Vikan


Vikan - 09.11.1999, Síða 33

Vikan - 09.11.1999, Síða 33
Teiknið sniðiö upp á bylgjupappann eða annan litaðan pappír. Það getur komið vel út að hafa skrautlegan pappír sem ytra byrði eða jafnvel að líma dagblað utan á papp- ír. Skerið pappann eftir teiknuðum útlínum og límið samskcytin saman. Endarnir eiga að standa opnir. Eftir að hlut hcfur verið komið fyrir ofan í öskj- unni skal loka henni með því að þrýsta endunum létt niður. Að lokum er pakkinn skreyttur að vild. Pessar skemmtilegu gjafaöskjur úr bylgjupappa eða öðrum skrautlegum pappír henta undir smágjafir við margvísleg tilefni. Smádót eins og t.d. þurrkuð blóm, skeljar, kanelstangir eða steinar geta verið fallegt skraut á litlum pakka. Meðfylgjandi mynd er af einfaldri öskju en athugið að það er mjög auðvelt að búa til öskju sem hefur annars konar lögun, t.d. hjarta eða stjörnu. Gætið þess að pappírinn sé nægilega þykkur til að hægt sé að geyma smáhluti í honum en hann má heldur ekki verða það stífur að erfitt sé að vinna með hann. Það sem þarf að hafa við höndina: • Þykkan og skrautlegan pappír, gott að nota A4 stærð. • Sníðapappír • Blýant • Skæri • Hníf • Límstift • Bast eða einhvers konar band • Skraut t.d. þurrkuð blóm eða ávexti. Vikan 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.