Vikan - 23.11.1999, Síða 24
Ég horfði til himins, svo á
bílskúrinn minn en ákvað
að láta bílinn standa úti
eins og venjulega. Það var
röng ákvörðun. Það leið
ekki á löngu þar til varla
var hægt að þola við í
elskulega, gamla bílnum
mínum vegna þess að
hann lyktaði svo hræði-
lega. En það var ekki fyrr
en seinna. Eftir að ég var
ákærð fyrir morð.
Greg kom meðan ég var
að þvo bílinn minn, tólf
ára gamlan Alfa
Romeo sportbíl. Blæj-
an á bílnum hafði verið niðri
einn morguninn þegar ég var úti
að skokka og skyndilega fór að
rigna eldi og brennisteini. Ég
notaði tækifærið og þreif bílinn
að innan og henti úr honum alls
kyns drasli; tómum flöskum,
vasabókum, sardínudós, laufi,
berjum og barrnálum.
Greg lagði óaðfinnanlegum
bíl sínum og gekk til mín. Það
var fýlusvipur á fríðu andlitinu.
Hann var greinilega að koma
frá konunni sinni.
í fyrstu hafði ég verið yfir mig
ástfangin af Greg og alsæl með
sambandið. En upp á síðkastið
var ég komin með eftirþanka.
Einu sinni enn hafði ég fallið
fyrir fríðu andliti og góðum gáf-
um. Ég hafði ekki gefið mér
tíma til þess að kynnast hans
innra manni og satt að segja
hafði ég áttað mig of seint á því
að hann var alls ekki góður
maður. Þessa dagana notaði
hann konuna sína sem skálka-
skjól þegar hann fékk reiðiköst,
en ég hef grun um að það hafi
alltaf verið og muni alltaf verða
einhver eða eitthvað sem hann
5 getur skellt skuldinni á. Tii að
byrja með hafði ég vorkennt
k honum. Konan hans hélt fram
5 hjá honum, hún hafði sparkað
'0 honum út, vildi fá skilnað og
i/> krafðist þess að fá megnið af
,(5 eignum þeirra.
aJ Nú stóð hann þarna, glæsi-
uj legur, og hallaði sér upp að tré
c og horfði á mig með fyrirlitn-
| ingu. En það drasl! Er þetta í
i- fyrsta sinn sem þú þrífur bíiinn
a þetta árið?
Mér hitnaði í hamsi. Þú mátt
gagnrýna húsverkin mín eins
mikið og þig lystir en ekki
hvernig ég fer með bílinn. Ég
fer vel með hann og hann er
mér mjög kær.
Þess vegna get ég ekki skilið
hvers vegna þú geymir hann
ekki í bílskúrnum í stað þess að
láta hann standa úti í hvaða
veðri sem er, opinn fyrir alls
kyns skordýrum og kvikindum,
sagði hann.
Mér finnst kóngulóarvefur fal-
legur.
Og dýraspor?
Það eru ekki allir sem hafa
fótaför eftir skúnk á bílnum sín-
um, sagði ég stolt.
Hvað með þessa sardínu-
dós? Ég er viss um að þú átt
ekki einu sinni dósaupptakara.
Ég yrði ekki hissa þótt þú værir
líka með súpupott í bílnum.
Sardínudósin var búin að
vera í bílnum í um það bil eitt
ár. Ég var farin að venjast því
að hafa hana þarna. Ég gat ekki
fengið mig til þess að henda
dósinni, þetta var nú einu sinni
matur. Auðvitað gat ég farið
með hana inn í eldhús. En hvað
kom þessi sardínudós honum
við? Ég gæti e.t.v. fundið fleiri
undarlega hluti í bílnum, bara til
þess að ergja hann. Frosnar
baunir, rósavönd, nokkra páfa-
gauka og skiptilykla. Til þess að
sýna honum að ég gerði ná-
kvæmlega það sem mér sýndist
henti ég sardínudósinni aftur
inn í bílinn, á gólfið á bak við
bílstjórasætið.
Þetta eru lukkusardínurnar
mínar, sagði ég og brosti breitt
og ákvað að losa mig við þenn-
an náunga í eitt skipti fyrir öll.
Ég held að við ættum að slíta
sambandinu, Greg. Við eigum
einfaldlega ekki saman.
Ha? Segir þú þetta í refsing-
arskyni vegna þess að ég leyfði
mér að gagnrýna meðferð þína
á bílnum? Hann brosti og reyndi
að slá þessu upp í grín. En það
var of seint.
Nei, aðalástæðan er svipur-
inn á andliti þínu undanfarnar
tíu mínútur.
Fjandinn hafi það, Sandy. Ég
var að koma frá Janet og
græðgin í henni er að gera út af
við mig. Mér þykir leitt að hafa
látið það bitna á þér. Ég hefði
átt að róa mig niður áður en ég
kom. Getur þú fyrirgefið mér?
Ég bráðnaði næstum því. En
ekki alveg. Hann sagði réttu
orðin en það vantaði tilfinning-
una í þau. Það er ekkert að fyr-
irgefa. Mér kemur ekki við hvort
og hvers vegna þú ert í vondu
skapi. Ég veit að þú ert að
ganga í gegnum erfitt tímabil og
þú þarft að gefa þér tíma til
þess að takast á við reiðina
sem þú stjórnast af þessa dag-
ana. Mér þykir það leiðinlegt.
Augnaráðið sem hann sendi
mér var slíkt að ósjálfrátt greip
ég eftir skrúflyklinum. Hann fór
án þess að segja eitt einasta
orð.
Ég horfði tii himins og svo á
fína bílskúrinn minn en ákvað
að láta bílinn standa úti eins og
venjulega og láta sólina um að
þurrka hann almennilega. Þess
utan vildi ég ekki taka leikvöllinn
frá litlu næturdýrunum. Það
voru mistök. Það leið ekki á
löngu þar til varla var hægt að
þola við í elskulega, gamla bíln-
um mínum vegna þess að hann
lyktaði svo hræðilega. En það
var ekki fyrr enn seinna. Eftir að
ég var ákærð fyrir morð.
Við þurfum að spyrja þig
nokkurra spurninga, sagði rann-
sóknarlögreglumaðurinn þegar
ég opnaði dyrnar. Þetta yar
þremurdögum seinna. Ég heiti
Mack Scher. Hann sýndi mér
skilríkin sín. Þetta er Joe. Meg-
um við koma inn? Þú mátt
hringja f lögfræðinginn þinn ef
þú vilt.
Mér dettur það ekki í hug. Ég
leyfi ekki einu sinni lögfræðing-
um að hringja í mig.
Ef lögreglumaður getur feng-
ið blik í augun gerðist það
einmitt þarna.
Húsið sýndi sína bestu hlið.
Þetta var um miðjan dag og
vorsólin skein inn um gluggana.
Það glampaði á parkettið á gólf-
inu og húsgögnin voru litrík og
hlýleg. Við Mack sátum en Joe
stóð sperrtur eins og hann væri
að bíða eftir fleiri glæpamönn-
um.
Hvar varst þú í gær milli
klukkan fimm og sex?
Ég var úti að skokka. Ég geri
það sama á hverjum degi; kem
heim úr vinnunni, skipti um föt
og fer út að hlaupa.
Alein?
Já.
Sá þig einhver?
Það finnst mér ekki ólíklegt.
Hvers vegna spyrðu?
Janet Hale var myrt um hálf
sex leytið. Eiginkona Gregory
Hale, bætti hann við þegar
hann sá spurnarsvipinn á andliti
mínu. Eiginkona kærastans
þíns.
Fyrrverandi kærastans míns,
sagði ég þurrlega.
Það var skotið á hana úr bíl
fyrir utan heimili hennar. Úr bíln-
umþínum.
Ég byrjaði samstundis að
verja Alfa Rómeóinn eins og
það væri bílinn en ekki ég sem
lægi undir grun. Ég er örugg-
lega ekki sú eina sem á silfurlit-
an Alfa Rómeó á þessum slóð-
um.
Nei, en því miður er bílinn
þinn sá eini með númeraplötum
sem á stendur: Dauði er betri
en smán. Undarlegt val á máls-
hætti.
Alls ekki.
Málið er það að kúlan kom úr
bílnum þínum.
Það er greinilegt að einhver
drullusokkur, sem hatar bæði
mig og bílinn, hefurtekið sér
það bessaleyfi að fá hann að
láni án þess að spyrja okkur
leyfis.
Fékk Hale einhvern tíma bíl-
inn að láni? Er mögulegt að
hann hafi látið smíða aukalykil?
Nei, sagði ég. En ég skil lykil-
inn oft eftir í bílnum. Ég lít á
hann sem nokkurs konar hús-
dýr sem stingur mig ekki af,
sagði ég til útskýringar.
Mack Scher hafði greinilega
lítinn skilning á þessari skoðun.
Við verðum að rannsaka
fingraför í bílnum. Ertu búin að
nota hann í dag?
Já, á laugardagsmorgnum
keyri ég alltaf út fyrir bæinn og
skokka þar. Þú finnur örugglega
fingraförin mín. Hann veit ná-
kvæmlega hvað ég er vön að
gera, bætti ég við.
Áttu við Gregory Hale?
Ég kinkaði kolli.
Meðan Joe tók fingraför af
mér sagði Mack: Þetta lítur ekki
vel út. Þú hefur ástæðu, enga
fjarvistarsönnun og bílinn þinn
sást á staðnum.
Bfddu nú aðeins. Hvers
vegna sá mig enginn? Var blæj-
an uppi?
Já.
Þar höfum við það. Sönnun-
argagnið. Ég tek blæjuna niður
um leið og það vorar. Leitaðu
að fingraförum á blæjunni,
sagði ég og skammaðist mín
fyrir hræðsluna í röddinni. Sá
sem hefur móttóið „Dauði er
betri en smán", hefði átt að geta
hlegið undir þessum kringum-
stæðum.
Öll fingraför sem fundust í
bílnum tilheyrðu mér. Á blæj-
unni og festingunum voru engin
24 Vikan