Vikan


Vikan - 23.11.1999, Page 6

Vikan - 23.11.1999, Page 6
Söngvaskáldið sæla Tfr Mfi Hörður Torfason er mennt aður leikari þrátt fyrir að iiafa lifibrauð sitt af Ijóða gerð og söng. Hann stend ur nú á tímamótum. Nær þrjátíu ár eru liðin frá því að hann gaf út sinn fyrsta geisladisk og bráðlega kemur út geisladiskur sem er númer 0019 í útgáfuröð inni. Margir tala um hann sem fyrsta hommann á ís landi þar sem hann hefur aldrei farið leynt með kyn hneigð sína og var sá sem rauf þagnarmúrinn um þau mál. Það finnst Herði ákaf lega fyndið viðhorf. Þeir sem þekkja til kappans sjá að þar er hamingjusamur maður á ferð, hann hefur fundið frið í sálinni og ást ina í lífi sínu. n j Hörður á þrjátíu ára útskriftaraf- mæli frá Leik- listarskóla Pjóðleikhússins vorið 2000. í fyrstu var nóg að gera í leiklistinni, atvinnutil- boðin streymdu inn. Hann lék á sviði, í kvikmyndum og starf- aði sem fyrirsæta. Af hverju ákvaðstu að verða leikari? „Ég hafði alltaf verið virkur í leiklist frá því ég var smá- krakki. Ég var að semja og setja upp leikrit og fannst mjög gam- an að fá annað fólk til að skemmta t.d. með spurninga- og söngvakeppnum. Jú, og að skemmta því sjálfur. Þetta bjó sterkt í mér, ég hef alltaf haft svo gaman af þessu, sérstaklega að semja lög og texta og byrjaði ungur á slíkri iðju. Ég útskrifaðist frá verslunar- deild í framhaldsskóla og þvældist um landið í nokkur ár. Ég endaði á að starfa í verslun og fékk tilboð um að gerast verslunarstjóri aðeins 21 árs gamall. Ég tók mér viku til að hugsa mig um. Ég varð að velja á milli þess að verða verslunar- maður, sem þýddi að ég þyrfti að setja upp ákveðinn „front". Að laga mig að kröfum mark- aðarins eins og það kallast í við- skiptaheiminum. Hinn kostur- inn var að fylgja draumum mín- um og fara út í óvissuna, þ.e. í leiklistina og því sem henni fylgdi. Ég ákvað að ganga veg óvissunar og dreif mig því í leiklistarnámið. Ég vissi það þá og ég veit það núna að þetta var rétt ákvörðun. Ég fór í fjög- urra ára leiklistarnám og út- skrifaðist í maí 1970. Strax dag- inn eftir útskrift byrjuðu upp- tökur á fyrstu plötunni minni. Ég lék á sviði í tvö ár eftir að ég útskrifaðist. Ég ætlaði mér ekki að verða leikari, ég hafði alltaf stefnt að því að verða leikstjóri. A meðan ég var í leiklistarnámi fann ég fyrir ofsóknum vegna kynhneigðar minnar. Mér var ekki leyft að starfa sem lista- maður utan veggja skólans. Það var sífellt verið að hnýta í mig. A þessum tíma bjó í mér óró- leiki því ég fann að ég var öðru- vísi en aðrir. Ég áttaði mig samt ekki á því hvernig ég átti að taka á þessu. Mig skorti fyrir- mynd. Hvergi gat ég fengið upplýsingar um slíkar tilfinn- ingar. Þær upplýsingar sem ég gat nálgast um homma voru þær að það átti helst að drepa svoleiðis ógeð. A þessum tíma reyndi ég að ræða mín mál við þá sem voru í kringum mig. Fólk yppti öxlum þegar ræddi þessi mál. Það gat ekki verið að ég, svona sætur ungur maður, væri hommi. Það voru bara gömlu karlarnir sem voru hommar. Þegar ég fór að kynnast hommum í Reykjavík. A þessum tíma er óhætt að segja að það hafi ekki verið glæsilegar fyrirmyndir. Flestir þeirra voru í mikilli óreglu. Alls staðar voru veggir og enginn vissi neitt um þessi mál svo að vit væri í. A báða bóga ríkti fyr- irlitning. Annars vegar fólk sem hafði þekkingu sína um slík mál frá kirkjunni eða eigin kenning- arsmiðju og hinsvegar hommar sem voru bitrir og einangraðir.11 Ofsóttur í Þjóðleikhúsinu Ég sagði upp í Þjóðleikhús- inu árið 1972. Á mér brunnu miklar ofsóknir. Á meðan ég lék þar var alltaf verið að hnýta

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.