Vikan


Vikan - 26.10.1999, Side 50

Vikan - 26.10.1999, Side 50
Texti: Guðjón Bergmann Heilun miðar að viðhaldi á flæði líkamans. Vest- ræn læknisfræði viðurkennir blóðflæði og flæði á rafboðum um tauga- kerfi líkamans. Til þess að viðhalda heilbrigði þarf það flæði að vera í lagi. Hindran- ir mynda stíflur sem geta valdið sjúkdómum af ýmsu tagi. Austrænar fræðigreinar viðurkenna einnig orkublik eða astralsvið líkamans, orkulíkama sem umlykur efnislíkamann og hefur áhrif á heilsu og heilbrigði ein- staklingsins. Orkublikinu er viðhaldið af sjö orkustöðvum líkam- ans (chakras) sem eru stað- settar á líkamanum miðjum og ná allt frá rófubeini til hvirfils. Flæðinu er dreift um líkamann í gegnum orkubrautir (nadis) sem eru mjög líkar taugakerfinu að uppistöðu. Orkubrautirnar hafa meðal annars verið kortlagðar af nálastungusér- fræðingum, enda eru nála- stungur eitt form heilunar. Fyrirbyggjandi aðgerðir Fyrirbyggjandi aðgerðir eru náttúrlegasta og áhrifa- ríkasta leiðin til að viðhalda orkuflæði líkamans. Teygjur, jóga, gott mataræði, önd- unaræfingar og jákvætt hug- arfar hafa mikið að segja. Hverjum einstaklingi er nauðsynlegt að huga að lík- ama sínum, hlusta á hann og finna þær leiðir sem henta honum best til að viðhalda heilsu og heilbrigði. Við erum hins vegar bara mann- leg og oft þurfum við á heil- un að halda. Mikilvægast er þó að læra að hlusta á lík- amann og treysta eigin til- finningum. Góður nætur- svefn getur gert kraftaverk. Slíkt hið sama á við um slökun og alla hvíld þegar við erum að keyra okkur áfram í þessu blessaða neysluþjóðfélagi. Við skul- um líta á nokkur dæmi um veikindi og mismunandi gerðir heilunar sem við gæt- um þurft á að halda. Veikindi og heilun Sjálfsheilun er okkur eig- inleg. Hiti, svefn og hvíld eru leiðir líkamans til þess að koma sér aftur í jafn- vægi. Þegar við brjót- um náttúrulegar venjur líkamans með lyfjatöku eða keyrum okkur áfram þrátt fyrir veikindi get- um við þurft á utanað- komandi aðstoð að halda. Nudd, nálarstung- ur, svæða- nudd, reiki, handayfir- lagning og aðstoð frá kírópraktor eru form heil- unar sem gott er að nýta þeg- ar sjálfsheilun þrýtur. Það eitt að fá einhvern til að strjúka sér getur losað um stíflu og komið orkuflæði líkamans aftur í samt lag. Orkublik annarra hefur bein áhrif. Við treystum steinum og kristöllum til að magna upp fjarskiptatækni okkar, samt eigum við mörg í erfiðleik- um með að sjá hvernig steinar og kristallar geta magnað upp eðlileg rafboð líkamans og hjálpað öðrum að heila sig. I reiki er talað um aðstoð- armanneskjuna sem milli- stykki sem tengir þann sem er heilaður við alheimsork- una. Bænin hefur líka sann- að sig sem öflugt heilunar- tæki. Þeir sem stunda handayfirlagningu nýta sér oft allt þrennt, alheimsork- una, bænina og steinana til að losa um stíflur. Við sjáum stíflulosunina efnislega betur hjá nuddurum, kírópraktorum og nála- stungusérfræðingum sem nota snertinguna til þess að gera slíkt hið sama. Lyf og skurðlækningar Þegar bein aðstoð annarra þrýtur ætti í fyrsta lagi að leita á náðir lyfja. Lyf geta hjálpað. Verkjalyf losa til dæmis um fyrirstöður og viðhalda flæðinu en of- notkun á þeim getur leitt til þess að líkaminn skapi mótefni og þau hætti að virka. Næst gæti þurft sterk- ari lyf. Síðan mótefni við aukaáhrifunum, aftur sterk- ari lyf o.s.frv. Vítahringur sem margir eru að eiga við í dag. Ef lyf hafa ekki tilætluð áhrif gæti þurft að grípa til skurðaðgerða til að losa um stíflurnar og viðhalda flæð- inu. Skurðaðgerðir eru hins vegar ekki eins nauðsynleg- ar þeim sem hafa lært að hlusta á líkama sinn og byrja snemma að taka á vandanum. Einkenni sem benda til þess að við gætum þurft á einhverskon- ar heilun að halda eru m.a: þreyta, streita, stífni í líkam- anum, óeðlileg- ar hægðir, eymsli, þurr húð,sprungur í kringum varir og fleira. Viturlegast er að byrja á orkulík- amanum og vinna sig síðan inn á við. Allar tegundir heil- unar eiga rétt á sér. Byrjum á að nota þær sem skapa minnstar aukaverkanir. 50 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.