Vikan - 23.11.1999, Page 20
Texti: Steingerður Steinarsdóttir
„Ekki barf nema
einn gikk í huerri
ueiðistöð" segir
máltækið og uíst
er að sumum
manneskjum er
einkar lagið að
spiila andrúms-
loftinu í kringum
sig. Þeir eru hins
uegar oft auð-
hekktir og allir
uarast að koma of
nálægt heim. Erf-
iðara er hins ueg-
ar að uarast hina
sem eru sífellt
brosandi og
eiskulegir á yfir-
borðinu en setja
sig ekki úr færi að
grafa undan
uínnufélögunum á
bak. Þekkið bið
„týpuna"? Já,
einmitt, eins og
t.d. Sollu á síman-
um. Suo er bað
Dídda í bókhaid-
inu, hún uirðist
ósköp geðug en
getur aldrei stillt
sig um að nefna
bað ef einhuerium
uerða á mistök
eða stríða fólki á
einhuerju jafn-
saklausu og buí
að sofa yfir sig.
ðruæntu bó ekki
buí bað eru til
leiðir til að uarast
slíkar persónur og
baktryggja sig
gegn áhrifum
beirra. Taktu uel
eftir bessu:
20 Vikan
• Veldu þér vini á vinnustaðn-
um af kostgæfni. Lymskuref-
urinn er nefnilega yfirleitt
einhver sem þú treystir lengi
vel. Það er ekki fyrr en eftir
nokkuð langa samvinnu sem
þú uppgötvar að viðkomandi
hefur lengi eignað sér þín
verk, þínar hugmyndir og
jafnvel notað sér hæfni þína
til að skila sínu starfi betur.
Ung kona sem var nýbyrjuð að
vinna á lögfræðistofu var ofurlít-
ið óörugg með sig. Eldri kona
var ritari á sama stað og hafði
fram að þessu verið eini ritarinn.
Hún var ákaflega elskuleg og
þolinmóð við þessa nýju starfs-
systur sína. Dag nokkurn gekk
eldri konan á fund eins yfir-
mannsins og sagði honum að
viðkvæm skjöl, sem snertu mál
sem hann var með til meðferðar
hefðu legið á skrifborði hinnar
fyrir allra augum. Hún hefði séð
þau þar sjálf og ekki talið annað
fært en að segja honum frá
þessu. Auðvitað hefði verið eðli-
legasl að sú sem var reyndari í
starfinu leiðbeindi samstarfs-
konu sinni um meðferð slíkra
skjala en léti yfirmanninn í friði.
Vertu því ekki of fljót að halla
þér að einhverjum einum þegar
þú byrjar á nýjum stað.
• Leggðu þig fram um að kynn-
ast yfirmanni þínum. Konur
verða oft fyrir því að aðrir
vinnufélagar, sérstaklega
karlmenn, eiga erfitt
með að sætta sig við að
þeim gangi betur á
vinnustað. Kona, sem
vann á stað þar sem
karlmenn voru í meiri-
hluta, varð fyrir því að
tveir vinnufélagar henn-
ar snerust gegn henni.
Þeir kvörtuðu sífellt yfir
störfum hennar, gagn-
rýndu allar hennar
ákvarðanir og reyndu
sífellt að sýna fram á van-
þekkingu hennar. Hún hafði
lagt sig fram um að verða vel
málkunnug yfirmanninum og
gat því farið og talað við
hann af hreinskilni, útskýrt
fyrir honum að hún teldi
andstöðu karlanna stafa af
því að þeim þætti hart að
kvenmaður bæði nyti meira
trausts og þætti frumlegri og
færari í starfi en þeir. Eftir að
þessir samstarfsmenn sáu að
hún lét ekki bugast og að yf-
irmaðurinn hlustaði á það
sem hún sagði, hættu þeir að
vinna eins augljóslega gegn
henni. Þeir gerðu sér grein
fyrir að það væri talsverð
áhætta fyrir þá sjálfa að ráð-
ast á hana því hún ætti stuðn-
ing yfirmannsins vísan.
• Ekki dæma of fljótt. Stundum
kemur fyrir að samstarfs-
maður segir eða gerir eitt-
hvað sem virðist beinlínis til
þess gert að grafa undan öðr-
um en það þarf ekki alltaf að
vera svo. Sumir eru einfald-
lega svo klaufalegir í mann-
legum samskiptum að þeim
hættir til að missa út úr sér
hverja ókurteisa athuga-
semdina á fætur annarri. Ef
þú kemst að þeirri niður-
stöðu að um hreinan klaufa-
skap sé að ræða reyndu þá
að beina viðkomandi vin-
gjarnlega á rétta
braut.
• Ekki missa stjórn á þér. Þegar
þú kemst að því að einhver
hefur verið að baknaga þig
og gera lítið úr þér í þeim
eina tilgangi að eyðileggja
starfsframa þinn verða fyrstu
viðbrögðin yfirleitt þau að
reiðast illa. Stilltu þig. Það
verður þér aldrei til fram-
dráttar að sýna æsing né
heldur er það góð hugmynd
að borga viðkomandi í sömu
mynt.
• Svældu lymskurefinn varlega
út. Mundu að lymskurefir
kunna best við sig í skugga
og munu bregðast hart við sé
reynt að draga þá út úr greni
þeirra. Þeir eru lafhræddir
um að upp um þá komist og
gera allt til að verja sig. Ef
þú ákveður að gera viðkom-
andi ljóst að þú vitir og skiljir
hvað hann er að gera vertu
þá fullkomlega róleg, yfir-
veguð og eins ópersónuleg
og þér er framast unnt.
Segðu til að mynda við Sollu:
„Solla mín, ég var að frétta
að þér þætti stundum erfitt
að finna mig. Ef ég er ekki
við borðið mitt er ég oftast
að vinna í skjalasafninu og
þú getur fundið mig þar."
Eins er ágætt að þú takir málið
upp á starfsmannafundi og
bendir á að til að gera starf Sollu
auðveldara sé sjálfsagt að hún sé
látin vita af vinnufundum eða
öðru samstarfi milli starfsfólks
Með þessu læturðu Sollu vita
að þú vitir af slúðrinu í henni
og lætur sem þú sért öll af vilja
gerð að hjálpa henni. Samstarfs-
menn þínir átta sig á að Solla
hefur ekkert til síns máls og þú
hefur komið með góða uppá-
stungu til að auðvelda öllum
vinnuna. Með því að „svæla
Sollu út" á þennan hátt hefurðu
náð yfirhöndinni.