Vikan - 23.11.1999, Blaðsíða 13
til kvennanna sem þeir elsk-
uðu, ástarljóð sem vekja
strauma hjá konum. Hin
hliðin á peningnum er
sjaldnar til umræðu en þeir
kvöddu margir þessar ást-
konur ansi kuldalega eftir
að þær höfðu svikið þá.
Söngur hefur alla tíð verið
gæddur töfrum og blóðheitir
ítalir og Spánverjar sungu
„serenöður" undir glugga
konunnar sem þeir vildu
heilla. Hrifnæmar unglings-
stúlkur (og mæður þeirra)
bregðast jákvætt við falleg-
um söng þótt lítið fari fyrir
því að íslenskir karlmenn
reyni að syngja sínum
heittelskuðu til heiðurs. Þeir
senda þeim frekar skilaboð
á útvarpsstöðvunum og láta
Elvis, Bjögga Halldórs eða
Ragga Bjarna vinna verkið í
sínu nafni, enda eru þeir svo
einstaklega vel til þess falln-
ir.
„Are you lonesome
tonight?11
Hver vildi ekki sjá þá
konu sem gæti staðist karl-
mann sem sendir henni
kveðju með laginu „Only
Fools Rush in", með Elvis
eða „Vertu ekki að horfa
svona alltaf á mig" með
Ragga Bjarna. Karlmenn
eru síður en svo ónæmir fyr-
ir töfrum raddarinnar. Hver
man ekki eftir Marlene
Dietrich sem getur fengið
hárin til að rísa í hnakkan-
um á mörgum karlinum. Is-
lendingar hafa á síðari árum
eignast sína eigin Marlene
en það er Margrét Vil-
hjálmsdóttir leikkona. Aug-
lýsendur sækjast eftir að fá
Margréti til að lesa auglýs-
ingar enda hefðu sennilega
fáar leikið það eftir henni að
gera bráðhallærislega Lu-
kex auglýsingu „sexí."
Marilyn Monroe gladdi
Aðdúiin á Mario Lanza varft til aft hinda vináttiibönd
milli tveggja iinglingstiilkna í Astralíu sem leiddu fil
þess aft þær myrtii inóftur annarrar þeirra. Þessnni at-
Inirfti eru gerft góft skil í niyndinni Heavenly Creafnres.
verður sennilega seint sagt
að hann hafi hljómþýða
rödd en samt hefur hann
hrært margt hjarta með söng
sínum. Brúneygðar konur
eiga til að tárast yfir flutn-
John F. Kennedy og fleiri
Bandaríkjamenn þegar hún
söng með hásri svefnher-
bergisrödd „Happy Birth-
day Mr. President" og Vikan
hefur sannfrétt að íslenskar
konur hafi glatt eiginmenn
sína með því að syngja af-
mælissönginn í Monroe stíi
og að sjálfsögðu í viðeigandi
klæðnaði. Við slíkar kring-
umstæður hittir röddin karl-
manninn þar sem hann er
veikastur fyrir og flestar
konur vita vel hvernig á að
beita röddinni. Það er alls
ekki sama hvernig þú segir
honum frá kjólnum flotta
sem þú sást í verslunar-
glugga á Laugaveginum, að
minnsta kosti ekki ef þig
langar til að eignast kjólinn.
Og hver ykkar stenst eigin-
manninn þegar hann biður
um eitthvað og röddin dýpk-
ar um áttund og verður und-
urblíð?
Þeir eru líka til sem líkt og
fuglarnir beita röddinni til
að laða til sín maka. Sigur-
jóna Sverrisdóttir segist hafa
dáðst að Kristjáni Jóhanns-
syni sem söngvara áður en
þau hittust augliti til auglitis
og Ragnhildur Gísladóttir
sagði frá því í viðtali að hún
hefði verið mikill áðdáandi
Stuðmanna áður en hún
kynntist hljómsveitarmeð-
limum þar með töldum eig-
inmanni sínum og gekk í
hljómsveitina sjálf. Selma
Björnsdóttir og Rúnar Freyr
Gíslasson sungu sig inn í
hjörtu hvors annars í söng-
leiknum Grease og Aristot-
eles Onassis var svo hug-
fanginn af söng Maríu
Callas að hann
lagði allt í sölurnar
til að kynnast
henni. Röddin
nægði „dívunni" þó
ekki þegar á hólm-
inn var komið því þegar
kona Onassis dó sveik hann
þessa ástkonu sína til
margra ára og giftist Jackie
Kennedy. Sagt var að María
hefði aldrei komist yfir sorg-
ina sem svikin ollu henni.
Sérstæðir töfrar
Það er með raddir eins og
fólk að sumir eru ekki beint
gæddir fegurð en hafa svo
sérstæða töfra að aðrir lað-
ast óhjákvæmilega að þeim.
Varla er hægt að hugsa sér
ljótari rödd en söngrödd
Bobs Dylans en samt hrifust
ótalmargir af tónlist hans og
boðskapnum sem hún bar
með sér. Dylan sýndi þó og
sannaði að hann átti fleira
til þegar hann söng „Lay
Lady Lay". Megas okkar ís-
lendinga lék sama leikinn og
þeir Súkkatfélagar hafa
hægt og bítandi verið að
færa sig á stall.
Halldór Laxness hafði
ekki aðlaðandi rödd en
menn flykktust í hópum til
að hlusta á hann lesa úr
verkum sínum þegar færi
gafst og hljómplata með
honum varð geysivinsæl.
Helgi Sæmundsson hafði
heldur ekki fallega rödd en
snjall kveðskapur hans og
kímni heillaði alla og engin
af vísum hans þótti söm ef
hún var ekki kveðin af hon-
um sjálfum.
Margar fleiri sérstæðar og
seiðandi raddir koma upp í
hugann, þeirra í meðal rödd
Billie Holliday, Ellu Fitzger-
ald, Louis Armstrongs og
Rod Stewarts. Um Mick
Jagger í Rolling Stones
ingi hans á „My Browneyed
Girl" og konur með hvaða
augnlit sem er klökkna yfir
„Waiting on a Friend". A
því er enginn vafi að röddin
er sterkt vopn, gleðigjafi og
síðast en ekki síst stórkost-
legt hjálpartæki ástarlífsins.
Ymlslegt sem
sagt Itefur verið
um rðddina.
Fegursl allra hljóða cr rödd
þeirrar konu sem vér unnum.
La Bruyére
Fagran heyrði ég sönginn frá
Niflungaheim. Eg get ekki
sofið fyrir hljóðunum þeim.
Gamalt viðlag
...hrjúf, loðin, skræk ogjafn-
framt kuldaleg kvenmanns-
rödd.
Jón Spæjó
í rödd hennar hljómaði auður.
F. Scott Fitzgerald (The Great
Gatsby)
Horfðu ekki á mig með þess-
um raddblæ herra minn.
Ur límaritinu Punch