Vikan


Vikan - 26.10.1999, Page 16

Vikan - 26.10.1999, Page 16
Texti: Jóhanna Á.H. Jóhannsdóttir rj U jj u j'jjíi j1 ui/ujjjj/yjjjjjjjjjjjj Hvers vegna eru sumir svo lánsamir að falla í svefn á augna- bliki eða næstum því meðan aðrir þurfa að bylta sér, lesa, borða eða taka inn lyf til þess að fá næturhvíldina? Ástæður eru mönnum hulin ráðgáta en þó hefur vísindamönnum tekist að finna út ýmsa efnisþætti í líkamanum sem áhrif hafa á svefninn. Einnig hefur það verið rannsóknarefni hvers vegna sumir þurfi átta klukkustunda svefn eða meira að jafnaði til þess að teljast úthvíldir en aðrir halda fullri starfsorku þrátt fyrir að sofa allt að helmingi skemur. Napóleon, Winston Churchill og Thomas Alva Edison eru dæmi um menn sem þurftu sáralítinn svefn, enda komu þeir miklu í verk. Sagt er að Edison hafa verið „vakinn og sofinn" yfir því verkefni að finna upp Ijósaperuna. Hann hafi jafnvel vonast til þess að Ijósaperan yrði til þess að fólk gæti sleppt svefninum alveg. Svipaða sögu er að segja af Leo XIII páfa sem refsaði þjónum sínum ef þeir „sofnuðu á verðinum" með þeim afleiðingum að þeir létu hann sofa lengur en þrjá tíma. Albert Einstein þurfti aftur á móti mikinn svefn sem kemur heim og saman við þá staðreynd að þeir, sem eru haldnir miklum sköpunarkrafti og þykja sérvitrir, þurfa fremur mikinn svefn. Rannsóknir á svefnvenjum hófust ekki fyrir alvöru fyrr en á sjötta áratugnum. Það sem vísindamenn halda fram er að svefnvenjur okkar stjórnist af líkamsklukkunni. Hvert okkar sé fætt með innbyggða hringrás sem stjórni því hvenær við verðum syfjuð og hvenær við vöknum. Þessi hringrás vari að mestu allt okkar líf en við getum tekið stjórnina í okkar hendur í ákveðnum tilvikum, segja sérfræðingar. Mörgum líður þó afar illa ef ruglingur verður á svefntímanum, til dæmis ef flogið er yfir mörg tímabelti. Ein af nýrri kenningum um svefn og svefntíma gengur út á það að magn serótóníns í heilanum hafi hér áhrif. Hvað sem öðru líður er svefninn nauðsynlegur fyrir líkamlega og andlega heilsu okkar. Það er líka öldungis rétt þegar talað er um fegurðarblundinn því húðfrumurnar endurnýjast örast á tímabilinu frá miðnætti til fjögur að morgni. Nóttin er auk þess sá tími sem líkaminn endurnærist best. Þannig að góður nætusvefn gefur manni ekki aðeins betri líðan á sál og líkama heldur kemur hann í veg fyrir ótímabær ummerki ellinnar. Hins vegar er misjafnt hvað hver og einn telur nægan svefn. Sumir segjast sofa of mikið en aðrir of lítið. Sérfræðingar segja að svefn- leysi sé hægt að magna upp með því að hafa áhyggjur af því að sofa ekki. Að liggja andvaka af og til er hundleiðinlegt en það er ekki ástæða til að hafa sérstakar áhyggjur af því. Líkaminn nær sér undrafljótt á strik aftur og heimtar að fá svefnskuldina greidda ef svo má að orði komast. Einnig hafa rannsóknir leitt í Ijós að margir sofa í raun lengur og betur en þeir vilja halda fram. Sumir þeirra sem tóku þátt í rannsókninni töldu sig þurfa klukkutíma til þess að detta út af en í raun leið að meðaltali kortér þar til hroturnar byrjuðu að heyrast og mælitæki staðfestu að viðkomandi væri kominn inn í draumalandið. Besta ráðið við svefnleysi? Ekki vera andvaka yfir þvi!! íð tn ---------------- , detta ut af i huellí Matur og drykkur Það er hreint ekki sama hvað við látum ofan í okkur ef við erum viðkvæm fyrir svefnleysi. Það er ráð að borða heilsu- samlegt fæði á kvöldin, t.d. salat sem inniheldur náttúruleg róandi efni. Stór skammt- ur af sal- ati með jurtabland- aðri salatsósu ætti að róa taugarn- ar fyrir svefninn (svo fremi sem fólk sleppi tei og kaffi). Gamalt húsráð var ^að f drekka flóaða mjólk fyrir svefn. Nú hefur verið sannað að það er alls ekki galin hugmynd því í mjólk er efni sem heitir tryptoph- an. Efni þetta er amínósýra sem hef- ur áhrif á efnafræði serótóníns. Önnur matvæli sem innihalda J \ / tryptophan g eru bananar, túnfiskur, kalkúni, egg og jógúrt. Olíur, jurtir og nudd llmolíur hafa mjög róandi áhrif og þá sérstaklega olíur sem innihalda kamillu, lofnarblóm og salvíu. Smá skammtur í heitt baðvatn eða létt nudd með ilmolíu hefur róandi áhrif. Jurtir hafa löngum verið notaðar til að ná góðri hvíld. Drykkir blandaðir jurtum eru slakandi og sömu áhrifum er r hægt að ná með því að setja poka með jurtum við höfðalagið. Prófið kamillu, garðabrúðu (valerian), hrokkinmyntu (spearmint) eða lofnar- blóm (lavender). Fótanudd hefur góð áhrif á lík- “■ ama og sál. Mælt er með því að

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.