Vikan


Vikan - 26.10.1999, Blaðsíða 50

Vikan - 26.10.1999, Blaðsíða 50
Texti: Guðjón Bergmann Heilun miðar að viðhaldi á flæði líkamans. Vest- ræn læknisfræði viðurkennir blóðflæði og flæði á rafboðum um tauga- kerfi líkamans. Til þess að viðhalda heilbrigði þarf það flæði að vera í lagi. Hindran- ir mynda stíflur sem geta valdið sjúkdómum af ýmsu tagi. Austrænar fræðigreinar viðurkenna einnig orkublik eða astralsvið líkamans, orkulíkama sem umlykur efnislíkamann og hefur áhrif á heilsu og heilbrigði ein- staklingsins. Orkublikinu er viðhaldið af sjö orkustöðvum líkam- ans (chakras) sem eru stað- settar á líkamanum miðjum og ná allt frá rófubeini til hvirfils. Flæðinu er dreift um líkamann í gegnum orkubrautir (nadis) sem eru mjög líkar taugakerfinu að uppistöðu. Orkubrautirnar hafa meðal annars verið kortlagðar af nálastungusér- fræðingum, enda eru nála- stungur eitt form heilunar. Fyrirbyggjandi aðgerðir Fyrirbyggjandi aðgerðir eru náttúrlegasta og áhrifa- ríkasta leiðin til að viðhalda orkuflæði líkamans. Teygjur, jóga, gott mataræði, önd- unaræfingar og jákvætt hug- arfar hafa mikið að segja. Hverjum einstaklingi er nauðsynlegt að huga að lík- ama sínum, hlusta á hann og finna þær leiðir sem henta honum best til að viðhalda heilsu og heilbrigði. Við erum hins vegar bara mann- leg og oft þurfum við á heil- un að halda. Mikilvægast er þó að læra að hlusta á lík- amann og treysta eigin til- finningum. Góður nætur- svefn getur gert kraftaverk. Slíkt hið sama á við um slökun og alla hvíld þegar við erum að keyra okkur áfram í þessu blessaða neysluþjóðfélagi. Við skul- um líta á nokkur dæmi um veikindi og mismunandi gerðir heilunar sem við gæt- um þurft á að halda. Veikindi og heilun Sjálfsheilun er okkur eig- inleg. Hiti, svefn og hvíld eru leiðir líkamans til þess að koma sér aftur í jafn- vægi. Þegar við brjót- um náttúrulegar venjur líkamans með lyfjatöku eða keyrum okkur áfram þrátt fyrir veikindi get- um við þurft á utanað- komandi aðstoð að halda. Nudd, nálarstung- ur, svæða- nudd, reiki, handayfir- lagning og aðstoð frá kírópraktor eru form heil- unar sem gott er að nýta þeg- ar sjálfsheilun þrýtur. Það eitt að fá einhvern til að strjúka sér getur losað um stíflu og komið orkuflæði líkamans aftur í samt lag. Orkublik annarra hefur bein áhrif. Við treystum steinum og kristöllum til að magna upp fjarskiptatækni okkar, samt eigum við mörg í erfiðleik- um með að sjá hvernig steinar og kristallar geta magnað upp eðlileg rafboð líkamans og hjálpað öðrum að heila sig. I reiki er talað um aðstoð- armanneskjuna sem milli- stykki sem tengir þann sem er heilaður við alheimsork- una. Bænin hefur líka sann- að sig sem öflugt heilunar- tæki. Þeir sem stunda handayfirlagningu nýta sér oft allt þrennt, alheimsork- una, bænina og steinana til að losa um stíflur. Við sjáum stíflulosunina efnislega betur hjá nuddurum, kírópraktorum og nála- stungusérfræðingum sem nota snertinguna til þess að gera slíkt hið sama. Lyf og skurðlækningar Þegar bein aðstoð annarra þrýtur ætti í fyrsta lagi að leita á náðir lyfja. Lyf geta hjálpað. Verkjalyf losa til dæmis um fyrirstöður og viðhalda flæðinu en of- notkun á þeim getur leitt til þess að líkaminn skapi mótefni og þau hætti að virka. Næst gæti þurft sterk- ari lyf. Síðan mótefni við aukaáhrifunum, aftur sterk- ari lyf o.s.frv. Vítahringur sem margir eru að eiga við í dag. Ef lyf hafa ekki tilætluð áhrif gæti þurft að grípa til skurðaðgerða til að losa um stíflurnar og viðhalda flæð- inu. Skurðaðgerðir eru hins vegar ekki eins nauðsynleg- ar þeim sem hafa lært að hlusta á líkama sinn og byrja snemma að taka á vandanum. Einkenni sem benda til þess að við gætum þurft á einhverskon- ar heilun að halda eru m.a: þreyta, streita, stífni í líkam- anum, óeðlileg- ar hægðir, eymsli, þurr húð,sprungur í kringum varir og fleira. Viturlegast er að byrja á orkulík- amanum og vinna sig síðan inn á við. Allar tegundir heil- unar eiga rétt á sér. Byrjum á að nota þær sem skapa minnstar aukaverkanir. 50 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.