Vikan


Vikan - 09.11.1999, Blaðsíða 2

Vikan - 09.11.1999, Blaðsíða 2
flllar konur sem lent hafa i ast- arsorg hekkja þær miklu til- fínningasueíflur sem fylgja henni. Reiðin, sorgin, eftirsjáin og þráin eftir elskhuganum huiklynda taka uöldin til skipt- ist og stundum er tilfinninga- rótið suo míkíð að konur sleppa fram af sér beislinu og gera eitthuað sem þær hefðu aldrei trúað sjálfar að þær ættu til. tlm þetta fjallar óper- an La uoix humaine eða Mannsröddin eftir Francis Pou- lenc sem nú er uerið að sýna í hádeginu í Óperunni. Kona sem hefur uerið yfirgefín af elsk- huga sínum hefur beðið í þrjá daga eftír símtali frá honum. Hann hafði sagst ætla að hringja í hana og gerir það. Hún reynir að snúa hug hans aftur til sín og röddín er henn- ar eina uopn og hún beitir henni af öllum þeim kraftí og þeírri lagní sem hún á til. Það er mikið kvennaval sem stendur að þessari sýningu en Ingunn Ás- dísardóttir leikstýrir, Signý Sæ- mundsdóttir syngur hlutverk konunnar lánlitlu og Þórunn Elísabet Sveinsdóttir hannar leikmynd og búninga. Ingunn er að Ieikstýra óperu í fyrsta sinn og er mjög ánægð með að fá að kynnast nýju formi. „Þetta er mjög gaman og ég læri heil reiðinnar býsn um tón- list, frönsku og allt mögulegt," segir Ingunn. „Opera og leik- hús eru í raun jafn ólík og kvik- mynd og sjónvarp eða leikhús og kvikmynd. Auðvitað skarast þetta allt og er skylt en samt ólík form. Ég er bundin af tón- listinni og hún er mjög tak- markandi að sumu leyti en gef- ur mikið frelsi á hinn bóginn. Ég get t.d. ekki látið hana taka '0 u w U ro c 0 </) k 3 •O <D D) C </) 09 hádeglsverður í Operunni langar þagnir og gera eitthvað á meðan eins og hægt væri í textaleikhúsi. Tónlistin ákvarð- ar tímalengdina í hverjum kafla verksins. Persónan er að tala í síma og það er skemmtilegt að vinna með viðbrögð hennar á sviðinu við því sem elskhuginn fyrrver- andi er að segja og áhorfendur heyra aldrei. Stundum gerir hún ýmislegt sem ekki er í neinu samræmi við það sem hún er að segja. Einu sinni kyssir hún mynd af honum og stingur inn á brjóst sér um leið og hún segir honurn að hún hafi rifið allar myndirnar sínar en tekur hana síðan fram og krumpar hana og hendir um leið og hún segist elska hann." Signý er ein á sviðinu þessar fjörutíu mínútur sem tekur að flytja óperuna og hún túlkar miklar og heitar tilfinningar all- an tímann. „Maður reynir að finna þetta í sér og upplifa tilfinningar per- sónunnar í sjálfri sér," segir Signý. „Margar konur hafa gengið í gegnum nákvæmlega þetta ferli og þetta er sterk upp- lifun. Þessi kona fer alveg út á ystu brún eða raunverulega fram af. Hlutverkið er mjög ögrandi. Tekst manni að korna þessu til skila? Skynja áhorf- endur það sem maður er að túlka? Tónlistin er í samræmi við innihald verksins. í henni eru mikil átök en fallegir, ljóðrænir kaflar inn á milli en það er svo mikið að gerast og miklar til- finningasveiflur að hvert augna- blik er mjög stutt. Sterkir mis- hljómar lýsa erfiðum átökum konunnar við elskhuga sinn." Þórunn Elísabet Sveinsdóttir hannaði búning Signýjar. Er erfiðara að hanna búning þegar bara ein persóna er á sviðinu heldur en þegar margar koma saman? „Það er ekkert erfitt," segir Þórunn. „Ástandið er svo lýsandi og einnig tíminn. í góðu samstarfi er ekkert erfitt. Stundum eru skiptar skoðanir en það er í lagi því ekkert er eins leiðinlegt og þegar einhver er alltaf sammála síðasta ræðu- manni." „í verkinu eru mikil átök og undirtexti," segir Ingunn. „Það sem stendur upp úr er rödd þessarar konu, sálarrödd henn- ar, rödd tilfinninganna." Og ekki er að efa að margar konur geta fundið samhljóm og sungið í takt við sálarrödd særðu konunnar í Mannsrödd- 2 Vikan inni hans Poulenc, en Þórunn var svo elskuleg að gefa okkur uppskrift sína að silkináttkjól, einstaklega hentugum til að klæðast í ástarsorg og harmi. Uppskrift að náttkjól til íveru í ástarsorg Nauðsynleg tæki og efni: 2 kjólsíddir af rnjög góðu satínefni. u.þ.b. 4 m af fallegri anlíkblúndu, Siemens þvotta- vél með góðu suðukerfi og einstök saumakona sem heit- ir Sigrún. Blettir: 1/2 bolli al'gulri kornolíu 1 tsk. járnoxíð hnffsoddur af ljósmyndafixer 1 1/2 tsk. gott madeirakarrí (I Operunni sér sminkan um að bæta við svolitlu blóði en fleslar konur geta leyst þann vanda á eigin spýtur heima.) AðfCrð: Kjóllinn saumað- ur á snilldarlegan hátt af Sig- rúnu, soðinn íþvottavélinni og látinn þorna í hrúgu út í horni. Blúndan rifin eftir smekk og efnunum hellt í kjólinn til að búa lil blettina. Til að kóróna áhrifin eru konur beðnar um að draga á fætur sér háhælaða, fjólubláa inniskó með dúsk og þá er þeirn ekkert að vanbúnaði að upplifa áslarsorgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.