Vikan


Vikan - 23.11.1999, Síða 4

Vikan - 23.11.1999, Síða 4
Hillesandi Kast í Kringlunni! 'W.....^fkki alls fyrir löngu brá ég mér í m J Kringluna í þeim göfuga til- m ' gangi að kaupa gúmmístígvél á M J son minn. Mér brá hins vegar í brún þegar ég nálgaðist áfangastaðinn því bílamergðin var með eindœmum og það er skemmst frá því að segja að það tók dá- góða stund að fá bílastœði. Pegar inn var komið varð mér Ijóst að í gangi var svo- kallað „Kringlukast" en það laðar að ótrúlegan mannfjölda sem á sér enga ósk heitari en að geta keypt eitthvað með smárœðis afslœtti. A Kringlukastsdögum breytist musteri versl- ana í hálfgerðan skemmtigarð. Það var engu líkara en ég vœri stödd í Disneyworld. Börn voru hlaupandi um með blöðrur merkt- ar fyrirtœkjum, skemmtiatriði voru ífullum gangi á göng- unum og greinilegt var að foreldrum barnanna fannst Kringlukastið vera hin ákjósanlegasta fjölskylduskemmtun. Eg hefþó ákveðnar og rökstuddar efasemdir um að börnin séu á sönm skoðun. Troðn- ingurinn og biðraðirnar minntu einna helst á að stríðsástand vœri íþann mund að skella á og nú vœri hver að verða síð- astur að birgja sig upp afhvers konar vör- um. Eg tróðst áfram, orðin örvœntingar- full um að kannski fengi ég ekki stígvél á barnið. Auk biðraða og œsikennds hama- gangs í kringum fataslár var varla hœgt að komast ferða sinna fyrir brynvörðum inn- kaupakerrum, stútfullum afvarningi og börnum. Já, börnum. Þessum litlu sak- leysingjum er gert að taka þátt í œðiskast- inu og þeim er troðið rétt eins og hverjum öðrum varningi ofan í innkaupakörfurnar innan um mjólk, sunnudagslœrið og bingógallann sem mamma var að kaupa. Þarna hnipra þau sig saman, oftast grát- andi og með hor í nös, nœr dauða en lífi afangist eða hreinum leiðindum. Sumir foreldrar mœta í Kringluna fullir stolts beint af fœðingardeildinni og það er vœg- ast sagt sorglegt að sjá nýfœdd krílin píra augun í flúorljósunum, örugglega skelf- ingu lostin yfir hávaðanum og Itinu spennuþrungna andrúmslofti sem ríkir oftast í stórum verslanasamstœðum. Svo ekki sé minnst á smithœttuna sem erfyrir hendi á slíkum stöðum, en Ijósmœður og hjúkrunarfræðingar vara fólk við því að œða afstað með ungbörn á staði þar sem svo mikill mannfjöldi safnast saman. Það virðist hins vegar ekki ná til eyrna allra foreldra. Eftir mikla fyrirhöfn náði ég loks að kaupa blessuð gúmmístígvélin og reyndi sem best ég gat að hraða för minni burt frá darraðardansinum. Það var langt frá því að vera hœgttr leikur þvíþað virðist orðið til siðs að halda eins konar míníætt- armót á göngum verslanamiðstöðva. Heilu stórfjölskyldurnar hittast þarna, ýmist fyrir tilviljun eða afráðnum lutg enda kannski ekki svo galin hugmynd þegar salarkynnin kosta ekkert og effólk erheppið, eru veitingarnar fríar líka. Smakk afvöfflum, ostatertum eða eðal- nautakjöti virðist alltafvera vel þegið og fólk borðar fylli sína á meðan það spjallar við œttingjana. Þegar ég kom illa haldin, sveitt og pirruð út á bílastœðið, var annars konar kast í gangi en það snerist um að ná bílastœði. Bílstjórarnir sem sátu fyrir stæðum fengu kast þegar þeir sáu manneskju koma gangandi, dinglandi bíllyklum. Þá stigu þeir spenntir á bensíngjöfina og kitluðu hana með tilheyrandi hljóðum sem voru til þess ætluð að reka á eftir manni. Egfór heim í kasti; hláturskasti. Eftir svona stressferðir er mjög notalegt að koma heim og hreiðra um sig með Vik- una sína. Sem endranœr er Vikan full af skemmtilegu efni. Hörður Torfason lætur gamminn geysa í áhugaverðu viðtali, við erum með umfjöllun um lœvísa refi á vinnustöðum og kjaftforar mömmur, sem margir kannast eflaust við, og Guðni bak- ari er með uppskriftir af hefðbundnum jólasmákökum. Við skyggnumst líka að- eins inn í heim klámdrottninganna í Hollywood og bjóðum upp á glæpasmá- sögu sem heitir „illa lyktandi lausn ". Sem sagt; eitthvað fyrir alla! Njóttu Vikunnar, Hrund Hauksdóttir Jóhanna Steingerður Margrét V. Ingunn B. Anna B. Guðmundur Harðardóttir Steinars- Helgadóttir Sigurjóns- Þorsteins- Ragnar ritstjóri dóttir biaðamaður dóttir dóttir Steingrímsson blaðamaður auglýsinga- auglýsinga- Grafískur * stjóri stjóri hönnuður Ritstjórar Jóhanna G. Harðardóttir og Hrund Hauksdóttir vikan@frodi.is Útgefandi Fróði Seljavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599 Stjórnar-formaður Magnús Hreggviðsson Aðalritstjóri Steinar J. Lúðvíksson Simi: 515 5515 Framkvæmdastjóri Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515 5512 Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir og Margrét V. Helgadóttir. Auglýsingastjórar Anna B. Þorsteinsdóttir og Ingunn B. Sigurjónsdóttir Vikanaugl@frodi.is Grafískur hönnuður Guðmundur Ragnar Steingrímsson Verð í lausasölu 459 kr. Verð í áskrift ef greitt er með greiðslukorti 344 kr. pr eintak . Ef greitt er með gíróseðli 389 kr pr. eintak. Litgreining og myndvinnsla Fróði Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öil réttindi áskilin varðandi efni og myndir Áskriftarsími: 515 5555 v ■

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.