann- eskju í bíó vera að panta pizzu eða að þurfa að horfa upp á gellurn- rækt- inni á hlaupa- brautinni segja í sím- ann, „52 kaloríur og brennslan heldur áfram." í draumnum mínum þarf ég ekki alltaf að vera með símanúmerabók á stærð við Freemannssölulistann meðferðis þannig að ég hafi nú örugglega síma- númerin hjá öllum. Sérstaklega ef að ,mér dettur skyndilega í hug að ■ hringja í manneskju sem ég Itala einungis við tvisvar á ári. |pað er líka einstaklega pirr- andi þegar maður hringir heim í fólk og það segir , „Æ-i hringdu í gemsann minn það hringir aldrei neinn í hann." Og ekki dettur þessu fólki í hug að kannski hefði það bara ekki þurft á svona tæki að halda. Talaði við sjálfan sig í símann Svo var það maðurinn sem stóð inni í banka í höfuðborginni og var í óða- önn að tala í GSM-símann. Símtalið virtist vera mikilvægt af svip mannsins að dæma. Allt í einu byrjar svo síminn hans að hringja, í miðju „símtali". Hann hafði þá ekki verið að tala við neinn, heldur vildi hann bara að reyna sýnast að vera svo- lítið „cool", eins og allir hinir. Hversu hall- ærislegt getur fólk eiginlega orðið? ítríðu Það er náttúrulega svo auðvelt að týna skólasystkinum sínum í sjálfri skóla- Vikan 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.