Vikan


Vikan - 23.11.1999, Page 7

Vikan - 23.11.1999, Page 7
Eg sagðíupp í árið 1972. A mér brunnu miklar of sóknir. A meðan ég lék bar var alltaf verið að hnvta í mig,______ Akveðnir leikarar ofsóttu mig hrein lega og bað var hryllingur fyrir ungan mann að lifa við slíkt í mig. Ákveðnir leikarar ofsóttu mig hreinlega og það var hryll- ingur fyrir ungan mann að lifa við slíkt ástand. Eg fann að ég þurfti að vinna að þessu mál- efni, sjálfs mín vegna. Eg vissi að fleiri en ég væru svona en á þessum tíma var ég eingöngu að hugsa um að ryðja brautina fyrir sjálfan mig. Ef maður gerir ekkert í málinu sjálfur, þá gerist ekki neitt. Ég fór að gangast við því í tali að vera hommi. Það var erfitt en það vandist. Á þessum tíma þegar ofsókn- irnar voru sem mestar fékk ég margar ofbeldishótanir. Það er erfitt að lifa við ótta, að þora ekki að ganga um göturnar eftir ofbeldishótanir. Menn reyndu að ráðast á mig. Þegar ég leitaði hjálpar hjá öðrum, þá trúði fólk mér ekki. Ég held að fólk geri sér ekki alveg grein fyrir alvar- leikanum. Ég vildi ekki enda sem lík í polli, fólk verður að skilja það. Hér á landi hafa menn horfið fyrir minni sakir en þær að vera hommar. Lífið er hættulegt og þá er spurningin hvað vill maður gera í því. Hvaða leikreglum vill maður fylgja og í hvað umhverfi vill maður lifa? Ég fór fljótlega út á land til að leikstýra. Ég hef alltaf haldið því fram að í baráttu svari mað- ur ekki ofsa og látum í sömu mynt, þá myndast bara eitt stórt rykský. Stál í stál. Harmur. Framfarir byggjast á sáttum og gagnkvæmum skilningi. Maður verður alltaf að halda ró sinni, það er lykilatriði í allri baráttu. Það sem skiptir máli er hvernig maður kemur fram og reynist sjálfur. Ég hef alltaf lagt áherslu á að vera ábyrgur í minni vinnu, hvort sem ég er að leikstýra eða halda tónleika. I gegnum árin hef ég sýnt og sannað hæfileika mína. Störf mín hafa haft miklu meiri áhrif en allt umtal. Menn hafa líka komið til mín og sagt: Fyrst var ég dauðhræddur við þig. En þú ert allt öðruvísi en ég hélt að þú værir! Þegar maður stendur sig vel og hefur gott orðspor fær mað- ur líka vinnu. Ég er mjög agað- ur í vinnu og blanda aldrei mínu einkalífi í vinnuna. Það hefur alltaf verið mottó hjá mér." Hörður er hommi! Það er óhætt að fullyrða að Hörður hafi kastað sprengju „Og ekki er Hetta einhuer fóbía í mér bví fagmenn í f járöflun koma gapandi hissa til mín hegar beir hafa lagt út í að reyna að útvega mér styrki. Það er inn í íslenskt þjóðfélag með op- inskáu viðtali í Samúel árið 1975. Hörður lýsti því yfir að hann væri hommi. Slíkt ræddu menn ekki á opinberum vett- vangi á þessum tíma. „Menn töluðu um að ég hefði þegið peninga fyrir viðtalið, en það gerði ég ekki. Ég gerði þetta eingöngu af hugsjón. Ég hefði eyðilagt það sem ég var að meina ef peningar hefðu verið í spilinu." Blekið var varla þornað á Samúel þegar Hörður var út- skúfaður úr þjóðfélaginu. Hann hætti að fá atvinnutilboð, gat ekki fengið leigða íbúð og varð fyrir aðkasti á ólíklegustu stöð- um. „Ég hafði aldrei hugsað út í afleiðingarnar. Slíkt gerir ekki kappsfullur, ungur maður. Frá þessum tíma hefur mér verið neitað um alla styrki sem tengj- ast listinni. Þegar ég lít til baka sama hvert beir hafa leitað, alls staðar skella menn í begar beir heyra nafn mitt. Einn forstjorinn lét hafa eftir sér að hann myndi aldrei láta nafn síns Vikaii 7 fyrirtækis tengjast nafni manns með slíkan lífsstíl!“ Texti: Margrét V. Helgadóttir Myndir: Hreinn Hreinsson

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.